24.12.2006 | 00:32
jólakveðja
kæru lesendur.
ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla um leið og ég vona að komandi ár verði ykkur gleðiríkt, gagnlegt, litskrúðugt og lærdómsríkt.
takk fyrir lesturinn á árinu sem nú er brátt á enda og megið þið koma sem oftast í heimsókn í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2006 | 09:12
hler
hvað sem um jón baldvin hannibalsson má segja, þá er ég sammála honum um eftirfarandi: hlerunarmálið margumrædda og "afgreiðsla" þess í kerfinu er svo mikið bull og lýsir svo vel hvers lags bananalýðveldi við lifum í, að aumingjahrollurinn flæðir upp fyrir alla bakka. stundum, í íslenskri þjóðfélagsumræðu, leyfir einstaka manneskja sér að spyrja sem svo: hvernig yrði tekið á álíka málum í öðrum löndum? þessum spurningum er oft svarað og staðreyndirnar dregnar fram, en eins og algilt er um slíka umræðu hér á landi nær hún ekki lengra en á tungu þeirra sem hafa orð á þessu. hún þykir banal og er þögguð niður sem jaml og japl.
ég er ekkert sérstaklega hliðhollur samsæriskenningum. mér finnst samt undarlegt hvernig jafn alvarlegt mál og hleranir á símum stjórnmálamanna er látin í léttu rúmi liggja. forsvarsmenn sjálfstæðisflokksins glotta út í annað og gera lítið úr henni, eins og þetta sé bara allt saman soldið fyndið. og auðvitað vita þeir sínu viti. hlerunarmálið er old news. almenningur alveg hættur að pæla í því. ekki fallið heldur kyrfilega grafið í gleymskunnar dá. dofi. dofi. dofi dofi dofi.
syngdu með mér guðbergur: dofidofidofidofidofidofidofidofidofidofidofidofi...
jón baldvin hannibalsson heldur því fram að það hafi verið hleraður hjá honum síminn. sýslumaðurinn á akranesi, af öllum mönnum, er settur í að "rannsaka" málið. hann hefur nú gefið út yfirlýsingu um að ekkert sé hæft í þessu. jón baldvin er staddur í riga og fær ekki að heyra um þetta fyrr en fréttamaður hringir í hann og spyr hann álits. og hann segir, og enn er ég sammála: "þetta kemur mér ekkert á óvart. þetta er sýndarmennska og niðurstaðan gat ekki orðið önnur."
púff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2006 | 10:04
blogg um veður
ætlaði að fara að bölsótast út í veðrið undanfarið, rokið og rigninguna þegar allt í einu kom þetta líka haglél og barði einfalda glerið í íbúðinni svo hressilega að mér varð um og ó. og fattaði að það er tómt mál að fara að tala um íslenskt veður. það er svo skiddsó að það er best að láta það í friði.
líka staðfesting á að maður er að blogga bara til að blogga þegar maður fer að skrifa um veðurfar. EN... ég er með smá pródökt í gangi, bloggpródökt sem ég ætlaði að starta núna í dag. ég kalla það "nágranninn", fór meira að segja út áðan til að taka myndir af húsi, en komst að því að það var of skuggsýnt og náði engum góðum myndum. en þetta verður heilmikið dæmi, gott ef ekki framhaldssaga. guðbergur skrifaði framhaldssögu á netinu og gaf hana svo út núna um jólin, er það ekki rétt hjá mér? og allir bara: "vá, ótrúlega frábært!! pissipiss í buxurnar af því þetta er svo mikil snilld." (bókmenntafræðingar átta sig á að hér er um guðbergska tilvísun að ræða.)
ég er náttulega enginn guðbergur. ég er víkingur. það er miklu betra.
ég mana ykkur í að fylgjast með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2006 | 17:38
snubbótt jólakveðja
ef þið fengjuð sent umslag með jólakorti inn um lúguna, en svo væri umslagið bara tómt, hvort mynduð þið líta á það sem diss, gleymsku í jólastressuðum vini/ættingja (þetta tvennt fer náttulega alls ekki endilega saman) eða álykta sem svo að einmana póstberi hafi hnuplað því?
ég var nefnilega að fá tómt umslag. það var ekki límt aftur, þess vegna veit ég þetta sko...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2006 | 09:42
frunsa
einhvern tíma er allt fyrst, ég segi ekki annað. ég er kominn með þessa líka feitu frunsu á neðri vörina! hingað til hef ég stoltur státað af því að fá aldrei þennan fjára, hann bara á ekki séns, eða átti ekki séns, þar til nú. fullviss um þetta var ég heilmikið kossaglaður um helgina sem leið, kyssti fólk í bak og fyrir, bæði konur og menn, og skipti litlu hversu vel ég þekkti viðkomandi. það var bara svo mikil ást og vinátta í loftinu að ég sá mig knúinn til að kyssa. ákveðnir hlutar helgarinnar eru oggulítið í móðu, svo vel getur verið að einhverjir af þeim sem ég réðist á hafi varað mig við. ég hef líklega rekið upp hlátursroku sigrihrósandi, komið með ræðuna um að ég fái nú bara ALDREI svoleiðis, og þvínæst rekið frunsusteyptum munni rembingskoss. og semsagt, nú er ég kominn með eina slíka.
þessi frunsa er örugglega heimsmeistari. hún er pottþétt í öllum fjölmiðlum í frunsulandi þessa stundina: klósöpp: "hér er hún góðir landsmenn, frunsan á víkingi!" og allar hinar frunsurnar klappa og hrópa. þær skála á pöbbunum og segja "djöfull sem hún er að standa sig vel. ekkert smá sem svona frunsur gera mann stoltan af því að vera frunsa." og litlu frunsurnar segja við frunsumömmu og frunsupabba: "ég ætla sko að vera eins og frunsan á víkingi þegar ég er orðin stór!" og frunsuforeldrarnir verða yfir sig glöð því það er jú gott þegar börnin manns eiga sér háleit markmið.
hún verður pottþétt kosin frunsa ársins í öllum símakosningum. ég verð bara að bíða rólegur eftir að hún hunskist aftur heim og taki við verðlaununum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 10:33
5 dagar í jól - mánuður í frumsýningu
ég væri til í að fórna einhverjum prósentum af skemmtilegheitum mínum og húmor (af nógu er að taka þar) ef ég fengi í staðinn þá náðargáfu að finnast gaman að þrífa húsakynni mín. ekki misskilja, ég get nú ekki kallast sóði, held ég. maður reynir nú, svona yfirleitt, að hafa tiltölulega snyrtilegt í kringum sig. en það krefst samt átaks, ekki síst ef maður hyggst taka ærlega til hendinni. þetta, "að taka ærlega til hendinni", fylgir jólunum. ég er einn af þeim sem hlaut þá visku með uppeldinu. allt á að vera spikk og span eða svo gott sem.
ég er kominn áleiðis. bý í lítilli íbúð sem einhver myndi nú hespa af að þrífa ærlega á tiltölulega skömmum tíma. ég tek þetta meira í skömmtum. þetta hefst á endanum.
og af því það er engum hollt að einblína á sínar veiku hliðar, þá tek ég til við að skoða þær sem sterkari eru. til dæmis get ég leikið. og ég er búinn að framleiða 2 bíómyndir. í dag er einmitt mánuður í frumsýningu. þann 19. janúar verður kvikmyndin FORELDRAR frumsýnd. PR mál eru í fullum gangi, lokaniðurstaða að komast á endanlegt útlit plagatsins - ég get því ekki birt það hér af þessu tilefni en skelli því á síðuna um leið og það er tilbúið. í staðinn bendi ég á að hægt er sjá trailer af myndinni hér, nýr trailer er reyndar á leiðinni en þessi stendur alveg fyrir sínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2006 | 11:08
skriða fyrir austan fjall
sama hvað er satt og hvað lygi. sama hvort það er satt eða lygi að maður með kúrekahatt fyrir austan fjall standi í þeirri meiningu að hann sé beintengdur við almættið og beri sæði sem hafi lækningarmátt, sæði sem þarf að dreifa sem víðast, þá er komin af stað skriða. mig grunar sterklega að aðstandendur dv sáluga iði nú í skinninu og blóti því í sand og ösku að hafa ekki lengur vettvanginn til að sökkva sér á kaf í jafn djúsí og söluvænu fréttaefni. mér var ekki vel við dv og syrgði síður en svo örlög þess. ekki endilega vegna fréttana sem þar voru á borð bornar, heldur vegna þeirra vinnuaðferða sem þar var beitt. mjög traustar heimildir vitnuðu um óheiðarleika, lygar og hvers kyns bellibrögð, þar sem sannleiksgildi var látið lúffa fyrir peningum í kassann. vissulega fengu sumir á baukinn sem áttu það skilið. en ég þekki persónulega dæmi um að saklaust fólk hafi fengið að kenna á óprúttnum blaðamönnum og beri þess ekki bætur.
nú er kompás ekki dv. kompásliðið hefur gert mjög góða hluti og hlotið þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. þeir hafa með þessu nýjasta skúbbi komist í feitt. það sem mestu máli skiptir nú er að ákveðin fagmennska sé viðhöfð og ekkert rugl. af þeirri braut má ekki víkja.
skriðan er komin af stað. maður vonar bara að þeir sem standa næst en bera enga sök í brjósti, hljóti ekki of mikinn skaða af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 20:44
ég endurtek
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 15:30
norðlenskt eðalstuð
ég sá herra kolbert í gærkveldi. leiðinlegt að geta ekki hvatt fólk til að drífa sig því þetta var lokasýning. ég má hundur heita ef uppfærslan verður ekki með betri, ef ekki besta leiksýning vetrarins. verkið helvíti gott og fantagóður leikarahópur. brava brava barasta bara!!
haldiði að strákurinn hafi svo ekki, ásamt góðu fólki, skellt sér á sálarball í sjallanum og dansað af sér rassgatið!
sódóma er málið. eða... þið vitið. var alla vega málið í gærkveldi. í hita leiksins. ég er kannski ekkert að fara að kaupa alla diskana með sálinni.
nú er ég kominn aftur í bæinn. soldið lúinn og hás, en hress. er í fríi morgun og hinn og ætla að gera jólajóla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 18:15
akureyris
strákurinn er á akureyri. flaug í hádeginu, skellti mér á karíus á baktus en er annars búinn að eyða deginum uppi á hótelherbergi. jebbs, maður er fínn kall í valnefnd grímunnar og þess vegna fæ ég bæði flug og gistingu ókeypis. ókeypis er gott.
í kvöld fer ég á herra kolbert og mér skilst að til standi heljarinnar skrall þar á eftir. minn þangað. skrall er gott.
flýg svo aftur suður massa hress um hádegið á morgun.
það er 17 gráðu frost í höfuðstað norlendinga. 17 gráður takk fyrir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)