6.2.2007 | 10:39
listin að skapa
eins og endrum og eins hefur komið fram þá er ég listamaður að atvinnu. skapandi listamaður leyfi ég mér að segja. ég er alla vega að vinna í því að vera dúer, ekki bara þínker. því öll erum við þínkerar og öll erum við listamenn á einhvern hátt, en það er framkvæmdin sem gerir mann að atvinnulistamanni. ekkert annað.
þetta er þó ekki alveg svo einfalt, þannig séð. því þó maður sé dúer, þá er ekki endilega gott að vera stöðugt að búa til og búa til og búa til nýtt og nýtt og nýtt. maður verður nefnilega að bera virðingu fyrir því sem maður skapar, gefa því tíma til að æfa flugið, fylgja því hvetjandi eftir þar til það að lokum nær settu marki, flýgur hátt, svífur yfir húsum og höfðum sem líta upp í loft og fara að hugsa eitthvað nýtt.
núna er þannig tími hjá mér. flugþjálfun. og ég viðurkenni að í starfi mínu sem skapandi listamaður er þessi tími erfiðastur. sköpun er ferli, og á þessum stað í ferlinu get ég vissulega bætt mig. draga djúpt andann, vera þolinmóður og æðrulaus. og bíða. því víst er að nóg er af verkefnunum sem einmitt þurfa óskipta athygli mína og þolinmæði og mega ekki við því að ég fari að nota hausinn í að búa til eitthvað nýtt.
ég held ég sé með vott af athyglisbresti. en ég er að læra og ég er að bæta mig.
maður verður að sinna börnunum sínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 10:30
mánudagur
það er ekkert sérstakt í umræðunni að vekja athygli mína. horfði ekki á fréttir um helgina og fletti blöðunum frekar værukær. sleppti tökunum á púlsinum (oj. víxill... alltaf með puttann á púlsinum! what have i become?)
sleppti líka mjög meðvitað júróvísjónundankeppninni á laugardagskvöldið. hef heyrt eitt og eitt lag í útvarpinu og aðeins eitt orð um þau að segja: púff... ekki að ég hafi búist við öðru.
yfirstandandi pródökt í fullum gangi. áætlað er að frumsýna leikverkið ÁST þann 1. mars, en forsýningar hefjast einhverju fyrr. ég er bjartsýnn, þetta stefnir í að verða stórmerkileg og skemmtileg sýning, og pottþétt eitthvað sem fólk hefur ekki séð áður. vonandi að það segi ekki bara púff...
í dag hefst íbúðaskoðun. get ekki beðið eftir að komast í stærra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2007 | 09:38
í bíó með ykkur... á FORELDRA
það virðist ætla að verða svipað með FORELDRA og fyrri myndina okkar BÖRN. gagnrýnendur hlaða hana lofi og áhorfendur eru mjög hrifnir. og samt sem áður flykkist fólk ekki í bíó, þ.e.a.s. ekki á þessa mynd. þetta er vissulega erfiður tími að því leyti að það er nóg af öðru góðu efni í kvikmyndahúsum borgarinnar. svoleiðis er það nú bara.
það stoðar þó ekkert að væla og vola. hvet alla til að sjá FORELDRA!
félagar mínir ingvar, nanna kristín og raggi eru núna um helgina í gautaborg á enn einni hátíð. það er einmitt búið að stofna blogg þar sem lesa má um ferðalög myndarinnar út í heim. af einhverjum ástæðum á ég í vandræðum með að línka hana hér á síðuna, gef ykkur í staðinn slóðina: born-foreldar.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 10:19
óánægjuraddirnar
ég heyrði viðtal í útvarpinu í morgun við ungan mann sem er að velta fyrir sér framboði framtíðarlandsins og mikilvægi þess. hann hafði margt merkilegt til málanna að leggja og það var gott að hlusta á það sem hann hafði að segja.
hann sagði vinstri sinna sannarlega hafa lagt sitt á vogarskálarnar í umhverfismálum. en að hans mati er umhverfis- og náttúrverndarumræða því miður of mikið tengd flokkum til vinstri. það vantar tilfinnanlega hóp fyrir hægri sinnaða umhverfissinna, sem ekki geta hugsað sér að styðja flokk sem heitir vinstri-grænir. sagði hann.
ég verð að segja að ég væri mjög til í að sjá flokk hægri sinnaðra náttúruverndarsinna fæðast. ekki af því að ég myndi kjósa þá, heldur langar mig að sjá hvort sá flokkur fólks sé hreinlega til.
ekki náði ég nafni mannsins, en hann sagðist vera flokksbundinn sjálfstæðismaður. og hann upplýsti að vissulega hefðu heyrst óánægjuraddir í þeirra röðum með stefnuna í umhverfismálum. og hann nefndi í leiðinni þá umdeildu ákvörðun forystumanna flokksins að setja ísland á lista yfir þjóðir sem styddu íraksstríðið, ákvörðun sem harðlega var gagnrýnd á vinstri vængnum. maðurinn sagði að sannarlega hefði talsvert verið um óánægjuraddir innan flokksins í tengslum við það mál.
ég er orðinn soldið þreyttur á að heyra um þessar óánægjuraddir. þeim sem ekki er sama láta sér ekki nægja að tuða úti í horni. þeir stíga á stokk og mótmæla, óhræddir við að styggja einhverja forystu. þeir taka áhættu. þeir segja hingað og ekki lengra, hátt og skýrt svo allir heyri.
og þarna liggur munurinn á vinstri sinnuðum og óánægðu sjálfstæðisfólki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 10:18
álög
hvað hét hann aftur kóngurinn í hringadróttins sögu sem var í álögum og leyfði hinum illa ráðgjafa að stjórna ríkinu eftir sínu höfði. sat bara stjarfur í hásætinu og ráðgjafinn, sem í bíómyndinni var alveg ótrúlega vondur og slóttugur í framan, leikinn af gaurnum sem lék í gaukshreiðrinu og ég man ekki heldur hvað heitir, sá þurfti ekki annað en að hvísla einhverju í eyra konungs og þá sagði hann já og já og já við öllu saman.
guðjón kóngurinn? útlendingahatarinn ráðgjafinn? guðjón í álögum? nei, samlíkingin kom bara sísona. guðjón talar alla vega eins og hann sé í álögum.
frjálslyndi flokkurinn fundaði og niðurstaðan var ótvíræð. ekkert athugavert við kosningarnar, hvorki framkvæmd þeirra né niðurstöður. ég spurði útvarpið: guðjón minn. ertu að djóka? honum fannst ekki taka því að svara.
silfuregill spáir því að frjálslyndi flokkurinn fari stækkandi fram að kosningum. rasistar og aðrir grunnhyggnir eigi eftir að flykkjast þangað inn, glaðhlakkandi yfir að hafa loks fundið sinn málsvara. ég vona innilega að egill hafi rangt fyrir sér, en mig grunar að hann spái rétt.
sorglegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2007 | 15:35
framboð
ég hef síðan vinstri-grænir var stofnaður kosið flokkinn bæði í sveitastjórnar- og þingkosningum. og ég kýs vinstri-græna nú í vor. þetta hefur ekki verið neitt leyndarmál, án þess að ég sé að auglýsa það sérstaklega.
svandís svavarsdóttir hringdi í mig í gær og spurði hvort ég væri til í að sitja á lista flokksins í reykjavík, sæti 17 væri mitt ef ég vildi vera svo vænn, sem nokkurs konar stuðningsyfirlýsing.
og ég sagði já.
ég ætla ekki að hella mér út í pólitík. en ég styð flokkinn heilshugar, og ef forsvarsmenn hans telja þann stuðning koma að gagni, þá er ánægjan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 10:51
sagan öll
ég tilkynni hér með að lokakaflar framhaldssögunnar NÁGRANNINN eru komnir inn.
ég þakka kærlega góðar viðtökur.
það er nokkuð ljóst að ég endurtek þennan leik einhvern tíma í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2007 | 10:51
hið nýja afl frjálslynda flokksins
mér hefur alltaf fundist frjálslyndi flokkurinn soldið kúl. lítill en kröftugur hópur sem oft hefur náð að hrekkja liðin í toppbaráttunni. það hefur ekki síst verið vegna sætu stelpunnar í flokknum, og sú hefur fram til þessa ekki verið í klappstýruhlutverkinu, heldur meira svona lykilspilari á vellinum.
margrét sverris er ekki bara einhver huggulegasti stjórnmálamaður landsins (meira að segja snúlla mín kemst ekki með tærnar þar sem margrét hefur hælana), hún er mjög skelegg og oft á tíðum svo málefnaleg að maður á erfitt með að vera ekki sammála henni. andstæðingar hennar innan flokksins (því það eru þeir vissulega þótt þeir þykist ekki vera það) skíttapa ekki eingöngu fyrir henni í keppni í kjörþokka. nýkjörinn varaformaður, magnús, er að mínu mati týpískt dæmi um þingmann sem talar í lærðum frösum. slíkir einstaklingar virðast leggja meiri áherslu á það að vera á þingi en fyrir hvað þeir standa. um ísfirðinginn í brúnni ætla ég ekki tjá mig mikið um, annað en það að afstaða hans í þessu varaformanns máli hefur komið mér á óvart og valdið mér vonbrigðum. ég hélt að hann væri víðsýnni en svo. hann er jú að vestan maðurinn.
útskýring magnúsar varðandi athugasemdir um meint kosningarklúður finnst mér ekki sannfærandi, en hann segir í fréttablaðinu: "Skipulagið var gott upphaflega, en þessi mikli fjöldi á stuttum tíma kom á óvart. Það má flokka þetta sem vaxtarverki, flokkurinn er ungur og hefur ekki mikla reynslu af svona kosningum. Við lærum bara af þessu og bætum okkur."
með orðum sínum gerir hann lítið úr flokknum sínum. frjálslyndi flokkurinn er ekki það ungur að hann eigi að láta svona lagað gerast. og þótt hann væri ungur, þá á hann heldur ekki að láta svona lagað gerast, ef ætlunin er að láta taka sig alvarlega. vaxtarverkir eru engin réttlæting á vafasömum og eftirlitslausum kosningum.
nú er ég búinn að segja svo mikið að það er rétt eins og ég tilheyri sjálfur frjálslynda flokknum. svo er ekki. ég hef aldrei kosið frjálslynda flokkinn. það hefur hins vegar hvarflað að mér. út af margréti. ekki af því hún er sæt, heldur flínk.
eins og mál standa í dag óska ég margréti góðs gengis, hver sosem ákvörðun hennar um framhaldið verður. við strákana hef ég bara þetta að segja: þið klúðruðuð þessu big time.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 21:41
úr víking
jæja. strákurinn er kominn aftur heim frá kvikmyndafestivali í rotterdam. þetta var aldeilis stuð og stemming, ekki síst vegna þess að áhorfendur voru yfir sig hrifnir með BÖRN og FORELDRA sem báðar eru sýndar á hátíðinni. ég var einmitt rétt í þessu að fá eftirfarandi símaskilaboð frá ragnari bragasyni leikstjóra: "Á heimasíðu Rotterdam International Film Festival er stjörnugjöf áhorfenda - búid ad syna 100 myndir og bádar okkar á topp 10."
söngleiksæfingar í fullum gangi, maður mætir galvaskur þangað í fyrramálið. svo þarf maður að fara í það af fullum þunga að finna íbúð til að kaupa. það er sumsé búið að standa til um nokkurt skeið að fara í greiðsluþjónustu og allt þetta jarí jarí og finna ný heimkynni (og nýja nágranna!!) fyrir mig og krílin mín. núna ég í það.
kaflarnir 2 sem enn eru óleystir úr haldi eru væntanlegir von bráðar.
megas er í útvarpinu. orð hans verða lok þessarar færslu:
þú sem lætur hvunndagsraunirnar ríða þér á slig
ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 15:54
rottudamur
veit ekki hvad eg thykist vera. var ad vinna til kl 02.00 sidustu nott, svaf til 05.30 og for ut a voll. og thottist aetla ad klara soguna samt...
kominn til rotterdam. her er skitkalt og eg ekki nogu vel klaeddur.
nanari frettir og vonandi myndir skommu sidar.
lokakaflarnir 2 i sogunni koma, hvenaer fer eftir adgengi i net, veit ekki enn hvort eg komist i svoleidis a hotelinu.
lifid heil elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)