litla íslenska kjánaprik

terroristar

þegar ég sat og beið eftir fluginu frá ríka um daginn kom ég auga á terrorista. hann var að fara með sömu vél og ég. ofboðslega eitthvað dúbíus og dularfullur og leit út eins og maður sem ætlaði að taka völdin í vélinni uppi í háloftunum og klessa henni á sjónvarpsturninn í berlín. ég varð ögn rórri þegar ég sá að með okkur í för voru líka nokkrir þýskir mótorhjólagaurar, klæddir í leður frá toppi til táar. ég hugsaði: nú jæja, þessir láta nú ekki einhvern terroristaræfil komast upp með neitt múður sko... svo tók vélin á loft. ég staðsetti þann grunaða. hann sat mjög framarlega. stutt í stjórnklefann. svo dottaði ég. og vaknaði þegar flugvélin lenti í berlín.

ég held alltaf að ég sé búinn að finna "uppáhalds" kaffihúsið til að sitja á, drekka kaffi, reykja og skrifa. svo ramba ég á nýjan stað. og allir eru þeir í næstu götu frá mér. og ég á enn eftir að fara inn á þá nokkra. í gær fann ég einn uppáhalds grafinn ofan í kjallara. hann var frábær. þar var enginn nema ég og tveir tyrkir sem sátu afslappaðir, drukku te og ræddu heimsmálin. annar þeirra fannst mér glettilega líkur orhan panuk, tyrkneska nóbelshafanum. ég ímyndaði mér að þetta væri hann. fannst það kúl. auðvitað skildi ég ekki hvað mönnunum fór á milli. en þar komu þó orð sem ég áttaði mig á: amerika...jihad... al-queda... political... guantanamo... islam... fundamentalism...

mér varð hugsað til flugferðarinnar. og ég dró aðra ályktun en þá að hér væru menn að bollaleggja eitthvað gruggugt. þeir voru bara að ræða heimsmálin. orhan panuk er enginn terroristi. 


vinur minn net

hitler-redehér í íbúðinni er sjónvarp, en ekki hægt að horfa á neinar stöðvar. hér er heldur ekki dvd spilari, amelia tók hann með sér. og hvað gerir maður þá þegar löngun til gláps grípur mann á laugardagskvöldi? hér er nettenging og á netinu er jú hægt að finna allt sem hugurinn girnist. 

ég horfði á nýjustu mynd michael moore, sicko. afar áhugavert og hressandi fyrir litla sósíalistann mig. og hvað sem um aðferðir og söguskilning moore má segja, er ljóst að hann er þarfur þjónn sinni blindu þjóð. þarfur þjónn allra sem vilja hlusta og hugsa. sérstaklega fannst mér það svalt múv, að senda erkióvini sínum, manni sem eytt hefur miklum tíma og fyrirhöfn í að svívirða moore á netinu, nafnlausan tékka í pósti, til að borga sjúkrakostnað konunnar hans, svo viðkomandi maður gæti haldið iðju sinni áfram hindrunarlaust.  það fannst mér svalt.

og svo, af því að glápþörf minni var hvergi nærri fullsvalað, horfði ég á mjög athyglisverða mynd um hitler. foringinn gaf evu, fylgikonu sinni, eitt sinn upptökuvél. eva tók myndir af kallinum, vinum hans og ráðgjöfum, og þær myndir sýna þennan stórbrotna geðsjúkling í nokkuð öðru ljósi en hinn þaulæfði ræðuflutningur. upptökur evu fundust í berghofi eftir stríð, og nútímatækni gerir kleift að setja tal inn á þessar gömlu þegjandi myndir svo nú er meira að segja hægt að heyra hvað kallinn segir. 

já þetta net er stórkostlegt.

gott ef ég hlusta ekki á guðþjónustu í breiðholtskirkju á eftir.


beirút

beirut

ég var staddur í stigaganginum hjá mér rétt áðan og þá hljómaði úr íbúð kunnuglegt lag og það lyftist á mér brúnin. þetta er eitt af mínum uppáhalds. hljómsveitin beirut, sem ég hef minnst á við einn og annann heima á íslandi án mikilla viðbragða, fáir vita um þetta frábæra band. ekki nóg með það, heldur var þetta lagið nantes, sem heyra má meðal annars á prófílnum mínum á mæspeisinu um þessar mundir. 

þetta er sosum ekki í frásögur færandi. mér fannst þetta samt sem áður einstaklega skemmtileg tilviljun. spurning um að hafa upp á þessum sameiginlega beirutfan. viðkomandi hlýtur að vera afar áhugaverð manneskja.

viggi minn. sörpræs heimsókn frá þér og félögum þínum væri ekkert annað en draumi líkust. 


kúnstpása

enga list

ég skrifa.

ég sýni gestinum mínum borgina.

í dag ætlum við að fara í siglingu á ánni.

annað er ekki að frétta.

í bili. 


aftur í berlín

orthodox kirkjavonandi flutti ég mitt hafurtask í síðasta sinn milli staða hér í berlín í gærkveldi. ég er sumsé kominn í íbúð, sem er mín þar til ég sný aftur upp á sker. sú hefur áður komið við sögu í þessu bloggi, jú, hún er einmitt þessi með baðkarinu í eldhúsinu. amelía tók þá ákvörðun fyrir stuttu að flytja til unnusta síns og hyggst leigja íbúðina í vetur. ég hef hana meðan ég þarf. 

ein sterkasta upplifun mín í riga... ja reyndar einhver sterkasta upplifun mín í alllangan tíma, og toppar flest það sem ég hef orðið vitni að hér í berlín, var heimsókn mín í rússnesku orthodox kirkjuna í riga. þar gekk ég beint inn í messu. og það er nú þannig að ég hef alltaf heillast mjög af kórsöng slíkra athafna. tónlistin, staðurinn, andrúmsloftið mettað reykelsisilm, allir rússarnir bugtandi sig og krossandi fyrir almættinu, kyssandi líkneski og myndir. ég var mjög snortinn.  þar var boðinn til sölu geisladiskur með tónlistinni og ég keypti einn slíkan. hann hljómar einmitt undir þessum skrifum.

nú held ég áfram þar sem frá var horfið. aftur í berlín.

í kvöld fæ ég gest frá íslandi. 


rika III

hamletthetta er buid ad vera athyglisvert og skemmtilegt. veit ekki alveg hvad eg a ad segja um thessa borg... bid kannski adeins med ad tja mig serstaklega um hana, thegar eg er komin aftur "heim" til berlinar.

opnunardaemid a hatidinni var allserstakt. stuttur leikthattur, brot ur hamlet, leikinn af ungum lettlenskum leikurum og svo eitt stykki mynd. hamlet. thogul. fra 1920. 120 minutna long. med donsku leikkonunni astu nielsen i adalhlutverki. og lifandi tonlist undir. trommur, hljombord og thverflauta. abyggilega mjog merkilegt afrek i kvikmyndasogunni en alveg... DEAD BORING!!! og eg let mig hverfa og fekk mer ad eta.

i gaer var stormur i borginni. havadarokk og allt aetladi um koll ad keyra. tho var allvel maett a fyrstu mynd hatidarinnar, FORELDRA (ja, ekki BORN, hun er synd sidar i vikunni) og vidtokur mjog godar.

thad sem er skemmtilegast vid dvol mina her, eru kynni min af finnska kvikmyndagerdarmanninum og leikstjoranum aku louhimies sem er einstaklega godur gaur og vid hofum hangid saman sidustu tvo daga og spjallad. horfdum einmitt saman a island-lettland i kvold. af hverju i andskotanum gatu strakarnir ekki bara spilad fyrri halfleik eins og their spiludu thann sidari?? (fyrir utan thetta bjanalega mark i upphafi hans).

eg sa myndina hans aku i dag, hun heitir a modurmalinu valkoinen kaupunki sem utleggst um thad bil: hvit borg. ofbodslega flott mynd og aku kann greinilega sitt fag. hann er reyndar ad leggja lokahond a nyjustu mynd sina sem frumsynd verdur i vor og er nk periodumynd fra thvi um 1918.

eg flyg til berlinar annad kvold. ibudarmal breyttust skyndilega og eg er kominn med ibud til ad leigja thar til veru minni i berlin lykur.

thad er gott.


rika II

thad rignir. 

eg er buinn ad taka sightseen og er a leidinni ad fa mer ad borda.

her er vel hugsad um mig og hotelid... nokkud gott. risastort herbergi, med svolum og utsyni yfir borgina. en eg maeli gaedi hotela i morgunmatnum sem bodid er upp a og satt ad segja skorar maritim park hotel ekki hatt thar. thannig ad... hlynur brodir minn veit hvad eg meina. 

eg las i bladi a hotelinu, nk grape wine bladi herlendra, ad lettar segdu fatt. thar var madur manadur til ad standa i vegi fyrir theim og athuga hversu langur timi lidi thar til their opnudu munninn og baedu mann ad faera sig. their lofudu ad stundin su yrdi ansi drjug.

eg spurdi leidsogukonuna mina hvort mikid vaeri um ferdamenn her. ju, her er vist allt krokkt a sumrin. svo ranghvolfdi hun i ser augunum og sagdi: "the bloody british sextourists". dirty weekend er ekki bara soluvara heima a islandi.

hatidin verdur sett formlega i kvold, med frumsyningu a BORN. thaer eru vist badar her, myndirnar okkar.

massastudkvedjur fra rika i LETTLANDI. (sorry sveinn. so so sorry)

ríka

riga nacht

myndir frá borginni lofa gódu.

ég var um tíma ekki viss hvort hún vaeri í lettlandi eda litháen (vona bara ad sveinn gudmars og allir hinir ofurgáfudu vinir mínir horfi framhjá thessari faerslu og/eda fyrirgefi stráknum slíka athlaegis heimsku).

thangad flýg ég í kvöld. sú ágaeta mynd FORELDRAR verdur sýnd tvisvar á hátídinni.

ég verd vesturporti, landi og thjód til sóma.

ég lofa.


umslag

envelopeég er búinn ad kaupa mér dv kameru... og í gaer kom hún ad gódum notum, thegar ég ásamt hinum dásamlegu paron og liz hjóladi berlín thvera og endilanga í leit ad umslögum. já. umslögum. thannig er ad vid höfum rekid augun aftur og aftur í soldid sérstakt graffiti merki, á líklegustu og ólíklegustu stödum. mynd af umslagi, med punkti í midjunni. paron og liz, verandi jafn aktífir og síthenkjandi listamenn og thau eru, langadi ad gera eitthvad tengt thessum umslögum. thau keyptu slatta af venjulegum umslögum, litla punktalaga límmida til ad setja á umslögin, litla mida til ad skrifa á og setja inn í umslögin, og teip til ad teipa hin raunverulegu umslög hjá theim teiknudu. svo var haldid af stad. og ég med kameruna á lofti. dokkjúmenteradi thennan skemmtilega gjörning.

hvad á midunum stód verdur ekki upplýst hér. en ef thid eigid leid um berlín og sjáid á vegg teiknad umslag og hjá thví hangandi venjulegt umslag mana ég ykkur til ad tékka á innihaldinu.

annars er allt gott. sólin skín. paron og liz fljúga aftur heim til london í kvöld, sem er ekki gaman thví thau eru einstaklega frábaer félagsskapur. ég flýg til riga annad kvöld og verd í hlutverki virdulegrar kvikmyndastjörnu í nokkra daga. tharf eiginlega ad fara í klippingu, vera soldid settlegur.

thetta líf. thetta líf.


skortur á dramatík

ballhaus 2nú fer ef til vill einhver að ókyrrast yfir allri þeirri gleði og þeirri ánægju sem dvöl mín hér úti hefur í för með sér. það er óneitanlega frekar lítið um dramatík, hvar er vesenið og vandræðin? þetta fer að verða frekar einhæf lesning. 

enn er nægur tími til stefnu, en ég verð hins vegar að hryggja þá sem þannig hugsa með því að helgin sem leið var alveg stórgóð.

fyrst ber að nefna leikhúsferð mína á laugardagskvöldið. sýningin ber heitið endstation amerika, og svo vill til að hún er á leiðinni upp á klaka sem gestasýning. ég mæli hiklaust með henni! mér fannst alveg ofboðslega gaman. um er að ræða meðferð kastorfs á sporvagninum girnd eftir tennessee williams (já, ég er voða mikið með annann fótinn í suðurríkjum bandaríkjanna sbr: með köldu blóði, kötturinn á blikkþakinu og svo þetta) en eins og kastorfs er von og vísa fer hann ekki hefðbundnar leiðir og tekur sér óhikað skáldaleyfi og það í talsvert miklum mæli. sýningin er ekki ný, frumsýnd fyrir alla vega 10 árum. hún var mjög innspírerandi og flott.

eftir leiksýningu fór ég svo á ball. jebb. ball. alvöru ball. staðurinn heitir clarchens ballhaus og stendur við auguststrasse. stór salur, skreytingar og annað eins og á samkvæmisdanskeppni í kringum 1950. risadiskókúla í loftinu. og hljómsveit á sviðinu, með alveg ótrúlega sérstakt lagaval sem spannaði rokkabillísenuna og alveg upp í michael jackson. og prince. og gestirnir spönnuðu ansi breitt aldursskeið. þarna var fólk frá tvítugu og vel upp í áttrætt. og allir dönsuðu. og ég dansaði eins og óður maður. hemmi gunn hafði sannarlega rétt fyrir sér. ég vitna í hann: "dansa, hvað er betr'en að dansa?"

í gær var yndislegt veður og honum eyddi ég með ensku vinum mínum, við gengum meðfram kanalnum og skoðuðum hverfi sem sólveig og þorleifur arnars bentu mér á.

jamm jamm. þannig er það nú.

ég flyt í dag. aftur. svo flýg ég til riga á fimmtudag og verð viðstaddur kvikmyndahátíð þar næstu helgi. þegar ég kem aftur "heim" fæ ég vonandi herbergið sem ég hyggst leigja það sem eftir er af veru minni hér.

annað var það nú ekki í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband