er ég hálfviti?

íslandnei. ekki vil ég nú alveg gúddera það. vil meira að segja leyfa mér að fullyrða að ég sé tiltölulega vel gefin. rétt eins og vel flestir samlandar mínir. um leið fer það ósköpin öll í taugarnar á mér þegar þetta er gefið í skyn: að ég sé hálfviti. 

það eru helst pólitíkusar sem véfengja gáfnafar mitt. í morgun var rætt við háttvirtan formann framsóknarflokksins, guðna ágústsson í útvarpinu. hann heldur að ég sé hálfviti. að hlusta á manninn bölsótast yfir erlendum fjárfestum sem ætla sér að lauma sér inn bakdyramegin til að virkja og græða á okkar stórbrotnu, fallegu og engum líku náttúru?? að hlusta á manninn fjargviðrast yfir ástandinu á landsbyggðinni og hvernig allt er þar í köldum kolum?? að hlusta á hann tala um hvernig flokkur hans ætli að standa sterkan og traustan vörð um hag íslensku þjóðarinnar, af því, og þetta verð ég bara að undirstrika, að flokkur hans hafi skildum að gegna fyrir íslenskt samfélag

guðni virðist halda að ég fæddist í gær. og hann virðist halda að ég, og fleiri, séum búin að gleyma að það var bara í gær, sem hann og hans flokkur sat í stjórn, og hafði setið lengi lengi lengi, og tók vafasamar ákvarðanir sem snertu framtíð íslenskrar náttúru, og tók um leið fáar sem engar ákvarðanir til að bjarga íslenskri landsbyggð frá því ástandi sem hún lifir við í dag. (umrætt viðtal má finna á ruv.is)

að lokum þetta, ótengt en samt alls ekki: ef einhver hefur látið pistil dr. gunna aftan á fréttablaðinu í dag framhjá sér fara, hvet ég viðkomandi til að finna blaðið og lesa. reyndar mega sumir lesa pistilinn oftar en einu sinni. og sumir mega gjarnan eyða öllum deginum í að lesa hann og spá og spöggulera í kjarna hans.

ef einhver er langt frá því að vera hálfviti, þá er það dr. gunni.  


leitið og þér munuð finna

buxurþað er ýmislegt að skila sér í þessu pakkeríi mínu, sumt þó miður seint. djúpt inni í skáp, djúpt djúpt mjög djúpt fann ég buxur, ekki bara einar heldur fleiri, nánast ónotaðar, á ört vaxandi dóttur mína. ekki séns að hún noti þær úr þessu. ég ætla ekkert að ljúga því að barnsmóðir mín hafi hoppað hæð sína af kæti þegar ég færði henni þetta í poka. og ég átti vissulega skilið augnaráðið sem hún gaf mér.

svo er fleira, nokkuð skemmtilegra. ég fann minnismiða. þar hafði ég hripað tilvitnun í hunter s. thompson, og fyrir neðan hana tvær stuttar setningar á ensku eftir sjálfan mig. eitthvað sem ég hafði líklega hugsað mér að geyma fyrir tilvonandi stórvirki mín. fyrst gef ég hunter orðið:

Life should be made as difficult as possible... so that the victims might develop more character.

mínar setningar get ég ekki útskýrt, enda hugsunin sem þeim fylgdi annað hvort flogin út í veður og vind eða búin að hreiðra um sig djúpt í undirmeðvitundinni og leitar þar hljómgrunns. 

If there wasn't a kiddo freak there wouldn't be a beater.

og svo þessi:

He is such a perfect first husband... 

jæja. áfram held ég. carpe diem þýðir "njóttu dagsins" ekki satt? en hvernig segir maður "notaðu daginn" á latínu? mig vantar svoleiðis frasa til að tattúvera á ennið á mér... öfugt býst ég við svo það lesist rétt í spegli. ótrúlega kúl.

góðar stundir. 


skatthús og salerni

taxesfyrir stuttu þurfti ég að eyða stund í tollhúsinu í tryggvagötu að redda skattamálum. ég fór á milli hæða og hitti mann og annann, því þetta gat auðvitað ekki verið einfalt. og ég segi það satt: skjótið mig frekar en að neyða mig til að dvelja þarna inni heilan dag!! loftið, lyktin, mubblurnar (ótrúlega mikið moskva 1980), stemmingin, skatturinn... öhhhöhhhöhhh!

tilhugsunin ein um slíkt sem refsingu fær mig til að vera heiðarlegur allt fram í fingurgóma. uppmálaður. ég stoppa bílinn alltaf á ljósum, því þó þau séu græn þá gæti rauða verið að nálgast. þau eru svo ófyrirsjáanleg þessi umferðarljós. pissa bara á leyfilegum stöðum, og ef ekkert salerni er nálægt pissa ég bara í buxurnar. það þornar.

þá er nú til dæmis skemmtilegra það sem ég á að vera að gera akkúrat núna. að pakka. flytja. það er gaman.

vá hvað það er gaman.

gamangamangamangaman.

veit ekki... virðist ekkert vera að virka að segja hlutinn nógu oft.

berlínberlínberlínberlín.

ok. nú er þetta að virka. farinn að pakka. 

 


séra

sumar 2007-myndir 053í morgun jarðaði ég mann.

 

útförin sú var æði blaut. 

 

að öðru leyti verður deginum eytt í að pakka.

 

það styttist í brottför.

 

guð blessi ykkur. 


undarleg nöfn

ung stúlka fræddi mig á eftirfarandi fyrr í dag:

"í eldgamla daga voru geðveikt margar konur sem hétu Lofthæna. Og fullt af köllum sem hétu Lúðvík." 


góða helgi

ég hlakka til helgarinnar.

henni eyði ég með börnunum mínum dásamlegu.

og

n ú   á   é g   í b ú ð  !!!

flyt inn þegar ég kem aftur heim frá berlín. 


björgvinþað verða að teljast tíðindi þegar viðskiptaráðherra agnúast út í fitt kostnað bankanna og lætur út úr sér að kominn sé tími á að huga betur að neytendamálum í landinu.

auðvitað má betur ef duga skal, en mér finnst þessi björgvin fara nokkuð vel af stað.

kúlprik í kladdann og klapp á bakið frá mér.  


leit

lykill 2annars vegar er það stúlkan sem ég kýs að kalla anítu. hún vinnur sem gjaldkeri í banka. um nætur dreymir hana mann sem elskar hana, mann sem hún þekkir ekki nema í sjón frá forsíðum slúðurblaða. hann er atvinnumaður í fótbolta, nýkominn heim eftir farsælt gengi í svíþjóð. óvænt býður fjörgömul frænka henni í sumarleyfisferð til útlanda. aníta má ráða hvert ferðinni er heitið, eina skilyrðið er að hún taki þá gömlu með. þær halda saman á dularfulla eyju, sem fótboltahetjan mælir með þegar hann kemur einu sinni í bankann til að borga reikninga. og á þessari eyju, sem ekki er til í raun og veru, gerast hlutir.

hins vegar er það maðurinn sem ekki hefur nafn enn sem komið er. eftir heiftarlegt rifrildi við konuna sína stingur þessi maður af og sest að í afskekktum vita úti á landi og tekur til við að lappa upp á pleisið, mála og laga. konan býður þolinmóð, viss um að hann skili sér fyrr en síðar, en þegar tíminn líður og ekkert heyrist frá honum fer hún að örvænta og heldur af stað í leit að honum.

annað sem ég þarf að vita um sögur þeirra, er læst inni í skáp.

ég leita að lykli.

það er starf mitt. 

ég veit ekki hvort leitin beri árangur, en ég veit að hún leiðir mig áfram. 


einvígi símastrákanna

hlynur jesúþað er náttulega bara með ólíkindum hvað hann björn hlynur getur verið ósmekklegur.

þvílíkur subbuskapur. ha! 

ég meina... ég var bara að leita að belju.

smekklegt og soldið sætt bara.


berliner zeit

berlin 1það er ekki seinna vænna fyrir mig að fara að fókusera á tilvonandi dvöl mína úti þar, tímabilið sem í listasögubókum framtíðarinnar verður útlistað undir fyrirsögninni berlínartíminn. það eru aðallega hin praktísku mál sem liggja fyrir að svo stöddu. pakka niður búslóðinni og koma henni fyrir á góðum stað. 

annars er ég langleiðina búinn að kaupa mér íbúð í hafnarfirði, "með fyrirvara um greiðslumat" sem stendur víst í öllum kaupsamningum núorðið. nei, þetta er ekki íbúðin sem ég gerði munnlegt tilboð í fyrir nokkru, eigandinn á þeim bæ hló að hugmyndum mínum um verð, svo ég þakkaði pent og komst umsvifalaust að þeirri niðurstöðu að það hús hentaði hvort eð er engan veginn sem framtíðar dvalarstaður fyrir mig og mín. í staðinn fann ég aðra, og um leið og hún er endanlega negld og orðin opinberlega og löglega mín, er ég vís með að birta hér mynd. er satt að segja afar stoltur og glaður með hana.

ég hef sett á blað tvær reglur sem ég hyggst reyna að fara eftir í sköpunarstörfum mínum í berlín. læt þær flakka hér fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á slíku.

1) ekki huxa minimalískt, huxa stórt.

2) ekki huxa skipulagt, huxa kaótískt. 

varðandi síðustu færslu vil ég biðja mína nánustu vini að hafa ekki miklar áhyggjur. þar er ég að tala um "mistökin". þau voru nú ekki upp á líf og dauða. og satt best að segja, eftir að ég hef haft tíma til að hugleiða þau frekar, er ég ekki viss um að ég hafi í raun gert mistök. jafnvel voru það mistök að kalla þetta mistök. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband