kominn heim

það tekur alltaf smá tíma að ná áttum eftir flakk eins og ég var að koma úr, en ég er bara ansi hress og klár í næsta slag. það var ánægjuleg tilbreyting að heyra ekki hið klassíska "fragile" með sting í flugvélinni eftir lendingu, lag sem ALLTAF er spilað í icelandair vélum við það tækifæri, og fá í staðinn jólalag. (spyrja má: af hverju fragile, sem í minni ensku þýðir brothætt/ur... er þetta til að minna mann á hve heppinn maður er að flugvélin komst alla leið? nei, ég segi svona...)

hér er allt orðið voða mikið jólajóla. útvarpsstöðvar spila lítið annað en jólalög, flestar svalir komnar með skreytingar, gyðingaljósin sem við köllum aðventuljós (og sáust reyndar hér og þar í noregi) í gluggum ásamt öðru skrauti. og þar sem maður er nýstiginn inn í þessa holskeflu er maður nokkuð frá því að verða hundleiður eins og sumir eru líklega orðnir nú þegar. ég er alveg til í smá jólastemmingu, nú þegar ekki er lengra í hátíðina miklu. læt hér fylgja með eina litla og sæta jólamynd. 

farið vel með ykkur. lífið er gott.  

stavanger 2 058


stafangur - lok

stavanger 2 048jæja. þá er sýningum lokið, sú síðasta var klukkan 13.00 í dag og eftir hana tókum við niður sviðið. nú er í gangi smá tjill, hver á sínu herbergi í afslöppun og svo ætlum við að hittast á eftir og fá okkur að borða. rútan pikkar okkur upp kl. 09.15 í fyrramálið og brunar með okkur á stafangurs flugvöll. millilending í osló og þaðan flogið heim.  

þetta er búið að vera ágætis ferðalag, ekki síst dvölin hér í noregi, staðurinn fallegur, viðtökur góðar, að maður tali ekki um hótelið sem er afar næs. 

það má segja að karaókí sé þema ferðarinnar. eins og ég hef áður sagt var talsvert sungið á karaókí staðnum í ludwigshafen. strax fyrsta kvöldið hófst leit að slíkum stað hér, við fundum einn en hann er aðeins opinn um helgar. þegar til stóð að syngja þar á föstudagskvöldið var búið að loka en í rúðunni var skilti þar sem auglýst var noregsmeistaramót í karaókí. ég held að einhverjir hafi hug á að freistast til að lauma sér inn í keppnina, sem verður í kvöld.  

í lestinni heim á hótel eftir sýningu tók hópurinn að syngja, bara svona að gamni sínu, af því við erum svo geðveikt flippuð. skömmu síðar pikkaði norðmaður sem sat nálægt okkur í nærstaddan og sýndi okkur tölvuna sína. þar var hann hvorki meira né minna en með karaókí forrit, skellti söng á play og svo var sungið. í ljós kom að náunginn er það sem hann kallaði kj (sbr. dj) og hefur að aðaldjobbi að leyfa mistónvissum norðmönnum að syngja uppáhaldslögin sín. 

stavanger 2 060 þetta er víst massabissness hjá honum. vinnur 2 kvöld í viku og hefur það bara kósí þess á milli. hann var auðvitað ofsalega sáttur við undirtektir hópsins. "yes. karaoke really is a great fun," sagði hann stoltur með upphækkandi norska tóninum í röddinni.

á myndinni má sjá ella syngja af innlifun en hann er einmitt hugsanlegur kandídat fyrir keppnina í kvöld. svo erum við náttulega með ágústu evu sem syngur fáranlega vel.  

gísli örn er líklega sá eini sem er hugsanlega löglegur keppandi þar sem hann státar af norskri kennitölu. ég veit samt ekki hvað ást hans á karaókísöng kemur honum langt. aldrei að vita. hann er kannski ekki sá lagvissasti í heimi. en maður sér sjaldan fólk syngja af jafnmikilli innlifun og gleði.

ísland á morgun. jólastúss og það allt. já og æfingar á söngleik. ég ætti kannski að taka lagið í kvöld, sem undirbúning á komandi vinnu. tjahh...


stafangur IV

stavanger 1 013 bstafangur er víst með efnaðri bæjarfélögum noregs. olíuborpallar liggja hér skammt frá landi og dæla milljörðunum upp úr jörðu. í bænum starfa svo sérfræðingarnir, sem mæla, efnagreina og flokka svarta gullið, allir á svimandi háum launum og hafa efni á því sem hér er í boði í vöru og þjónustu. hér er allt rosalega dýrt. einhverjir í hópnum halda því reyndar fram að verð hér séu engu hærri en heima. og kannski er það rétt.

annað á þessi bær sameiginlegt með reykjavík. næturlífið hér er soldið á svipuðu kalíberi. röltum um miðbæinn í nótt og þetta var nákvæmlega eins og laugarvegur á góðu djammkvöldi. fljúgandi flöskur og öskrandi skrílslæti. ef eitthvað er þá er meira áberandi hér kröftug unglingadrykkja. krakkarnir alveg hressir.

og kannski eiga stafangur og reykjavík bráðum annað sameiginlegt, nefnilega reykingarbann á veitingastöðum og krám. ég hélt þetta yrði erfitt, verandi reykingarmaður alveg í þann veginn að hætta. en það er öðru nær. þetta er fínt. böggar mann ekkert, maður reykir minna og angar miklu minna af lyktinni sem fylgir þessum óþarfa.

sýning 2 í kvöld. það var ekki við öðru að búast. norðmenn fíla þetta rétt eins og aðrar þjóðir.  


stavanger text number tre

æfing fram yfir miðnætti í gærkveldi. gekk svona lala en ég er ósköp rólegur yfir kvöldinu í kvöld. megnið af kastinu búið að sýna þessa sýningu ansi oft (enginn þó oftar en ég, gísli örn og árni pétur sem höfum verið í hverri einustu sýningu frá upphafi, ca 350 stykki) og er með hana í blóðinu. 

annars hafa allnokkrir innan hópsins haft annað í blóðinu síðustu daga, nefnilega alveg heiftarlega upp- og niðurgangspest. þannig lék óli fárveikur í woyzeck í þýskalandi, með fötuna tilbúna baksviðs ef á þyrfti að halda. læknar komu rétt fyrir sýningu og gáfu honum saltvatn í æð vegna vökvataps og eitthvert lyf sem hamlar gegn magaóværu. þetta slapp fyrir horn.

ég krossa bara fingur og vona að ég losni við þennan viðbjóð. annars þarf ég að fara að koma mér út í stafangursrigninguna að versla mér nærbuxur. vantar svoleiðis, en það er semsagt ekki af því að ég er búinn að skíta í allar hinar.

í kvöld hrekkur maskínan í gang og gefur í. ljós upp, minn inn á svið og fjörið byrjar, enn og aftur. 


stafangur II

þeir sem að þekkja mig best vita það mætavel, þeir sem að þekkja mig aðeins minna geta sér þess til: ég elska vel útilátin morgunverðarhlaðborð á hótelum. SAS Radison hótelið í stafangri býður upp á einn þann albesta morgunverð sem ég hef komist í tæri við hingað til. myndi segja súpertrúper ef það ætti við, en læt bara lat det swinge nægja í staðinn.

tæknirennsli klukkan 16, amö rennsli seinna í kvöld. ég þarf að finna eitthvert fynd fyrir norska áhorfendur. er ekki frá því að strákurinn verði soldið nastí. ég meina, þetta er norðmenn for kræing át lát.

lífið er + og -. læt einn lítinn mínus fylgja. augnlokin á mér, þau eru að skrælna upp. einhver bévítans þurrkur í þeim og mig svíður alveg slatta.  þarf að finna apótek og kippessu í liðinn.

annars bara ekki þverfótað fyrir plúsum. 


stafangur I

þá er maður mættur til stafangurs. og nýi áningarstaðurinn eins og hvítt ef sá gamli er svart. orðið talsvert skuggsýnt þegar við ókum í hlað, en ljóst að stafangur er mjög fallegur bær og fjölmargt að skoða. myndavélin jafn batteríslaus og áður og ég er að spá í að spreða í eitt stykki hleðslutæki, nú þegar loksins er eitthvað til að taka myndir af. 

fínt að yfirgefa luðvíkshöfn, en það er samt gott fyrir mann að koma í slíka bæi af því að... af því að... af því maður er þrátt fyrir allt að sjá eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. hljómar þetta ekki hæfilega jákvætt? hin fræga BASF verksmiðja (sbr. videospólurnar) hefur aðsetur í lúðvíkshöfn, og ku verksmiðjan ein og sér vera stærri en sjálfur bærinn. nú eru hins vegar uppi pælingar um að flytja alla starfsemina til tælands og um leið eru örlög staðarins óviss. þannig að... þið vitið,  kannski getur maður slegið um sig í samkvæmum í framtíðinni með setningu eins og: "já ludwigshafen, sorglegt hvernig fór fyrir henni. ég var nú þarna einu sinni." 

nema hvað að hér gistum við á SAS Radison hóteli og þeir eru svo vinsamlegir þar að hafa frítt þráðlaust net á herbergjunum. og allt sem er frítt, það er jú gott. ég leyfi mér því að kalla þessa færslu fyrsta hluta af stafangursævintýri, fullviss um að þær verði fleiri.


lúðvíkshöfn II

þetta er nýtt fyrir mér. held þetta sé í fyrsta sinn sem ég skrifa hér undir áhrifum áfengis. skoðun mín á lúðvígshöfn hefur lítið sem ekkert breyst, nema að við fundum tælenskan karókíbar, sem líka er restaurant og býður upp á þann albesta tælenska mat sem ég hef smakkað. og þar styttir hópurinn sér stundir. ég hef ekki sungið mikið ennþá prívat og persónulega, enda á ég við mína krónísku raddveiklu að stríða og túrinn langt frá því að vera  búinn. svo ég held kjafti og raula í mesta lagi lágt með lionel richie og öllum hinum meisturunum sem félagar mínir syngja hástöfum í kerfinu. 

held ég hafi tekið myndina sem lýsir bænum vel en myndavélin tók upp á að verða batteríslaus svo góð ráð eru dýr og stavanger ævintýri alveg eftir. myndin sýnir reyk úr strompi, en hér er mikil mengun og loftið alltaf soldið eins og verið sé að brenna hjólbarða á næsta götuhorni. þýskaland ekki allt svartiskógur, svo mikið er víst.

sýndum woyzeck í kvöld og allt ætlaði um koll að keyra og við hlupum í uppklapp óeðlilega oft. en þetta var gaman og gekk vel og þýskir alveg að fíla þetta.

ekkert meir í bili. vonandi stuð heima og ég að missa af geðveikt miklu.

heima er best.


lúðvíkshöfn

lúðvíkshöfn er sannkallað skítapleis. leitt en satt. hún er steypugrá og ljót og lítið sem ekkert að skoða eða gera sér til dundurs. rútubílstjórinn sem ók hópnum frá frankfurt þreyttist ekki á að vara okkur við, dvölin hér yrði ekki skemmtileg. hann var ekkert að ýkja. og þó. jújú, auðvitað er það undir  manni sjálfum komið hve skemmtileg hún verður. en það eru samt engar ýkjur að þetta er bæði ljótur og leiðinlegur bær. þannig er það nú bara. 

helsta stolt bæjarbúa er kringlan þeirra og hún er hjúmongus. þar er samt fátt sem kitlar budduna (kannski sem betur fer), meira að segja bókabúðirnar eru óspennandi því hér eru allar bækur á þýsku.

hey jú, ég er víst búinn að versla. haldiði ekki að hér sé h&m verslun. þær virðast fyrirfinnast alls staðar annars staðar en heima. og þar keypti ég smá.

við sýnum woyzeck annað kvöld (mánudag) og þriðjudagskvöld, og förum héðan á miðvikudag. fljúgum til osló og þaðan til stavanger. 

hér er hvergi netkaffi að finna en hægt er að kaupa aðgang að netinu á hótelinu. ég myndi skella inn mynd með þessari færslu en hingað til hefur myndefnið mestmegnis verið fólk að drekka bjór. ég er enn að reyna að ná myndinni sem lýsir þessum bæ og ofangreindu ástandi hvað best. þegar hún kemur birti ég hana hér.


áf vídesen

snemma í fyrramálið tek ég flugið enn og aftur. fer á staði sem ég hef aldrei augum litið og ef ekki væri fyrir þessa leikferð hefði mér líklega aldrei dottið í hug að fara þangað.

ludwigshafen og stavanger!

say what??

ég kem aftur 4. desember. án efa verða einhver netkaffi á vegi mínum og þá sendi ég línu og segi ykkur eitthvað skemmtilegt. og myndavélin er með í för og markmiðið er að taka helling af myndum. 

tómas kvaddi mig með þessum orðum: "bless pabbi. ég á eftir að sakna þín mjög mjög mikið meðan þú ert í burtu!" ok. sonur minn á það til að vera full mikið dramatískur. mér fannst þetta samt fallegt. það er alltaf gott að heyra orð sem þessi. 

europe! i'm coming!


hér er ég

eldhús 038

það er svo skemmtilegt hvernig maður ímyndar sér. ég geri það í það minnsta. þegar ég til dæmis tala við einhvern í síma sem er á stað sem ég þekki ekki, þá ímynda ég mér sjálfkrafa umhverfið í kringum viðkomandi. svo verður það enn meira skemmtilegt ef maður fær tækifæri til að sjá þennan stað og getur borið hann saman við það sem maður hafði hugsað sér. 

þetta á ekki síður við um fólk sem maður ræðir við í síma og hefur aldrei séð áður og veit ekki hvernig lítur út. hefur bara rödd og talsmáta að byggja á. oftar en ekki er viðkomandi allt öðruvísi en maður hélt, en einstaka sinnum ratar maður á eitthvað rétt.

hér er mynd af vinnusvæðinu mínu heima fyrir. við þetta borð sit ég einmitt núna og blogga. ég veit að mörg ykkar hafið ímyndað ykkur að jafn mikill andans maður og ég sæti við stórt og massíft eikarborð, hlaðið þykkum bókum og pappírsbunkum. en nei, á þessu litla borði sem ég á ekki einu sinni og er með til láns og stendur í litla eldhúsinu mínu gerast hlutirnir. já... eða gerast ekki, þar er vissulega dagamunur á.

eldhús 050 ég læt hér líka fylgja nærmynd af styttunni í gluggakistunni, "háðfuglinum" sem ég kýs að kalla og er búinn til af syni mínum.

þessi augu fá mig alltaf til að búast við að hann opni gogginn og fari að tala við mig, segja mér einhverja sögu. það hefur ekki gerst ennþá en samt sem áður veitir fuglinn mér heilmikinn innblástur.

sumum finnst ekkert gaman að ímynda sér og vilja vita hvernig hlutirnir eru í raun og veru. ætli þessi færsla sé ekki meira fyrir svoleiðis fólk heldur en þá ímyndunarglöðu.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband