gráir garðar

grey gardens

í gærkveldi fór ég aftur í bókabúðabíó. sá merkilega heimildarmynd frá árinu 1976 um beale mæðgurnar, frænkur jackie kennedy sem bjuggu saman á niðurnýddu óðalsbýli í new york fylki þegar myndin var tekin. þær komust í fréttir eftir að nágrannar þeirra höfðu margoft kvartað undan umgengni í kringum húsið. ekki tók betra við þegar inn var komið. þær segja sögur úr fortíðinni, frá því þær voru bráðefnilegar konur í blóma lífsins, fortíð sem verður að teljast ansi harður kontrastur við þær aðstæður sem þær stöllur lifa við þegar myndin er tekin. áhugaverð mynd, soldið löng, en áhugaverð. mannleg... vel tuggið orð... samt rétta orðið.

er búinn að vera að hlusta á Go Go Smear The Poison Ivy með múm. mjög sáttur.

næsti kafli kemur síðar í dag. 


21

21

kafli 21 kominn. 


fullt

wintergarten

það er óvenju langt síðan ég skrifaði færslu. núna hef ég líka frá einhverju að segja. það er skemmtilegt. að hafa eitthvað að segja. síðastliðið fimmtudagskvöld fór ég í vetrargarðinn svokallaða og sá sirkussýningu. vetrargarðurinn er veitingastaður sem býður upp á lifandi sviðsskemmtun meðan fólk borðar og drekkur rándýran mat og dýrt vín. strengjasveit spilar best of héðan og þaðan úr heiminum á meðan artistarnir sýna listir sínar. og þeir kunnu allir sitthvað, áttu allir nokkur vá. þar bar þó auðvitað af, henna vinkona mín kaikula, sem fetti sig og bretti, út og suður, eins fáranlega liðamótalaus og hún nú er. svo er hún bara svo helvíti sæt, erfitt fyrir til dæmis rússneska vöðvabúntaparið með aflituðu broddaklippinguna að toppa það.

mumá föstudagskvöldið gekk ég inn í smekkfullt volksbuhne leikhúsið og horfði á mum. hljómsveitin seabear hitaði upp. alveg hreint afbragð. ég hef löngum verið dyggur "múmari". þrátt fyrir að vera kannski ekki dæmigert krúttkynslóðareintak, finnst mér eitthvað magnað við það sem þau hafa gert fram að þessu. ég keypti nýja diskinn á staðnum. held reyndar að einhverjar áherslubreytingar hafi orðið með nýju fólki, eins og gengur og gerist. á eftir að hlusta almennilega og athuga hvað mér finnst.

laugardagskvöldið var karaókíkvöld. hápunkturinn líklega flutningur okkar ögmundar á three times a lady, þótt purple rain hafi vissulega einnig vakið mikla lukku. við erum að spá í að gera út á þetta.

já, og svo er það auðvitað eiríkur vignis. næstu kaflar fara nú að streyma inn. sá næsti kemur í dag. 


20

20euro

kafli 20 kominn inn. 


það magnaðasta hingað til

signa

ég sagðist ætla að segja ykkur frá þessu. en ég get það ekki. kem þessu ekki í orð. ætla ekki að reyna. það eina sem ég get sagt að svo stöddu er að þetta var mjög magnað.

þetta er semsagt það sem um ræðir.

kafli 20 kemur á morgun.


19

ég ætla ekki að segja ykkur annað en að 19. kafli er kominn inn, og að í kvöld fer ég á sýningu sem ég hlakka til að segja ykkur frá á morgun.

bis dann. 


söknuður

pabbi og sonur

það gladdi gamla manninn að sjá komment frá syninum í fyrradag. ég hef nokkrum sinnum bent honum á að hann geti lesið fréttir af föður sínum hér, en hingað til hefur hann látist vera með öllu áhugalaus og of upptekinn við annað en að skoða einhverja hallæris bloggsíðu. kemur svo bara ekki í ljós að gormurinn er að laumast hingað inn, orðinn viðþolslaus af söknuði. sosum ekki laust við að ég hlakki til að hitta hann og systur hans um miðjan desember þegar ég sný heim úr útlegð.

helst vildi ég þó pakka þeim saman og taka þau með mér aftur hingað út eftir áramótin.

kafli 18 er kominn inn.   


mánuður til jóla

berlin7 011

berlin7 013

berlin7 014

 


fússball

fótbolti

ef maður er í berlín, og maður hefur áhuga á enska boltanum, sem ég geri, án þess þó að vera forfallinn, langt frá því, þá fer maður á oscar wilde pöbbinn á friedrich strasse og horfir á breiðskjáinn þar, til dæmis með einn kaldann í hönd, nú eða bara kaffi, eða gos já eða vatn, og þetta gerði ég í dag, horfði á arsenal baka wigan, mörkin komu seint en komu samt og alltaf gama að sjá mörk en mitt lið þykir ekki nógu merkilegt til að fá sinn leik, sitt spil, sýnt í beinni á breiðtjaldi á oscar wilde en það er skemmst frá því að segja að manchester city vann reading og það var líka afar ánægjulegt.

í kvöld ætla nokkrir íslendingar að hittast og skemmta sér saman. það verður gaman.

ég hef ekki séð mikið leikhústengt um nokkurt skeið, en í næstu viku er ég að fara á afar spennandi sýningu slass instalasjón slass eitthvað stórmerkilegt. þið fáið nánari díteila þegar þar að kemur.

næsti kafli kemur á mánudag. 


17

kafli 17 kominn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband