14.1.2007 | 11:02
hve lengi er hægt að þrauka?
matvöruverð hér er 50-60% hærra en annars staðar.
bensínverð hér er glæpsamlega hátt.
ég ætlaði ekki að minnast á bjórinn, en er annað hægt?
ég hef ekki efni á því að vera íslendingur...
nýr kafli í gærkveldi, næstu á leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2007 | 22:30
gott kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 11:35
heimspeki
ég er heimspekingur. eins og svo margir hugsa ég um heiminn, hvernig hann er og af hverju. einhverjum kann að þykja hugsanir mínar grunnar og barnslega kjánalegar. hinir sömu myndu segja við mig: þetta er nú ekki svona einfalt. og það er allt í lagi, ég leyfi mér samt að hugsa, hætti því ekki svo auðveldlega.
í gær var ég fastur í umferðinni sökum færðar. þetta var ósköp notalegt, miðstöðin svínvirkar og það gerir útvarpið líka og ég vissi að ég kæmist heim til mín að lokum. í útvarpinu voru sagðar fréttir og ég datt inn í eina slíka sem sagði frá því að stjórnvöld í rússlandi hefðu gefið út yfirlýsingu þess efnis að þeir ætluðu ekki að taka mark á 14. málsgrein í einhverri samþykkt meðal þjóða, en þessi tiltekna grein snýst um úrbætur í mannréttindarmálum. og þá fór ég að hugsa.
segjum sem svo að tveir drengir fæðist í moskvu á sama degi, jafnvel sömu mínútu því slíkt getur mögulega gerst í jafn fjölmennri borg. annar þeirra er af pútín fjölskyldunni en hinn af einhverri allt annarri. þeir alast upp hvor á sínum stað, við mismunandi aðstæður og öðlast í uppvextinum mismunandi skoðanir, bæði meðfæddar og lærðar. í dag er svo komið að pútín strákurinn stjórnar landinu og um leið eru skoðanir hans í hávegum hafðar. hinn er hins vegar í fangelsi fyrir sínar skoðanir og af því hann er á öndverðum meiði. hann fær mjög líklega að kenna á því, er beittur ofbeldi og er heppinn ef hann sleppur lifandi frá þeirri meðferð og fær að sjá fjölskyldu sína aftur. af þessu vita samlandar þeirra, sem og aðrar þjóðir og mannréttindasamtök og benda pútín á að þetta sé nú ekki alveg eðlilegt ástand. en pútín svarar af bragði og segist ekki ætla að taka mark á slíkum athugasemdum. það er hans skoðun á málinu.
hér höfum við tvo menn. af hverju má annar gera þetta við hinn? hvað gefur honum leyfi til þess? er þetta kannski ekki svona einfalt?
já ég veit. ég er barnslegur kjáni. en ég er samt heimspekingur.
það komu tveir kaflar í framhaldssöguna í gær. og annar í morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 09:41
meira
þar sem ánægðir lesendur framhaldssögunnar hafa nefnt þetta framtak mitt á bloggsíðum sínum virðist lesendahópurinn fara stöðugt stækkandi. þetta er ákaflega gleðilegt og ég þakka fyrir.
ég setti nýjan kafla inn seint í gærkveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 11:54
af sjálfum mér
ég hef aftur hafið æfingar á söngleik okkar félaga í borgarleikhúsinu. þar er allt farið á fullt.
auk þess reyni ég að sinna væntanlegri frumsýningu á FORELDRUM sem mest ég má. eftir frábærar viðtökur á BÖRNUM fyrr í vetur er óneitanlega auðveldara að vekja athygli á seinni myndinni og margir virðast bíða spenntir.
já. og svo er það auðvitað framhaldssagan. sem er, mér liggur við að segja, skemmtilegast af þessu öllu... eins og sjá má á færslunni hér að neðan skellti ég 2 köflum inn í gærkveldi. næstu kaflar eru í bígerð. birtast von bráðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 10:25
sannleikurinn
fyndið hvernig vegur sannleikans liggur. ég heyrði í útvarpi í gær að stjórnvöld í bandaríkjunum hefðu nú loks viðurkennt, sætt sig við, meðtekið þá staðreynd að ís norðarlega bráðnar óvenju hratt um þessar mundir og þykir ljóst að engu er meira um að kenna en breyttu loftslagi. á þetta hafa fjöldamörg náttúruverndarsamtök verið að benda þeim um allnokkurt skeið, ekki síst með tilliti til afkomu hvítabjarna á svæðinu. samtökin vilja koma birninum á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. og nú er semsagt möguleiki á að sannleikurinn verði að sannleika, þegar stjórnvöld hafa sagt sem svo að það er satt sem sagt er.
hversu mikið af staðreyndum skyldu liggja í loftinu hér hjá okkur, óstaðfestar af stjórnvöldum og því ekki alveg orðnar sannar ennþá?
ég þakka góð viðbrögð á framhaldssögunni. þetta er gaman. bið fólk um að sýna þolinmæði. það koma 2 nýir kaflar seinni partinn í dag eða í kvöld, allt eftir því hvað ég hef mikinn tíma frá annarri vinnu. en ég fullvissa ykkur um að þetta er að taka spennandi stefnu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 14:01
gúrka
það er kominn nýr kafli. annað hef ég ekki að segja að svo stöddu.
af hverju skyldi gúrkutíð heita gúrkutíð?
mér finnst gúrkur góðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:26
sunnudagssteik
maður þarf sí og æ að feisa fordóma sína og viðurkenna að maður er ekkert annað en óttalegt kjánaprik. ég kann ekki að setja uppáhalds músíkina mína á síðuna. set í staðinn bara link á uppáhaldslagið mitt í dag, sem hefur einmitt fengið mig til að endurskoða fordómafulla afstöðu mína. the one remix með trabant er geðveikt kúl finnst mér. mæli einnig með að skrolla ögn neðar á síðuna þeirra og horfa á myndbandið.
ætli endi ekki með því að ég verði kominn með mína eigin my space síðu fyrr en varir. nei ég segi nú bara svona...
ég er búinn að skrifa kafla 4, en á eftir að yfirfara hann áður en ég birti hann. ég er nefnlega alveg að vanda mig, ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér. spenntir lesendur (sem eru án efa fjölmargir) þurfa þó ekki að bíða lengi, ég lofa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 14:54
snúlla talar
háttvirtur utanríkisráðherra, valgerður sverrisdóttir, sem ég ætla framvegis að kalla snúllu í færslum mínum (og víst er að ég á eftir að rita um hana frekar á þessari síðu) tjáði sig um hvalveiðar í útvarpinu áðan.
"vissulega eru hvalveiðar umdeildar, en við tókum þessa ákvörðun sem sjálfstæð þjóð. og ef við gæfum þetta eftir er aldrei að vita hvað myndi gerast næst. allt eins víst að okkur yrði bannað að veiða fisk, sem er okkar aðal atvinnuvegur."
hún snúlla mín er yndisleg.
kafli 3 var að lenda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)