21.11.2006 | 23:56
ekki ráð nema í tíma
ef einhver er farinn að hugsa: hvað í ósköpunum á ég að gefa víkingi í jólagjöf? vil ég strax afþakka einstaka hluti sem ég geri ekki ráð fyrir að nota mikið í framtíðinni. efst þar á lista er nýútkominn diskur með þórunni lárusdóttur og friðriki karlssyni sem auglýst er sem "afar sérstök en aðgengileg plata" og er nýkomin út. ég hef heyrt nokkur hljóðdæmi af umræddum diski og eins frábærir tónlistarmenn og þessi tvö kunna að vera þá er hinn "sérstaki" enya soundalike stíll þeirra ekki alveg að kveikja í mér. eiginlega alveg þvert á móti, svo ekki sé meira sagt.
reyndar sýnist mér íslensk plötujól 2006 stefna í að vera í líkingu við þau síðustu, mestmegnis coverlaga diskar með hinum ýmsu flytjendum. thank you mr. simon cowell. held ég segi pass á allt svoleiðis.
þó er óþarfi að örvænta. enn rúmur mánuður til stefnu og ekki útilokað að finna eitthvað sniðugt og skemmtilegt handa vandfýsna vandræðagripnum mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2006 | 09:32
skúbb
ferlega gaman að eyða tíma og fyrirhöfn í að blogga eitthvað áhugavert (sjá færslu hér að neðan) og svo er það bara í fréttablaðinu morguninn eftir, sem ég býst fastlega við að fólk lesi áður en það álpast hingað inn til mín. þetta dregur þokkalega úr skemmtana- og fréttagildi síðunnar minnar.
eins og mér sé ekki sama.
ég hef sosum ekki mikið nýtt að segja enda skammt liðið á annars fallegan dag. jú hér er reyndar eitt skúbb sem fréttablaðið hefur ekki haft fregnir af, ekki ennþá að minnsta kosti. ég hafði ansi góðar hægðir í morgun. þær voru í mýkri kantinum og kröfðust ekki mikils átaks, sem er alltaf mjög þakklátt.
vonandi verður dagurinn ykkar gleðilegur elskurnar mínar. sjálfur á ég góðan dag í vændum, enda vísindalega sannað að fínar hægðir í byrjun dags eru hollar bæði líkama og sál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2006 | 22:29
alltaf eitthvað verið að bralla
á morgun er fyrsti samlestur á nýjum söngleik sem ég og gísli vinur minn erum að skrifa. og í framhaldi af því hefjast æfingar af krafti. ég ætla líka að leika í verkinu. kominn tími til að stíga aðeins á stokk. raggi bjarna og kristbjörg kjeld eru í aðalhlutverkum og að megninu til verður kastið rígfullorðið og maður alveg svoleiðis umkringdur helstu kanónum íslenskrar leiklistar. þarna verður músík og þarna verður dans og þarna verður makík og þarna verður mikil ást, allt saman skrúfað alveg upp í 11. frumsýning verður vonandi í lok janúar, byrjun febrúar.
ég þarf þó ekki að bíða svo lengi eftir að komast á svið því nk föstudag (24 nóv) flýg ég til Þýskalands þar sem Vesturport sýnir Woyzeck í litlum bæ sem heitir Ludwigshaven. Þaðan liggur leiðin til Stavangurs í Noregi þar sem við sýnum Rómeó og Júlíu eina ferðina enn. Júlían okkar er orðin verulega ólétt og því ekki í ástandi fyrir átökin en kona kemur í stað konu og við erum svo heppin að fá ágústu evu til að taka slaginn með okkur. hún á eftir að rúllessu upp stelpan. hópurinn kemur svo heim 4. desember.
ætli snjórinn verði ekki farinn þá? var nebblega að spá í að fresta vetrardekkjakaupum alla vega framyfir heimkomu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2006 | 22:46
og sigurvegarinn er...
ég var að koma heim af edduverðlauna afhendingunni. ég er að reyna að ýta því frá mér af því að mér finnst það bjánalegt, þótt það sé kannski ósköp mannlegt, en ég er dálítið svekktur með hvernig þetta fór. ég óska aðstandendum mýrinnar til hamingju með sitt. en um leið verð ég að segja að mér fannst úrslitin ákaflega dæmigerð og soldið þreytt. svolítill spaugstofufílingur í gangi.
til dæmis hefði ég svo gjarnan viljað að ragnar minn bragason hefði hlotið verðlaun fyrir leikstjórn. með myndunum sínum tveimur fór hann ótroðnar slóðir og prófaði aðferðir sem enginn íslenskur leikstjóri hefur prófað áður, og það með þeim árangri sem raun ber vitni.
en svo er ég nú náttla ekki hlutlaus.
hvað um það, FORELDRAR verður frumsýnd 19. janúar. þeir sem séð hafa lokaútgáfu (ég er ekki búinn að sjá) segja að hún sé frábær. það er gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2006 | 16:11
veisla. vetur. edda.
hommabrúðkaupið í gærkveldi var hvorki meira né minna en algjörlega frábært! hófst á dásamlegri athöfn sem vætti hvarma vel flestra veislugesta og svo hófst taumlaus gleði og stuð. veislustjórarnir fóru á kostum. ofsalega mikið talað um það auðvitað. af fjölmörgum skemmtiatriðum (ótrúlegt en satt: það var ekkert leiðinlegt atriði í boði, ekki einu sinni 1 leiðinleg ræða) verð ég að segja að upp úr stendur undirspilslaus flutningur darra míns á tom waits. stóri strákurinn var ólýsanlega flottur.
