aldrei fór ég vestur

síðustu misseri hafa verið soldið kreisí vinnulega, törn sem lauk með frumsýningu síðastliðið laugardagskvöld. eftir hana og það sem af er þessari viku hefur maður notið þess að vera í ró. kvöldunum eytt heima. kíkt í bók. mjög næs. helst hefði maður þurft að komast út úr bænum.

í morgun ók ég upp í grafarvog að tala við menntaskólanemendur í borgarholtsskóla um vesturport. fann fyrir sterkri löngun til að beygja ekki sem leið lá inn í voginn og halda áfram vesturlandsveg. hefði alveg verið til í að áfangastaðurinn hefði verið einhvers staðar utan borgarmarkanna. eins og til dæmis vestur á fjörðum. það hefði ekki verið amalegt.

vinkona mín er reyndar búin að bjóða mér gistingu fyrir vestan þegar aldrei fór ég suður hátíðin fer þar fram í apríl. á eftir að athuga hvort ég er að sýna þá helgi, ef ekki er maður vís með að skella sér. 

stórkostleg eru viðbrögð stjórnvalda við kalli vestfirðinga um skýrari stefnu í landsbyggðarmálum, kalli eftir efndum en ekki orðum. geir er búinn að tilkynna að málið fari í nefnd.  stjórnvöld mega skammast sín fyrir landsbyggðastefnu sína síðustu ár, afleiðingar hennar á svo að leysa með virkjunum og álverum. með því eiga að skapast störf og með störfunum blómlegt mannlíf. 

what a bunch of crap! 


framtíðin er björt

fyrir nokkrum árum vann ég á leikskóla. það var ógeðslega gaman. ekkert smá vel borgað líka. það sem þessir leikskólakennarar hafa það gott.

mér finnst frábært að rekast á þessi kríli sem ég eyddi dögunum með á þessum tíma. í mogganum í dag er einmitt viðtal við hana höllu mína hauksdóttur. hún er 9 ára. hún er að æfa á selló. henni finnst það fallegasta hljóðfæri í heimi. mér finnst það líka. 

ótrúlega efnileg.

fyrir nokkru hitti ég annan fyrrum nemanda minn. rakst á hann á skólagangi þegar ég var að sækja frænku mína fyrir bróður minn. hann var alger terroristi þá og nú er hann orðinn alræmdur í skóla litlu frænku fyrir uppátæki sín. hugmyndarríkur pjakkur. svakalega skemmtilegur, þrátt fyrir parakkarastrikin.  

ótrúlega efnilegur.


lykillinn að góðri helgi

fá sér bjór. klæða sig upp. trefillinn. húfan. fáninn. mæta á staðinn. hvetja sína menn.

og fokkings berja þetta helvítis pakk hinum megin í stúkunni. fokkings ganga frá því.

handbolti. 

ekkert grín. 

 


mánudagur... áfram með smjörið

það fyrsta sem ég vil segja er: teljarinn á síðuna mína hlýtur að vera eitthvað í fokki. ég á erfitt með að ímynda mér að tæplega 50 manns séu búnir að kíkja til mín fyrir hádegi, og það er ekki einu sinni framhaldssaga í gangi. er þó farinn að leggja drög að þeirri næstu, en læt alveg vera að nefna frekari tímasetningu...

tjah... en ef þetta er staðreynd, þá er ég náttulega bara glaður. verst að ég skrifaði ekkert skemmtilegt í gærkveldi, fyrir ykkur að lesa í morgunsárið. naut þess í staðinn að vera latur eftir erilsama viku, lesa skrif annarra og horfa á eddie. diskarnir mínir með efninu hans eru hér og þar og alls staðar annars staðar en í hillunum hjá mér. thank god for youtube.

frumsýning gekk afar vel og stemmingin frábær. sýning 2 fyrir fullu húsi í gærkveldi.

ný vika. ný verkefni.  

hver segist hata mánudaga? mánudagar eru dásamlegir.


frumsýning

ekki veit ég hvað þið ætlið að gera í dag, ég ætla alla vega að frumsýna eitt stykki leikrit.

miðasala borgarleikhússins (af því að spurt var Smile) er 568-8000.

eigið þið góðan dag elskurnar, hvar sem þið eruð stödd á lífsleiðinni og hvar sem þið eruð staðsett á hnettinum. 

ást.


ást

ástvið frumsýnum annað kvöld!

viðtökur áhorfenda á forsýningum hafa verið afar góðar. frábært æfingaferli með einstöku fólki er senn á enda og nú er bara að starta þessu formlega.

                                                              þetta verður gaman! 


pólskt sötr

hér í hafnarfirði er mikið af pólverjum. heima í evrópu eru þeir líklega vanir að sitja á þessum árstíma (ætli ekki sé komið vor í pólandi) fyrir utan einhverja kránna eftir erfiðan vinnudag og fá sér einn öl eða tvo, ræða málin og hafa það huggulegt. nema hvað að hér á íslandi eru hlutir allt öðruvísi. hér er skítkalt, og bjórinn af krana svo dýr að buddunni blæðir út á nóinu. fyrir svo utan það að í hafnarfirði er lítið um huggulegar krár sem bjóða upp á útisetu þótt vel viðri. 

elsku pólverjarnir (já ég segi elsku, því eins og ég hef komist að og lesa má um hér, þá eru þetta frændur mínir) láta þetta ekki á sig fá. svo ég vitni í mario vin minn, sem reyndar er ekki pólverji heldur spánverji, og sagði eitt sinn á ensku: "a beer is a beer." þeir fara í ÁTVR, kaupa faxa og sitja svo dúðaðir á bekkjum hér í miðbænum og sötra af dós.

maður sitjandi á bekk að drekka bjór af dós í miðri vinnuviku.

köllum við íslendingar það ekki róna? 


ég viðurkenni

maður verður að þora, ef maður ætlar að vera almennilegur bloggskrifari. nú á ég til dæmis á hættu að vera sakaður um sjúklegt hugarfar. að vera úthrópaður pervert! púff, þetta er ekki auðvelt en ég ætla  samt að taka sénsinn, markmiðið er jú að verða einhvern tíma almennilegur bloggari.

þegar síðasta tölublað smáralindar kom inn um lúguna hjá mér og ég leit á forsíðuna, þá verð ég að viðurkenna að fyrsta hugsunin var ekki: "ofsalega eru þeir að bjóða upp á skemmtileg fermingarföt handa stelpum þarna í smáralind! og ofsalega er þetta tilvonandi fermingarbarn krúttilegt með alla bangsana sína." það er eitthvað kynferðislegt við þessa mynd, hvort sem það var ætlunin eða ekki! 

ég ætla ekkert að útlista þessa skoðun mína frekar hér, þótt það kunni að teljast óábyrgt.

um hastarleg viðbrögð Guðbjargar Hildar Kolbeins sem um má lesa hér, veit ég nú ekki, en ég vil þó koma henni, og sjálfum mér um leið, til varnar þegar eva dögg ritstjóri sakar okkur um að bera eitthvað sjúkt í hugarfylgsnum okkar þegar við greinum ekki fallegt fermingarsakleysið í umræddri mynd. ég endurtek sumsé þetta: það er eitthvað kynferðislegt við þessa mynd!

eva segist hafa áhyggjur af því hvert þjóðfélagið er að stefna, og þar get ég verið sammála henni.  

ókey...

þar hafið þið það. 


þögnin er gull...

bandarísk stjórnvöld eru svo dásamleg. nú hefur utanríkisráðuneytið þeirra gefið út skýrslu um ástand mannréttindamála í heiminum. þar kennir ýmissa grasa, enda pottur víða mölbrotinn, um það þarf enginn að efast.

af hverju eru svona skýrslur gefnar út? sem lóð á vogarskálarnar, eða hvað? til að stuðla að því að ástandið lagist. að draga t.a.m. ástandið í darfur héraði fram í dagsljósið með þessum hætti er ekkert nema gott. þannig vinnur amnesty. fólk sendir bréf til hæstráðenda og bendir þeim á að þeir eru undir smásjá. það er verið að fylgjast með þeim.

það sem mér finnst hins vegar svo dásamlegt er að bandarísk yfirvöld minnast ekki einu orði á hvernig staðan er heima fyrir. og ástæðan kórónar dásamlegheitin. hún er sú að kondólísa ræs og co vita að ástandið er ekki nógu gott. þess vegna er ekki minnst á það!  

hvaða bull er þetta? 

hversu heimsk eru þau að halda að við hin séum svona heimsk? 

um þetta allt saman má lesa hér


tilkynning frá vesturporti

Sæl og blessuð.

Okkur finnst rétt að minna á að það fara að vera síðustu forvöð að sjá kvikmyndina FORELDRAR í kvikmyndahúsum.

Fyrir þá sem ekki sáu BÖRN, þá er FORELDAR algerlega sjálfstæð og ekki þörf að hafa séð þá fyrri til að njóta hennar. Um að gera að skella sér í bíó og sjá mynd sem hefur fengið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda.

Vinsamlegast komið þessum upplýsingum áfram, og styðjum metnaðarfulla íslenska kvikmyndagerð.

Myndin er sýnd í Háskólabíó og Sam-Bíóunum Álfabakka.

Kær kveðja,

Vesturport. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband