4.11.2007 | 21:17
fróðleikur og fótbolti
ég er búinn að eiga skrautlega og skemmtilega helgi. ég er margs vísari. til dæmis veit ég að í hollandi eru starfrækt 1400 umönnunarheimili fyrir gamalt fólk. ég veit að anna hebbúkka þýðir "mér þykir vænt um þig" á arabísku. ég veit að friedrichsein er frábært hverfi hér í berlín. og síðast en ekki síst, og hér er ekki lygasaga á ferðinni gott fólk... síðast en ekki síst veit ég að það er til eitthvað sem heitir chessbox, skákhnefaleikar, þar sem keppendur tefla í skák... og boxa. hversu far át er það??
ég horfði á arsenal vs. manjú, með herra helga björnssyni og ögmundi, sem er nýjasti meðlimur í víkingsvinafélaginu. frábær náungi. og frábær leikur bæ ðe vei. ég horfði á frumsýningu á verki eftir lars noreen í leikstjórn þorleifs arnarssonar, með systur hans sólveigu í einu af aðalhlutverkum. það var skemmtilegt. ég borðaði í fyrsta sinni currywurst (ohne darm mit pommes und mayo) og það bragðaðist jafn vel og það er óhollt. namminamm bara.
það er ekki laust við að ég sé ögn eftir mig nú, á þessu fallega sunnudagskvöldi.
eftir mig, en afar sáttur.
nýr kafli á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2007 | 11:15
jógúrt
og þá að einhverju sem máli skiptir. þetta er besta jógúrt sem ég hef smakkað. já, hún er betri en íslensk jógurt. og hún er tyrknesk. fæst eingöngu í tyrkneskum kjörbúðum. afskaplega góð á bragðið.
ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum af þeim sem hafa ekki í sér nennu að bera fram allt nafnið mitt. víxill er eitt dæmi. víkí. kingur. kingsi. frænka mín tók upp á því fyrir mörgum árum að kalla mig vígur. því kalli svara ég ekki nema af hennar munni. hún er með einkarétt.
vígur rímar við rígur. ég er miklu betri í hálsinum.
kafli 4 er kominn inn. og næsti þar á eftir, sá 5. það er að segja, kemur í síðasta lagi á mánudag.
góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 11:41
rígur
þessi hálsrígur er ekkert djók. ég svaf lítið í nótt. amelía er búin að láta mig fá númer hjá einhverjum sem getur kippt þessu í lag. sjitt ég get ekki verið svona til lengdar.
alveg er pistill dr. gunna aftan á fréttablaðinu í dag algerlega brilljant. enn meira brilljant er að fletta um eina síðu og sjá heljarinnar frétt um það að david byrne heillist af íslenskri tónlist.
við erum svo dásamleg þjóð.
kafli 3, kominn inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2007 | 11:07
svo einfalt
ég fór aftur á bókabíó í gærkveldi. fékk betra sæti en síðast að ég hélt. sófi á fremsta bekk. en þetta bíó er ansi vinsælt, og sæti þétt stöfluð og fremsti bekkur ber sannarlega nafn með rentu. ég er með massífan hálsríg. horfði á blood simple, fyrstu mynd cohen bræðra ef mig misminnir ekki. ef ekki er rétt með farið, sér kjalfræðingurinn og góðvinur minn örn úlfar um að leiðrétta staðreyndir. ég hélt ég hefði ekki séð þessa meistarasmíð áður, en um leið og hún fór af stað áttaði ég mig á að það hafði ég gert, einhvern tíma fyrir löngu. hún var jafngóð núna og þá.
kafli 2 er kominn inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2007 | 11:29
ný framhaldssaga
ágætu lesendur. ég kynni til leiks nýja framhaldssögu. hún ber titilinn: SÍÐUSTU DAGAR EIRÍKS VIGNIS og hana má finna í link hér til hliðar. upphafskaflinn er kominn.
eva signý berger á heiðurinn af útliti síðunnar. ég þakka henni kærlega fyrir.
annars er allt mjög gott að frétta.
ég óska þeim sem lesa söguna mína góðrar skemmtunar.
læt þetta duga í bili.
tsjuus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.10.2007 | 09:52
soddan gor det til
ég átti dásamlega helgi í danmörku, hjá hullunni minni, hennar stórskemmtilega manni, eiríki og drengjunum þeirra. eiríkur hefur einmitt tvíburarödd helga vinar míns seljan. það tók mig dálitla stund að venjast þessu, líkindin eru alveg fáranleg.
þarna át ég þær bestu nautasteikur sem ég hefi smakkað, matreiddar af margnefndum eiríki (þetta fer að hljóma eins og ég sé bálskotinn í manninum!), rifjaði upp gamla góða daga okkar hullu, auk þess að ræða um lífið og tilveruna eins og hún blasir við okkur í dag.
laugardagskvöldið var sérdeilis skemmtilegt. eftir að hafa horft beint á íslenskt sjónvarp af netinu, tók við innrás á youtube þar sem við grófum upp margan gullmolann. ég gef ykkur hér örfá dæmi: exhibit 1, exhibit 2, exhibit 3, exhibit 4. kannski rétt að taka fram að síðasta dæmið er náttulega ALVÖRU gullmoli og á kannski ekki alveg heima með hinum. þeas að mínu mati. aðrir kunna etv að vera þessu ósammála, þótt það geti tæplega verið. ha? þetta sýnir þó hversu breitt svið við skönnuðum. þvílíkur var hamurinn.
núna er ég kominn aftur "heim". tók lest sem lenti í berlín seint í gærkveldi. við tekur nístandi alvarleikinn, laus við gleði, laus við ánægju, háalvarleg ritstörf, hin meitluðu meiningarfullu orð, tár, blóð...
(innsog).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 04:38
vinur
þetta er nýi vinur minn. hann er hlýr og góður og býður meira að segja upp á stillinguna "silent" þar sem hann puðrar heitu lofti inn í kalda íbúðina mína án þess að vera með neitt múður.
klukkan er fáranlega lítið, hálfsjö og ég fer bráðum útúr húsi áleiðis að rútustöð hér í borg. ætla að taka eina slíka til flensborgar (sem er náttulega einstaklega fallegt nafn á borg) þar sem hulla vinkona mín og fjölskylda ætlar að pikka mig upp. ætla að eyða helginni með þeim á heimili þeirra nálægt billund í danmörku.
maður er soddan flakkari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 09:02
kuldi
hver sá sem heimsækir berlín, nú eða heldur sig heima en hefur samt sem áður áhuga á sögu hennar, er hollt að lesa bókina stasiland eftir önnu funder. það er með ólíkindum hvað fram fór austan megin múrsins á sínum tíma. ok, ég hef heyrt og lesið um skoðanir margra austur-þjóðverja á ástandinu eftir fall múrsins. það sem við tók hefur ekki verið neinn dans á rósum. það breytir því þó ekki að austur-þýskaland var fáranlegt lögregluríki, ómannlegt og viðbjóðslegt. nú er múrinn fallinn og það er með þetta eins og margt annað. sumum finnst best að gleyma.
annars er það af mér að frétta að mér er kalt. ég ætla út í búð á eftir og kaupa rafmagnsofn í íbúðina. það er nákvæmlega ekkert rómantískt við það að sitja með nefrennsli og skjálfandi á beinunum við skriftir. ég er 21. aldar skáld, for kræing át lád.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 09:03
svín og svartir kettir
gærkveldið var merkilegt fyrir margra hluta sakir. byrjum á leikhúsferð. þann 18. ágúst 2001 lék ég mitt fyrsta hlutverk sem atvinnuleikari í upphafssýningu vesturportshópsins í litla húsnæðinu okkar á vesturgötu. þar byrjaði þetta allt. þetta var diskópakk eftir enda walsh. ég og nanna kristín magnúsdóttir undir leikstjórn egils heiðars antons pálssonar. mjög flott sýning ef ég man rétt. í gær fór ég í volksbuhne til að sjá ítalskt diskópakk. ekki mjög flott sýning. að mínu mati, ég endurtek, að mínu mati alveg hroðaleg. endirinn var þó skemmtilega írónískur. þegar leikararnir voru að halda inn í lokaatriðið fór brunavarnarkerfið í gang af öllum reyknum sem notaður var sem effekt. ekki nóg með það, heldur var kerfið svo ákveðið í að eldur væri kominn upp í húsinu að það fór að rigna vatni yfir sviðið. og eins ákveðin og leikararnir voru í að klára sýninguna, urðu þau að hætta í miðjum klíðum, gegnblaut og rennandi til á sviðinu. skyndilega tók svínn (karakter í verkinu) af sér svínsgrímuna og sagði: "sorrýe... víe heeve túe stoppe". og þá var klappað. ég vil ekki vera of nastí. ég fann í alvöru til með þeim. það er ömurlegt sem leikari að lenda í öðru eins og fá ekki að klára dæmið. ég verð þó að játa að þessi óvænta uppákoma bjargaði sýningunni og gerði ferðina í leikhús áhugaverðari en ella.
þá fór ég á tónleika. ekki að spyrja að flottum tónleikarýmum í berlín. þessi var í litlu rjóðri nálægt ostbanhof, því miður man ég ekki nafnið. staðurinn lét afar lítið yfir sér við innganginn en þegar inn var komið... váááááh. sagði ég við sjálfan mig. mjöööög kúl. þar fóru fram svokallaðir nuefolk tónleikar. dagskráin bauð upp á hljómsveitir sem ég hef aldrei heyrt né séð. fyrst á sviðið var belgísk sveit sem hét, og björn hlynur, you're gonna love this one: lick an anus of a black cat! soldið skemmtilegt bara. lögin tiltölulega lík hverju öðru, en það var páver í þessu. þar á eftir steig á svið bandarískur dúett sem ég man ekki hvað heitir, strákur og stelpa. þetta par tók experímental músík á annað level en ég á að venjast. ég meina... curver hljómar nú bara eins og hörður torfa í samanburðinum. má ég þá frekar biðja um curver takk. þegar "lag" tvö var komið áleiðis ákvað ég að taka hatt minn og staf og halda heim á leið.
að lokum, til að sýna að ég er ekki hafinn yfir aðra, og til að benda á að öll eigum við listamennirnir okkar misgóðu daga, birti ég hér eitt ljóð sem ég samdi stuttu eftir að ég kom hingað til berlínar.
Hér eru margir hundar,
hér eru engar dúfur.
Hér er fólkið fallegt,
hér eru engar dúfur.
Hér er gott að vera,
hér eru engar dúfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2007 | 09:25
veður
það blæs víst á ykkur þarna uppfrá. en eins og sjá má á hitatölum er lítið hlýrra hér hjá mér. ég er þó laus við stormviðvaranir. sólin skín, en kallar þó ekkert á að maður fækki fötum, nema síður sé.
takk maría heba mín fyrir kommentið. mér þykir afar vænt um þegar fólk heilsar upp á mig, hvort sem ég þekki viðkomandi eða ekki.
ég er að skrifa um grátandi börn. og þess utan styttist óðum í næstu netútgáfu mína.
í kvöld fer ég í leikhús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)