fullt

wintergarten

það er óvenju langt síðan ég skrifaði færslu. núna hef ég líka frá einhverju að segja. það er skemmtilegt. að hafa eitthvað að segja. síðastliðið fimmtudagskvöld fór ég í vetrargarðinn svokallaða og sá sirkussýningu. vetrargarðurinn er veitingastaður sem býður upp á lifandi sviðsskemmtun meðan fólk borðar og drekkur rándýran mat og dýrt vín. strengjasveit spilar best of héðan og þaðan úr heiminum á meðan artistarnir sýna listir sínar. og þeir kunnu allir sitthvað, áttu allir nokkur vá. þar bar þó auðvitað af, henna vinkona mín kaikula, sem fetti sig og bretti, út og suður, eins fáranlega liðamótalaus og hún nú er. svo er hún bara svo helvíti sæt, erfitt fyrir til dæmis rússneska vöðvabúntaparið með aflituðu broddaklippinguna að toppa það.

mumá föstudagskvöldið gekk ég inn í smekkfullt volksbuhne leikhúsið og horfði á mum. hljómsveitin seabear hitaði upp. alveg hreint afbragð. ég hef löngum verið dyggur "múmari". þrátt fyrir að vera kannski ekki dæmigert krúttkynslóðareintak, finnst mér eitthvað magnað við það sem þau hafa gert fram að þessu. ég keypti nýja diskinn á staðnum. held reyndar að einhverjar áherslubreytingar hafi orðið með nýju fólki, eins og gengur og gerist. á eftir að hlusta almennilega og athuga hvað mér finnst.

laugardagskvöldið var karaókíkvöld. hápunkturinn líklega flutningur okkar ögmundar á three times a lady, þótt purple rain hafi vissulega einnig vakið mikla lukku. við erum að spá í að gera út á þetta.

já, og svo er það auðvitað eiríkur vignis. næstu kaflar fara nú að streyma inn. sá næsti kemur í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessaður, þú myndir fýla þig vel í múm. krútt meistari.

hkrist (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband