14.11.2007 | 11:08
nakinn maður
hah. aftur. ég ætla að afhjúpa mig og segja það sem ég ætlaði að segja í gær. myndin af kallinum, þetta tengist nefinu á honum. það er langt. vísun í gosa sko. af því að ég sagði ósatt. soldið langsótt. samt ekki.
muniði þegar ég talaði í upphafi vikunnar um að ég væri ALLS EKKI veikur, hefði einungis náð mér í smá "kvefskít"? sjitt hvað ég var að ljúga þar. ég greip einhvern viðbjóð á sunnudaginn og nú segi ég satt: ég er búinn að vera þokkalega vankaður síðustu daga. eiginlega alveg vonlaus. við erum að tala um "man cold" á hæsta stigi!
en... nú er ég allur að verða betri. svo ég var ekkert að ljúga því að þetta færi nokkuð fljótt.
og af hverju sagði ég ósatt? jú af því að mér finnst tiltölulega stutt síðan ég kvartaði hér hástöfum yfir að vera lasinn, og björn hlynur, sem alltaf er veikur, notar hvert tækifæri til að klína því sama upp á mig, og gott ef hann hefur ekki rétt fyrir sér og hulla fer að saka mig um að vera ekki sannur íslenskur karlmaður og gott ef hún hefur ekki bara líka rétt fyrir sér og hlynur bróðir færi líka eitthvað að rífa kjaft og...
frábært. núna líður mér eins og ég standi allsber fyrir framan ykkur.
verð bara að passa að forskalast ekki. ekki á þetta bætandi.
kafli 11 er kominn inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 14:13
?
hah. þetta er skemmtilegt. þetta er óneitanlega dálítið sérstök færsla. þannig er að ég var búinn að ákveða hvað ég ætlaði að segja og fann þessa fínu mynd til að láta fylgja með. nú er ég hins vegar hættur við að segja það sem ég ætlaði að segja. leyfi í staðinn myndinni að standa, og svo getur bara hver og einn spáð og spöggulerað, já eða bara búið eitthvað til. ekki verra ef það er krassandi.
kafli 10 er kominn inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 15:54
komið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 10:38
nokkrir mikilvægir punktar
ég vona að þeir sem þekkja mig geti verið sammála um að ég kann því ekki vel að standa ekki við orð mín. ég sagðist færa inn nýja kafla um eirík í gær, og ennþá er ekkert komið. ég biðst afsökunar á þessu. þetta gerist í dag, um nákvæmari tímasetningu veit ég ekki.
þeir veittu edduna í gær og ég og mitt fólk unnum og unnum. gaman að fá verðlaun. ég þakka öllum sem sent hafa hamingjuóskir.
mig langar að benda á nýjan link hér til hliðar sem vísar á bloggsíðu pauls, nágranna míns, sem bankaði upp á hjá mér í gærkveldi og aðstoðaði mig við að kveikja upp í kolaofninum hér í stofunni (þ.e. hann kveikti upp og ég veitti honum móralskan stuðning). síðan hans er nokkuð áhugaverð.
það snjóaði hér um helgina. risaflygsur svifu að ofan en náðu þó ekki að festa sig í sessi á jörðu niðri.
ég er með kvefskít. ég er EKKI veikur. NEI alls ekki. þetta er bara svona... skítur sem fer fljótt og örugglega er ég viss um.
hlynur bróðir er að koma eftir 3 daga. mér líður rétt eins og unnusta mín sé væntanleg, svo spenntur er ég. hlynur er búinn að fylgja mér einna lengst af öllum mínum vinum, hann hefur umborið margar mínar vitleysur og ég hans og við höfum ósjaldan hlegið dátt saman, æði oft að hlutum sem engum öðrum finnst fyndið.
nú ætla ég að athuga hvort ég hafi lært eitthvað af paul í gær, það dó í ofninum í nótt og nú skal eldur kveiktur að nýju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2007 | 13:09
ég keypti súkkulaði áðan sem var gamalt og ég henti því
næsti/u kafli/ar um síðustu daga eiríks vignis birtast ekki fyrr en á sunnudag.
góðu fréttirnar eru þær að hlynur bróðir minn og félagi kemur í heimsókn til mín í næstu viku.
flott tenging?
veitða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2007 | 09:30
það þarf að þrífa sýningarvélarnar
ég fór á magnaðan konsert í gærkveldi ásamt nágrönnum mínum í íbúðinni fyrir neðan. paul er frá bandaríkjunum og unnustu hans nadine frá þýskalandi. það voru einmitt þau sem voru að spila beirút á háum styrk um daginn (sjá færslu 18.10). prýðilegt par.
tónleikarnir voru haldnir í west-germany, skemmtilegum klúbbi sem er í göngufæri frá húsinu mínu.
hljómsveitin heitir dirty projectors, og ég hef aldrei heyrt annað eins. þetta er einhvers konar sambræðsla af hráu pönk-rokki, afrískri þjóðlagatónlist ala graceland paul simon, jassi, inntsss inntsss danstónlist... æðislegur hljóðfæraleikur og söngurinn eins og af himnum ofan.
ég veit. ég er að reyna að lýsa einhverju í orðum sem ekki verður lýst í orðum og það er soldið sillí. mig langaði bara að segja frá þessu.
næsti kafli í SÍÐUSTU DAGAR EIRÍKS VIGNIS er ekki kominn. hann er í vinnslu og verður birtur í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 12:31
dampur haldinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 17:06
helgi og stóra húsið
ég er nokkuð seinna á ferðinni en venjulega en það stafar af því að ég átti fyrr í dag fund með helga björnssyni. hann sýndi mér leikhúsið sem hann rekur, admiral palast, og það væri synd að kalla það smásmíði. einn salur tekur 1750 manns í sæti, annar 450 manns og sá þriðji rúmlega 200 manns. á jarðhæðinni er svo stór veitingastaður. þar fyrir utan er í smíðum (undir húsinu) risastór klúbbur + bar sem ekki tengist klúbbnum og er séreining og opinn allann daginn. einnig er í bígerð risastórt baðhús á einni hæðinni.
þetta er hjúmongös dæmi.
fyrir miðri mynd hér að ofan má sjá stúku foringjans. þarna sat hitler og horfði á leikhús.
6. kafli er inni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)