á meðan á veislunni stóð kom vetur. með látum. hardkor.
í kvöld er eddan. börn er með flestar tilnefningar, 8 stykki. ég er satt að segja ekki að nenna á athöfnina, mér finnst hún svo leiðinleg. það er hins vegar ekki í boði að skrópa. samframleiðendur mínir á myndinni leggja ríka áherslu að hópurinn mæti allur og standi með sínu stöffi. þannig að... maður þarf að fara að tjasla sér saman og koma sér í gallann aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2006 | 12:09
fyndinn strákur
ég held ég hafi komist að misskilningi, ég hef verið að misskilja sjálfan mig mjög lengi. sú staðfasta trú mín að ég sé hinn alvarlegi listamaður er bara bull. ég er fyndni listamaðurinn miklu frekar. og meira að segja bara mjög fyndinn sem slíkur.
það var ofsalega mikill léttir að komast að þessu. þungu fargi af mér létt.
í kvöld er ég veislustjóri í gumkaupi, sem er fínna orð yfir hommabrúðkaup. ég ætti að komast klakklaust frá því. það þykir einmitt kostur í veislustjóra að hann sé fyndinn.
svo fær maður sér bara í glas og tékkar á tjellingunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2006 | 09:49
damien rice
ég bara verð að tileinka færslu dagsins herra damien rice. í gær fékk ég loks í hendurnar nýútkominn disk hans sem ber nafnið 9.
fyrri diskurinn hans, 0, hitti mig í hjartastað og ég varð ekki samur á eftir. það eru liðin 4 ár frá útkomu hans. ég skammast mín dálítið fyrir að þurfa að viðurkenna að ég treysti því ekki fullkomlega að nýi diskurinn næði að standast þær væntingar sem ég gerði til hans. of oft hefur þetta gerst, debutið hittir en diskur 2 nær bara ekki sama flugi.
en maður á að treysta damien rice, því hann er enginn venjulegur listamaður. nýi diskurinn er annað meistarastykki sem grípur mann þéttingsfast og dregur mann af stað í ferðalag sem maður vill helst ekki að taki enda. það er nokkuð ljóst hvað ég á eftir að hafa í eyrunum næstu misseri.
damien rice! þakka þér kærlega fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2006 | 23:15
bilað geim á bifröst
Bloggar | Breytt 16.11.2006 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2006 | 23:57
rassgotinn sjálfur
fyndið hvernig ólíklegustu orð taka sér bólfestu í hversdagslegu tali. skjátlast mér, eða var það ekki svo, fyrir ekki löngu síðan að orðið "anal" þótti frekar dónalegt, og langt frá því eitthvað sem fólk brúkaði bara sísona, í spjalli um daginn og veginn? en nú ber sumsé svo við að allir í kringum mig eru sífellt að tala um hvernig allt og allir eru geðveikt mikið "anal"!
sjálfur er ég mjög áhrifagjarn og geri allt til að falla inn í hópinn. ef ég þekki mig rétt er stutt í að ég fari að nota anal í anal öðru anal hverju anal orði. enn sem komið er bregður mér þó alltaf örlítið, roðna og verð vandræðalegur þegar anal ber á góma.
ástæðan er líklega sú að ég er það sem margir myndu kjósa að kalla geðveikt anal gaur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2006 | 12:59
bless valgerður
ég stóð inni í eldhúsi, borðaði harðfisk og hlustaði á fréttir. þá kom upptaka frá blaðamannafundi háttvirts utanríkisráðherra eftir fund hennar með sendiherra ísraels. og mig langaði mest til að öskra. eitthvert ólýsanlegt præmal öskur ættað alveg neðan úr iðrunum.
ég náði að hemja mig. öskraði ekki. af því að maður öskrar ekki eins og geðsjúklingur yfir svona löguðu. eða hvað???
valgerður sagði, hálfstamandi og augljóslega alls ekki viss um hvað gæti talist pólitískt rétt í stöðunni:
"mér finnst... mjög erfitt að ræða um nýlega atburði sem tæknileg mistök... og ég sagði henni það (sendiherranum). samt sem áður þá... getur maður ekki útilokað að svo hafi verið. það er náttulega mikið um svona tækni... í slíkum aðgerðum... og hugsanlega getur verið að þetta sé rétt útskýring..."
vá hvað hún hefur tekið sendiherrann á sálfræðinni. sú hefur aldeilis sent skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum. svona rétt áður en hún benti henni á leiðina að bakdyrunum svo sendiherrann gæti læðst þar út til að þurfa ekki að takast á við fólk sem er reitt yfir viðbjóðslegum og óafsakanlegum glæpum ísraelsmanna.
skilur háttvirtur utanríkisráðherra ekki að þetta snýst ekki um hvort útskýringarnar (sem verða að teljast vafasamar) eru réttmætar eða ekki? þetta snýst um gjörninginn, og ekki bara þennan gjörning heldur óteljandi aftökur á saklausu fólki undanfarin misseri!
ég segi það enn og aftur: valgerður! þú ert án efa fín manneskja en þú átt ekki að vera í þessu djobbi. farðu að snyrta fólk, hvað sem er annað, svo lengi sem þú ferð að nýta krafta þína einhvers staðar þar sem þeir koma að meira gagni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)