25.2.2007 | 12:37
fóður og fjör
það eru allir að tala um þetta: food and fun maður, food and fun!
í gærkveldi settist ég með þórhildi vinkonu minni inn á veitingastaðinn óðinsvé og saman smjöttuðum við okkur gegnum matseðil saminn af bandarískum meistarakokki sem ég man ómögulega hvað heitir en eitt get ég sagt: ég hef sjaldan, ef einhvern tíma, smakkað á öðru eins góðgæti.
ég veit lítið sem ekkert um þessa hátíð, hún þórhildur mín ber ábyrgð á veru minni þarna í gær, en mikið er ég þakklátur henni að fá mig með sér.
ég heyrði svo í morgun að ekki einungis er um matar- og gleðihátíð að ræða heldur keppni milli hinna erlendu kokka sem hingað koma af þessu tilefni. það var víst einhver finni sem bar sigur úr býtum. sá eða þeir sem elduðu ofan í mig í gær eiga öll heimsins verðlaun skilið fyrir frammistöðuna og ég á erfitt með að trúa að hana hefði verið hægt að toppa.
smá veltingur í lokin: af hverju í ósköpunum er þetta allt á sama tíma: food and fun, vetrarhátíð og frönsk menningarhátíð? hefði til dæmis ekki verið indælt ef eitthvað af þessu hefði stutt mann haldrandi yfir kaldan og dimman janúarmánuð?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 14:55
helgi segir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 12:21
pétur með p-i.
þetta er pétur einarsson stórleikari. maður sem fær mig til að hugsa út í þau forréttindum sem
yfirstandandi verkefni færir mér. um daginn stóð kallinn á sviðinu og flutti textann sinn með sinni djúpu sérstöku rödd og skyndilega helltust yfir mig lítil minningarbrot.
þegar ég var lítill áttum við vínilplötu (en ekki hvað?) með ævintýrum róberts bangsa. ég hlustaði mikið á þessa plötu og lifði mig inn í söguna, gott ef ég söng ekki líka hástöfum með lögunum. það var einmitt pétur minn einarsson sem þar var sögumaður auk þess að fara með nokkur önnur hlutverk.
pétur er einn af leikurum í söngleiknum ÁST.
við ætlum að frumsýna 10. mars.
Bloggar | Breytt 25.2.2007 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2007 | 09:05
eina ósk
ef hún kæmi loksins til mín í dag, álfadísin sem ég er alltaf að bíða eftir, og gæfi mér eina ósk, hvað sem ég vildi, veskú ég fengi það, þá myndi ég hiklaust og án þess að hugsa málið frekar, biðja um þetta hár.
góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2007 | 11:31
hmmm
það er svo erfitt að vera pólitíkus rétt fyrir kosningar.
samfylkingin hélt fund í hafnarfirði í gær þar sem rætt var um mikilvægi þess að stækka ekki álverið í straumsvík. ég heyrði viðtal við tvo frambjóðendur í morgun. þórunn var mjög hörð á einmitt þessu, ekki stækkun, ekki stækkun. svo var þarna einhver tryggvi sem á greinilega soldið erfitt með að ákveða hverjum hann á að þóknast, hvar hann missi fleiri atkvæði.
hann sagðist fylgjandi stækkun, en ekki að svo stöddu.
hvað er það?
einn voða loðinn í munninum, finnst mér...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2007 | 10:04
skapti með p-i.
má ég kynna hr. skapta ólafsson, stórsöngvara og lífskúnstner. nánast undantekningarlaust spyr fólk: "bíddu... skapti ólafs... hver er það aftur?" og ég raula línu úr hans þekktasta lagi: "það er allt á floti alls staðar..." og þá tengir viðkomandi um leið. man alla vega eftir laginu, þótt þeir sem yngri eru viti jafnlítið um manninn. eldri kynslóðir, t.d. mamma og co vita miklu meira.
skapti ólafsson var nefnilega allt annað en one hit wonder. hann er búinn að vera í bransanum í tugi ára, búinn að spila djass með helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og spilaði með hljómsveitum fyrir dansi þegar ömmur og afar (og jafnvel langömmur og langafar) dagsins í dag buðu hvert öðru upp og tóku sporið. þannig ber hann ábyrgð á tilurð margra okkar sem yngri erum, því á þeim tíma byrjaði allt með dansi.
kappinn var viðstaddur á lýðveldishátíðinni á þingvöllum 1944. spilaði á trommur þar, massa hress. í dag er hann áttræður töffari, ekki síður hress, fullur af stórskemmtilegum sögum og skoðunum sem honum finnst gaman að deila og ég nýt að hlusta á. ég er reyndar búinn að bera undir hann þá hugmynd að ég skrái ævisöguna hans. hann er að hugsa málið.
ef einhver er að velta því fyrir sér hvað þetta er í skyrtuvasanum: jú, mikið rétt, þetta eru rettur. það er erfitt að hætta. en eins mikið og ég lít nú upp til kappans ætla ég ekki að geyma minn pakka í vasanum jafnlengi og hann.
skapti ólafsson er einn af leikurum í söngleiknum ÁST.
það er ekkert annað en heiður og heppni að fá að kynnast slíkum manni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 10:00
hvað er að gerast??
ég hef gríðarlegar áhyggjur af henni britney. nú er hún búin að raka af sér allt hárið! og fá sér tattú! gellan á hárgreiðslustofunni reyndi allt hvað hún gat til að fá hana ofan af þessu. "ertu ekki til í að bíða aðeins með þetta?" spurði hún. en britney bara í einhverju kreisí kasti óð inn í eitthvert bakherbergi og áður en nokkur gat rönd við reist var hún búin að raka af sér hárið. og nú er hún sköllótt. britney sköllótt!
og ann nicole smith dáin...
heimsmynd mín er að hruni komin, ég segi ekki annað.
ég get seint þakkað fjölmiðlum nægilega fyrir að færa mér fréttirnar um leið og þær berast. síðustu tíðindi herma að britney hafi, sköllótt og tattúveruð (hjarta á úlnlið og bleikhvítur kross á mjöðm) brunað beinustu leið til ráðgjafa og lagst í sófann. það er óskandi að þetta fari vel.
mig langar að vísa hér í útvarpsviðtal frá því í morgun við unga rússneska konu búsetta á íslandi. athyglisverð stúlka, þótt vissulega sé hún engin britney spears.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2007 | 10:35
abbababb

mér finnst páll baldvin besti leikhúsgagnrýnandi dagblaðanna. sosum ekki erfitt að bera höfuð yfir hinum. ég er alls ekki alltaf sammála honum, en mér finnst gaman að lesa hann, hann er frábær penni og mér finnst hann færa rök fyrir skoðunum sínum.
ég er alls ekki sammála dómi hans um ABBABABB sem birtist í fréttablaðinu um helgina. þetta er orkumikil sýning, en keyrir alls ekki fram úr hófi. að hún beri vott um peningaskort? leikmyndin er ruslahaugur jú... en mér finnst þetta alveg geta virkað sem meðvituð ákvörðun og það er síður en svo einhver blankheitastimpill á þessu. leikarar eru misfimir... en mér finnst þessi sýning alls ekki kalla á mega kóreógraferuð söng- og dansatriði. held að það myndi jafnvel skemma fyrir. og leikarar flestir hverjir að standa sig með stakri prýði.
bottom lænið: mér fannst bara svo gaman! og krökkunum sem voru með mér fannst ógeðslega gaman. og maður verður svo glaður þegar börnunum manns finnst gaman í leikhúsinu, því ég er sammála páli um að það er alls ekki sama barnaleikhús og barnaleikhús.
setning frá krakka sem stóð fyrir aftan mig þegar ég gekk út segir það sem segja þarf: "mamma. mér langar af sjá þetta leikrit aftur!"
fara þangað!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2007 | 13:52
batnandi manni...
þeir sem hafa fylgst með skrifum mínum um nokkurt skeið muna hugsanlega eftir þessu hér. ég er ekki viss um að þessi blessaða mæling hafi gert mér neitt gott. ég hef löngum verið duglegur í alls kyns sprikli, en það verður að segjast að síðan ég fékk þessa fínu niðurstöðu hef ég að mestu látið slíkt eiga sig. og það var í ágúst 2006 (hólí sjitt!). á meðan ganga systkini mín á fjöll, fara í ræktina, synda og ég veit ekki hvað og hvað.
ég er semsagt búinn að finna blóraböggul. sökudólg. aðgerðarleysið er ekki mér að kenna, heldur þessari konu sem mældi. hvað var hún að segja þetta við mig? ókey, hún girntist greinilega líkama minn, en gat hún ekki bara haldið því fyrir sjálfa sig?
ég ætla að skokka upp helgafellið á morgun. ekki labba. skokka. létt og leikandi. massedda.
heiðar og júlía. sjáumst þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2007 | 10:42
draumar ghengis khan
lengi vel, og þá meina ég í mörg mörg ár, dreymdi mig ekki neitt. þessi fullyrðing getur að vísu, að mér skilst, ekki verið rétt. alla dreymir víst, en minni fólks er misgott, og mitt samkvæmt þessu alveg handónýtt. en ég var alltaf soldið öfundsjúkur þegar ég heyrði fólk lýsa þeim ævintýrum sem fram fóru í draumum þess. sumir fljúga um loftin blá, jájá, hoppa af háhýsum og svífa um. mætti ég þá fá þó ekki væri nema eina og eina hressilega martröð, hugsaði ég.
nema hvað, að þetta hefur aðeins verið að breytast upp á síðkastið. enn er það ekki svo gott að ég muni nákvæmlega hvað mig dreymir þegar ég vakna, en ég man að þar er eitthvað og ég finn hvernig slitrurnar líða á brott úr hausnum á mér áður en ég næ að klófesta þær. og undantekningarlaust er þetta alveg óskaplega fyndið. heilu siddkomm þættirnir, fyndin tilsvör og hillaríus aðstæður. og ég hugsa, meðan mig dreymir: vá, þetta verð ég að muna. þetta er ekkert smá orginal. ég er snillingur!
kannski kemur að því að eitthvað af þessu fylgi mér yfir í vökuna og ég get sett það á blað, og áttað mig á því að þetta er annað hvort algjört rugl, eða þá eitthvað sem ég hef heyrt eða séð annars staðar frá.
mig langar að óska lesendum gleðilegrar helgi, og býð upp á veganesti sem er ekkert slor. rifja upp gamalt júróvísjón efni, frá þeim árum þegar boðið var upp á meira kvalití stöff. þetta er alvöru!
á myndinni er dschinghis khan hópurinn og hér er framlag þeirra frá árinu 1979. ef þetta kemur mannskapnum ekki í bullandi fíling, þá veit ég ekki hvað mögulega gerir það...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)