1.9.2007 | 11:58
mistök
í morgun komst ég að því að ég gerði nýlega stór en vonandi ekki of afdrifarík mistök.
um þessi mistök ætla ég ekki að fjölyrða en segi þó að þau kenna mér heilmikið.
ég læri af þeim og held áfram.
fátt annað að gera.
- - - - - - - - - -
það eru komnar tvær línur í júróvísjóntextann minn:
þú ert með sinnepsgula sígarettufingur
sem frostið límir fast við rauðvínsglas
framlag íslands til júróvísjón á næsta ári verður hittarinn reykingarbann, höfundur og flytjandi víkingur kristjánsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 09:17
meiri ást
söngleikurinn ást hefur aftur göngu sína í kvöld. gaman að því. ég er búinn að tilkynna leikhúsinu um brotthvarf mitt í lok september en hef að svo stöddu ekki hugmynd um hver tekur við. dágóður slatti af sýningum áður en ég fer og ég tek eins mikið af þeim og ég get.
þetta er eitt af því sem ég á eftir að sakna talsvert mikið, að leika í ást. hópurinn einstakur og stemmingin góð. ég er yngstur, grallarinn í hópnum. öllum finnst ég voða sniðugur, konurnar klípa mig í kinnarnar og gefa mér súkkulaðirúsínur. bara frábært.
annars var ég áðan að leiða hugann að því hvað ég ætti að gera um helgina. heyrði þá í útvarpinu að byrjað er að auglýsa eftir lögum í júróvísjón. ég ætla að búa til eins og eitt lag, og texta við. gott ef ég á ekki eftir að syngja það sjálfur. svo vinn ég. og fer fyrir hönd þjóðarinnar til... veit ekki. hver vann í ár?
núna er maður að láta draumana rætast.
verða júróvísjón stjarna.
ég sé þetta alveg fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 09:55
meiri ást
já meiri ást
Bloggar | Breytt 1.9.2007 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2007 | 12:06
púsl
ok. eftirfarandi er viðkvæmt, og kemur í raun engum við nema þeim sem hlut eiga að máli. þetta er þó orðið opinbert og ekki snúið til baka með það. ég er að tala um barnsfaðernismál lúðvíks gizurarsonar. kurl virðast komin til grafar í því máli.
það sem stakk mig voru ummæli eins af afkomendum hermanns, en dóttir hans lét hafa eftir sér í gær að það væri hneisa að ráðast á æru látins manns með þessum hætti. ef þessu skeyti er beint að lúðvík sjálfum, finnst mér það ósanngjarnt.
höfum eitt á hreinu. lúðvík er án efa ekki að standa í þessu að gamni sínu. sjálfur er hann, kominn á efri ár, í leit að mikilvægum sannleika. og hann hefur ekkert annað en fullan rétt á því. myndin er ekki heil nema að allir kubbarnir séu til staðar.
ég þekki persónulega til fólks sem leggur á sig sömu leit og lúðvík. hann er þó það heppinn að vita hvar hann átti að leita. það er erfitt fyrir þá sem ekki standa í þessum sporum að átta sig á þeim áhrifum sem hin týndu púsl geta haft á sálartetrið.
hins vegar má hiklaust gagnrýna að þetta þurfi að vera fjölmiðlamál, og þar á dóttir hermanns og allir hennar ættingjar samúð mína alla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 17:05
mat
heyrði eftirfarandi orðrétt úti í búð áðan.
pjakkur, ekki eldri en 5-6 ára við föður sinn: "pabbi. 10.000 kall er náttulega bara smápeningar..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 15:48
tilboð
ég gerði munnlegt tilboð í íbúð í morgun. soldið sérstakt, ég veit. en svona var þetta: ég hringdi í fasteignasalann, sagðist ætla að gera tilboð. hann sagði "gott hjá þér" og spurði um upphæðina. ég gaf honum hana. hann fékk hjá mér símanúmer og netfang. sagðist hafa samband. síðan hefur harla lítið gerst.
honum hefur etv fundist upphæðin svo hlægileg að það væri sóun á bleki að koma einhverju á blað.
ég bíð við símann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 20:38
eins og faðir, eins og sonur
sonur minn virðist eins og vaknaður af værum blundi og nú er allt að gerast. hann er búinn að finna forrit í makkanum sínum sem hann langar að skoða nánar, eitthvað svona kvikmynda eitthvað, og því hefur hann fengið föður sinn til að klæða sig í jakkaföt og leiðin liggur á heppilegt lókeisjón þar sem hann hyggst taka upp eitthvað skemmtilegt... ekki veit ég hvað en ég segi bara jájá og geri það sem hann segir mér. allt til að örva sköpunarkraftinn í pilti.
spurning hvort hann borgi mér samkvæmt taxta?
við feðgarnir... það sem við tökum upp á.
ekki er ein vitleysan eins.
já. bæ ðe vei: búkolla biður að heilsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 16:23
skógur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 11:12
takk
ég var að lesa hugleiðingar bloggara sem kaus að birtast ekki undir réttu nafni (og kennitölu eins og hann orðaði það sjálfur). "kaus" segi ég því viðkomandi einstaklingur kaus í framhaldinu að leggja af iðju sinni og leyfa öðrum kennitölum að eiga þennan miðil út af fyrir sig, fólki sem "geta haldið út skemmtilegu bloggi" eins og hann orðaði það sjálfur.
og ég fór að pæla í þessu fyrirbæri sem bloggið er. vissulega risavaxinn bransi að verða. við sem bloggum lítum örugglega misjafnt á þá iðju. fyrir suma er þetta útgáfa, afþreyingarmiðill þar sem við sjáum um ritstjórn og það er með þennan afþreyingarmiðil eins og aðra, ef efnið er ekki nógu skemmtilegt þá hverfa lesendur frá og leita annað. að einhverju sem er meira skemmtilegt. etv á ég ýmislegt sameiginlegt með þessum hópi. vissulega hugsa ég út í hvað ég set hér á blað. en lesendur mínir, og ég tel mig þekkja allnokkra af þeim en alls ekki alla, ráða engum úrslitum. auðvitað er gaman ef einhverjum líkar það sem maður gerir, en fyrst og fremst er þetta fyrir sjálfan mig gert. ef einhverjum mislíkar það, þá bara sorrý. og ef lesendatalan lækkar, þá er það í stakasta lagi.
ekki veit ég hvort umræddur bloggari, herra cool, sé einn af mínum ástkæru lesendum, en ef hann álpast á þessar línur mínar hef ég honum að segja að blogg getur auðveldlega snúist um það eitt að skrifa og birta á netinu það sem maður sjálfur vill, undir réttu nafni eða ekki, burtséð frá heimsóknatölum eða ekki. þetta snýst allt um forsendur.
núna til dæmis langar mig að skrifa nokkrar línur um þakklæti. þakklæti er ekkert sérstaklega kúl. það er margþjált og klisjukennt orð finnst sumum. en ég er að komast betur og betur að því að það er orð allra orða, mikilvægara en allt, já gott ef ekki mikilvægara en ást.
ég hef alls ekki náð tökum á því að vera þakklátur. ég er að æfa mig í því. og ég ætla að halda því áfram vonandi svo lengi sem ég lifi, því ég finn svo sterkt að ég er að verða fullviss um það, að í þakklæti hvílir ákveðinn galdur.
ég hef ekki lesið metsölubókina sem á að innihalda leyndarmálið stóra. ég þarf hana ekki.
svona kúl er ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 11:32
til vinnu
fyrsti skóladagur í dag. og eins mikið og það er búið að bölva því á mínu heimili, var sonur minn merkilega hress í morgun og gott ef ekki örlítill vottur af tilhlökkunarglampa í augunum. hann myndi þó aldrei viðurkenna slíkt. kannski eins gott að hann les aldrei það sem faðir hans lætur út úr sér hér. væri vís með að leggja fram kæru fyrir opinberan tilhæfulausan þvætting.
börnin farin að sinna sínu. og sama má segja um þá eldri, allt sumarfrí og hopp og hí og trallala á enda. ég hef heyrt um fleiri en einn og fleiri en tvo sem finnst fjandanum erfiðara að mæta til vinnu eftir fríið. og ekki af því það er svo gott að vera í fríi, heldur vegna þess að það er svo óhemju leiðinlegt í vinnunni.
ég óska öllum gleðilegrar endurkomu til vinnu og vona að sem allra flestir séu að fást við störf sem þeim finnst skemmtileg. við hina segi ég það sama og ég segi við son minn: töff sjitt. en það er alls ekki svo langt til jóla.
meðfylgjandi mynd er eftir sjálfan mig. hverjum og einum er frjálst að setja sitt inn í hugsanablöðruna. myndin er mjög meðvitað í þessum barnalega stíl, soldið sona eins og 4 ára krakki að teikna. það er hérna... skal ég ykkur segja... konseptið sem ég er að vinna með um þessar mundir.
takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)