merkilega ómerkilega

mér þykir svolítið vænt um þessa síðu mína, sem nú hefur fylgt mér, með nýlegri breytingu í næstum ár. þegar ég byrjaði að blogga skrifaði ég um allt og ekki neitt en upp á síðkastið finnst mér síðan hafa þróast meir og meir í vettvang fyrir efni sem mér finnst merkilegt að setja inn og ég stend sjálfan mig oftar að því að hugsa: nei, ég er ekkert að skrifa, ég hef ekkert að segja! það er ekki gott. ómerkilegu hlutirnir eru nefnilega oftar en ekki miklu skemmtilegri en þeir merkilegu. 

ég er lasinn. helgin fór í ansi heiftarlegan slappleika og slen og svo skemmtilegt að þetta var einmitt pabbahelgi. þetta fór þó betur en á horfðist enda er ég hér í hafnarfirði umkringdur fjölskyldunni minni, móður og systkinum og allir hjálpast að. og fyrst ég er lagður af stað með þetta langar mig að segja að ég er ævinlega þakklátur fyrir fjölskylduna mína. það er ekki sjálfgefið að eiga í sama fólkinu fjölskyldu og jafngóða vini og raun ber vitni.

já, og svo er fólkið sem ég leigi hjá, par með 10 mánaða grísling, að skilja. húsið verður sett á sölu og ég þarf að fara að hugsa mér til hreyfings. verst maður getur ekki bara keypt húsið en ásett verð er 55 milljónir! af hverju gat ekki bréfið frá afríska vini mínum verið alvöru? eða ég bara að vinna betur borgaða vinnu en ekki þetta bévítans listarugl?


frumsýning

plakat_b2
hér er það sem ég hef verið að búa til síðustu misseri, ásamt frábæru fólki, stúdentaleikhúshópnum og vini mínum birni hlyn.
 
skemmtilegu og gefandi vinnuferli lýkur í kvöld með frumsýningu í austurbæ - ekki á stóra sviðinu þó, heldur í svarta boxinu sem tekið var til notkunar í haust.
 
eins og alltaf þegar verkefni sem ég tek þátt í eru annars vegar, hvet ég náttulega alla sem þetta lesa til að koma og sjá.
 
allar nánari upplýsingar má finna hér.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

besta ráðið gegn fordómum?

rithöfundur nokkur sem ku vera með pistla á ruv reglulega er aldeilis með rétta meðalið gegn fordómum á tæru. nefnilega bara að berja þetta lið sem er með fordóma. hann nafngreinir meira að segja ákeðna einstaklinga sem helst eiga það skilið að fá fyrir ferðina og hótar öllu illu.

ég veit ekki. einhvern veginn vil ég, þrátt fyrir andstöðu mína gegn hvers kyns fordómum og þröngsýni, ekki skipa mér í flokk með skáldinu. ummæli hans fá mig frekar til að hugsa: eru hann og hans líkar í raun skömminni skárri?


loksins loksins er heppnin með mér

ég er svo glaður og hamingjusamur að ég er að springa!! það er augljóst að yfir mér svífa um þessar mundir heillavættir sem tekið hafa málin í sínar hendur. í þetta sinn er komið að mér að fá að njóta góðsemi þeirra. loksins!

ég fékk semsagt eftirfarandi bréf í dag:

Dear Sir,
I am contacting you from my office confidentially concerning the immediate transfer of an amount of money from here in Abidjan West Africa.This money in Question is USD 2.2 Million America Dollars and the fund is currently in the Bank Of Africa in a suspense account and I want you to help me to receive the money in your bank account so that I can come over to meet with you for the sharing of the fund as I have agreed to offer you 20% of the total fund while the  rest of 80% remains in your bank account until I will be there to meet with you.
Please send me your direct and confidential telephone number so that I can call and talk with you in details.
I am waiting urgently for your mail.
Thanks.
Engr Ibrahim Wahala
 
ég sendi herra wahala náttulega símanúmerið mitt um hæl og bíð þess nú í ofvæni að fá nánari upplýsingar um málið. ég hef mestar áhyggjur af því að ég nái ekki að festa svefn í kvöld fyrir vangaveltum um hvernig ég eigi að eyða öllum þessum peningum.

 

 


er ég rasisti?

ég heyrði í fréttum í gær einn af þingmönnum frjálslyndra segja að dagurinn sem frjálst flæði erlends vinnuafls inn í landið var leyft, væri "svartur dagur" í sögu íslensku þjóðarinnar. og þá rifjaðist upp þegar ég heyrði fyrst í vor um þetta frjálsa flæði. ég man að það setti að mér nokkurn ugg við þær fréttir.

nú er ég ekki sammála því sem frjálslyndir hafa látið út úr sér og sett í blaðagreinar um útlendinga. ég er ekki sammála því að ákvörðunin hafi verið aðför að íslenskri verkalýðsstétt, hvað þá að ég ætli að fara að saka fólk af erlendum uppruna um alla glæpi sem eiga sér stað á götum borgarinnar. þá finnst mér skrif jóns magnússonar í blaðinu í dag um fordóma og staðreyndir og hin "öfgafullu" trúarbrögð einmitt bera vott um það sem hann þvertekur fyrir í sömu grein að sé málið, nefnilega fordóma. hvað í ósköpunum er það þá sem ég óttast?

jú, viðtal í sama fréttatíma við konu sem vinnur hjá alþjóðahúsinu og sér um innflytjendamál og hagsmuni "nýbúa" staðfestir það sem ég fór að hugsa. þar kom fram að stjórnvöld hafa frá því þessi umdeildi dagur leit dagsins ljós ekki eytt krónu í innflytjendamál. það er búið að stofna mikið af nefndum, áreiðanlega um 10 stykki sagði konan, og þar fer fremst í flokki hin svokallaða innflytjendanefnd. flott nafn á nefnd, sem ekki hefur ekki fengið neitt fjármagn í starfsemi sína. um leið eru fjölmargir af þeim útlendingum sem hingað leita og vilja búa til lengri eða skemmri tíma algjörlega í lausu lofti og vita ekki rass um réttindi sín og skyldur. konan benti á að það er engum skylt, samkvæmt íslenskum lögum, að gera þessu fólki grein fyrir hver þessi réttindi og skyldur eru. á meðan snýst það óöruggt í hringi, veit ekkert hvert það á að leita með sín mál.

það er ekki búið að eyða krónu, segir hún. og þetta er alveg týpískt og þetta er það sem ég var ekki bara hræddur um heldur alveg viss um að myndi gerast. það er ekki nóg að fara bara hálfa leið, það þarf að klára dæmið! fjölmenningarsamfélag er fallegt orð og í þannig samfélagi er ég til í að búa. en það er lítið gaman að bjóða gesti velkomna ef híbýlin eru á hvolfi, allt á rúi og stúi, veitingarnar litlar sem engar og gestaherbergið óvart tæplega fokhelt.

mig kemur í hug orð sem ágætur maður í minni stétt sagði eitt sinn við mig. við unnum saman að sýningu og á opnunardaginn stuttu áður en gestir streymdu inn sagði ég sísona: "jæja, þá er ekki aftur snúið. þetta fer svo bara eins og það fer." svarið hans hefur fylgt mér síðan, en hann sagði, greinilega hugsandi um hvort verk okkar væri nógu gott: "jájá, þetta fer auðvitað eins og það fer. en það sem við gerum sem listamenn verður alltaf að vera brilljant!" 

þetta er eitthvað sem ráðamenn þjóðarinnar mættu oftar gera að sínu. 


mýrin

ég fór á mýrina í kvöld. mér fannst hún góð. tómasi syni mínum fannst hún stórkostleg. á heimleiðinni lét hann hvorki meira né minna en eftirfarandi orð falla: "það eru svona myndir sem gera mann stoltan af því að vera íslendingur!"

ég er að spá í að gera spennumynd sem gerist í garðinum heima hjá mér. þar má jú finna rottur, eins og tryggir lesendur mínir vita. minna er um fljótandi mannaskít, en í staðinn býð ég upp á dularfulla ketti, hænur og fiðrildi. já og pólska smiði sem vinna baki brotnu í húsinu hér fyrir neðan. þetta er blanda sem tæplega getur klikkað.

að lokum má geta þess að tómasi finnst myndin mín, börn, alveg góð en alls ekki stórkostleg. það sem honum finnst helst vera að myndinni er að hann lék þar lítið aukahlutverk en var klipptur úr henni.  

 

 


jól

þarf maður ekki að fara að kíkja í nýju IKEA? jólin byrja þar segja þeir. nú, eða í jólaland blómavals sem nú er endurbætt síðan í fyrra og hefur aldrei verið stærra og meira. heyrði ég í útvarpinu.

ég var í london fyrir mánuði síðan og þar sá maður auglýsingar um komandi jólavertíð. maður má víst bara teljast heppinn. nógu snemma finnst manni þetta fara af stað hér.

 


til kanada eftir tómas víkingsson


"Orðinn leiður á að leika vondu strákana"

ég er í baráttu minni við að verða betri maður að temja mér samgleði með öðru fólki. sú barátta gengur bara alveg ágætlega. þetta lærist eins og annað. ég er líka þeirrar skoðunar að starfsgrein mín, þ.e. listamennskan sé ekki keppnisgrein og að í henni gildi, reyndar eins og í öllu öðru og ekki bara í minni starfsgrein, að það að upphefja sig á kostnað annarra er leiðindar óþarfi.

nú er það svo að mér finnst margt mjög vont í listaheiminum, í myndlist, leikhúsi, kvikmyndum og tónlist. þannig virkar nú bara smekkurinn sem við öll höfum og blessunarlega ólíkan. ef ég hins vegar á eftir að slysast til að nota þennan smekk minn til að stækka mig og mín störf á kostnað kollega minna vona ég að einhver af mínu góða fólki pikki í öxlina á mér.

ég las í blaði í dag, í viðtali við mjög ágætan leikstjóra og listamann, leiðindarskot á myndina mína sem nú er í bíó. orðrétt segir hann, um velgengni verka sinna: "...ég held að fólk vilji tengja sig við efnið og það er alla vega mjög vænleg leið. Fólk vill líka sjá eitthvað krassandi, ekki bara eitthvað fólk í blokkaríbúð að tala saman.

undirstrikað er semsagt lýsing á minni mynd, sem fékk einmitt flestar tilnefningar til eddu verðlaunanna þetta árið.  

nú veit ég ekki hvað mér finnst um mynd þessa ágæta leikstjóra, en hún er einmitt líka í bíó um þessar mundir. ég hef ekki heyrt annað en gott og hlakka mjög mikið til að sjá hana. 


að halda í hefðirnar

við íslendingar erum svo dásamlega opin fyrir nýjungum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband