fréttir af fólki

britney

engar fréttir eru góðar fréttir. ég get huggað mig við að lífið virðist ganga sinn vanagang heima á íslandi á meðan ég er í burtu og ég ekki að missa af neinu markverðu. þegar stærsta fréttablað landsins hefur pláss á síðum sínum, eina ferðina enn, fyrir fréttir af þessum annars ágætu stöllum hér á myndinni, verður lognmollan tæplega skýrari. lindsay er hugsanlega fallin aftur, britney er komin með nýja kærasta og paris er að ferðast um heiminn.

ég er afar þakklátur.

engar markverðar fréttir héðan heldur. mér finnst bjórinn jafngóður og áður en er talsvert frá því að verða fyllibytta, ég er ekki kominn með nýja kærustu og býst ekki við að fara til kína á næstunni, alla vega ekki á þessu ári.   


16

kafli 16 kominn.

flytji

flytja

ég bið lesendur að sýna skilning. ég þarf að drífa mig út úr húsi og hjálpa vinkonu að flytja. 16. kafli birtist ekki fyrr en þeim flutningi er lokið. nánari tímasetning óljós.

með fyrirfram þökk. 


blaður

ping

ég er ekki margorður þessa vikuna. 

ég hef það stórfínt. 

ég er iðinn. margt að gerast.

fyrir þá sem eru að fylgjast með online sögunni minni, þá kemur næsti kafli ekki fyrr en á morgun. sorrý. 


15

allt gott að frétta.

15. kafli kominn. 


14

já. kafli 14. þið vitið.

bræður í borg

ppl_2

helgin var auðvitað hin besta, félagsskapurinn bauð ekki upp á annað. við hlynur fórum hingað og þangað en tíminn var stuttur og spurning um val og höfnun. ég hafði ekki farið á þann merkilega stað potsdamer platz síðan ég kom og þangað skunduðum við bræður. ég hef heyrt ýmislegt, en algengust er þó líkingin við óhugnanlegt skrýmsli, og tilgangaslausa arkitektúraorgíu. sumt af því fólki sem ég talaði við sagði reyndar að ég væri ekki að missa af miklu með því að sleppa því að stíga þangað fæti. ég get nú ekki verið sammála því. byggingarnar eru stórbrotnar, og já, þetta er sannkallað skrýmsli, en algjört möstsí. 

á laugardagskvöldinu fórum við niður í admiral palast leikhúsið á svokallað swing kvöld sem haldið var í stóra salnum. frábært sjóv. risa bigband á sviðinu, karlar og konur klædd í períódubúninga og stemmingin helvíti skemmtileg.

auðvitað gerðum við eitt og annað fleira sem ekki verður fært í letur hér. nú er pilturinn farinn aftur heim. helgin á enda og ný vinnuvika tekin við. SÍÐUSTU DAGAR EIRÍKS VIGNIS heldur áfram. næsti kafli er væntanlegur í dag. 


tunga

tunga 2

til hamingju með íslenska tungu.

megi helgin verða ykkur kreisí sjitt góð.

kafli 13 kominn inn, framhald ekki fyrr en á mánudag.

nú fer ég að leika við litla bróðir. 


12

kafli 12 er inni.

heimsókn

Freezing_Storage

hlynur bróðir er væntanlegur í dag. ég sagði honum að hafa meðferðis hlýjan fatnað. hann sagði: "það getur nú varla verið kaldara hjá þér en hérna." ég sagði: "það er samt varla meira en 2-3 gráðum hlýrra hér."

að gamni mínu leit ég á hitatölur nú í morgun.

9 gráður í reykjavík. 2 gráður í berlín.

hlynur er ekki að fara að nota bikiníið sitt mikið.

 

kafli 12 kemur síðar í dag. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband