27.3.2007 | 08:45
daginn eftir
ég þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í gær, og satt að segja voru þeir fáranlega margir. hugsanleg skýring gæti verið að enn og aftur sýndi fréttablaðið mér þann ómælda heiður að vera nefndur eitt af ammælisbörnum dagsins, með mynd og alles. fallegt. og almennilegt af þeim að gera mig annað árið í röð ári yngri en raunin er. manni liggur einmitt ekkert á.
að gamni mínu gúgglaði ég þann 26. mars og komst að því að eftirtaldir héldu upp á gærdaginn með mér: alan arkin, keira knightley, diana ross, martin short, james caan og svo var leikritaskáldið tennessee williams með okkur í anda. ok, allir nema hún keira soldið svona gamlar fréttir kannski, en upp til hópa er þetta hinn besti félagsskapur.
mamma og systkinin gáfu mér feita úttekt í IKEA með óskum um að ég nái nú einhvern tíma á næstunni að stækka við mig. það vona ég innilega líka. þetta má alveg fara að gerast!
ÁSTIN er að sigra, fólk flykkist í leikhús. og ég byrjaður að æfa næsta verkefni.
meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2007 | 17:53
hvíldardagur
ekki alveg laust við að tekið hafi verið soldið hressilega á því þessa helgi.
mjög skemmtilegt.
og svo ætla vinir mínir þórhildur og sveinn að bjóða mér í mat í kvöld.
sem er bara frábært.
ég hyggst gefa sjálfum mér afmælisgjöf.
ég ætla ekki að segja frá því hér hver hún er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 12:43
uppáhalds
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 08:50
dúddi er að koma!!
jude hringdi í mig í gærkveldi. bara að staðfesta að ferðin upp á klaka er on. hann lendir í kvöld. nokkrir vinir okkar ætla að koma með honum. ég er þokkalega sáttur, náttulega löngu kominn tími á að þeir heimsæki kallinn. jude (eða dúddi eins og ég kalla hann) kom náttulega bara einn síðast og svo rakst hann á höllu þegar við vorum á sirkus og ég sá nú ekki mikið af honum eftir það. helvítis melurinn. ég sagði við hann í gær: "dúddi. and ðis tæm, no fokking dissapíring bíkos of some æslandik görl giving jú vonn off hör kjúd lúkks." hann skellti náttulega uppúr. við vitum báðir hvernig hann er. alveg ótrúlegur þegar tjellingarnar eru annars vegar. annars var hann að hóta mér því að eyða helginni meira og minna á óliver. og ég bara: "fokk jú. nó fokking óliver. ðis tæm ví gó tú somm dísent bar. næsti bar, ðets ðe pleis dúddi. and djöst óver ðe strít from ðe hótel! or ölstofan meibí. vell, ení oðer pleis ðen óliver men!" hann sagðist ætla að hugsa málið. fór svo allt í einu að tala um einhverja stelpu sem er víst að vinna á 101 og sá hann óvart á handklæðinu einu fata síðast þegar hann var hérna. var að vona að hún yrði á vakt um helgina. "meibí æl drop ðe tável ðis tæm." og svo hló hann. djöfull sem ég elska hann. þokkalega traustur félagi. haldiði að hann hafi ekki endað samtalið með þessu: "jess, end ðenn it is jor börþdei onn mondei. meibí æl bring a pressent mæ dír frend!" hann er þokkalega að fara að færa mér eitthvað rándýrt dót. ekki það að ég sé eitthvað að vonast eftir því. mér nægir að fá vin minn í heimsókn.
eitt svona frummannaöskur inn í helgina: OOOOOAAAARRRRGGGGHHHHHHHH! YEEEAAAAHHHH...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2007 | 08:45
absolutely dead
þetta er ekki svona einfalt. ég hef áður skrifað um þennan frasa, sem mér leiðist, líklega af því að ég er sjálfur frekar einfaldur maður. líka af því að stundum finnst mér þessi setning notuð til að flækja hluti sem í raun eru ekkert flóknir. vís formáli að útúrsnúningi. "nei vinur minn. þetta er bara ekki svona einfalt."
og vissulega eru hlutirnir ekki alltaf eins einfaldir og maður myndi vilja. heimspekingurinn fór í morgunsárið að hugsa um rétt hverrar manneskju fyrir tilveru sinni. minn eigin rétt. og rétt íraska túlksins sem ég heyrði rætt við í útvarpinu í morgun, og varð kveikjan að þessum vangaveltum. viðkomandi einstaklingur, hugsanlega jafnaldri minn, hefur síðan hin óréttmæta innrás okkar í land hans hófst, starfað sem túlkur fyrir danska herinn. í ágústmánuði heldur danski herinn heim, og þeir írakar sem hafa starfað sem túlkar á vegum hans hafa beðið um að fá að fylgja þeim. ástæðan er sú að þeir eru nokkuð vissir um að verða drepnir af samlöndum sínum, blóðþyrstum múslimum, þegar þeir ljúka starfi sínu. aðrir túlkar hafa hlotið þessi örlög, þeim var slátrað um leið og þær herdeildir sem þeir störfuðu hjá létu sig hverfa.
ætli þessi íraski samjarðarbúi minn hafi ekki einmitt fengið þetta svar við fyrirspurn sinni: "nei vinur minn. þetta er bara ekki svona einfalt." dönsk stjórnvöld hafa hafnað öllum umsóknum túlka um landvist á danskri jörð.
það stakk mig, þar sem ég sat í hlýju eldhúsinu mínu og sötraði nýlagað kaffið, að heyra röddina í þessum manni. hann sagði bara eina setningu. aðspurður um hvað biði hans núna í ágúst þegar danirnir hyrfu á brott, svaraði hann: "i really don't want to think about it, because i will be absolutely dead."
hvað skyldi ég vera að gera í ágúst?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 08:11
páll ekki sáttur
þá hefur sá ágæti leikhússkríbent páll baldvin sagt sína skoðun á verki okkar félaga. og ekki ætla ég að láta eins og skrif hans komi á óvart. maður beið bara eftir að sjá hversu lítið hrifinn hann yrði. ég hef áður sagt hér á síðunni að mér þyki ávallt hressandi og gaman að lesa það sem páll hefur að segja og það er ekkert öðruvísi þótt skrifin beinist að mér persónulega. dómur hans í dag er skemmtileg lesning. og ágætt að þar kemur fram sú skoðun hans að honum þykir þessi nýja sýning vesturports bera yfirbragð fyrri verka okkar, rómeó og júlíu (sem við höfum sýnt síðustu 5 ár, fjöldi sýninga að nálgast 400) og woyzeck (sem við sýnum í amsterdam í apríl og á spáni í júní), nefnilega að vera of einfaldar og þar engan veginn kafað nógu djúpt. við erum nefnilega ekki nógu intelektúal fyrir pál, og án efa eru fleiri í hans hópi.
ég held einmitt, og þetta hef ég lesið úr öðrum pistlum páls um verk okkar, að hann sé yfir sig undrandi á þessari velgengni okkar, á þessari útflutningsstarfsemi, á öllum þessum yfir sig ánægðu leikhúsgestum. hann skilur ekkert í henni og um leið förum við nett í taugarnar á honum og höfum alltaf gert. sjálfur get ég sosum ekkert útskýrt af hverju okkur gengur svona vel, en er þakklátur fyrir að smekkur fólks er misjafn, og að við í vesturporti höfum þetta oft náð að hrífa fólk með okkur.
mogginn segir: "ómótstæðileg sýning". fréttablaðið segir: "þægileg afþreying en meingölluð".
nú þarf fólk bara að koma, sjá og dæma sjálft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 10:25
faraldsfótur
það styttist í stórafmæli hjá stráknum. stráknum segi ég því ég er og verð ekkert annað, þrátt fyrir að árin færist yfir hraðar en makklaren bíll á góðum degi (já eða nóttu, mér skilst að formúlufólk láti það ekki aftra sér frá því að horfa á þetta annars vonlausa sjónvarpsefni).
eitthvað hafði ég minnst á partý. ætlaði núna að láta verða að því loks, að halda upp á. var farinn að tala um sal og læti. sú hugmynd er í þann veginn að fjara út, áhersla þessa dagana meira lögð á fermingarveislu frumburðarins þann 1. apríl. en ég fæ mér bjór um komandi helgi. held upp á þetta þannig. ótrúlega orginal.
hins vegar hef ég í hyggju að halda veglega árshátíð víkings kristjánssonar ehf. um páskahelgina. og hvað er meira viðeigandi en að kíkja á heimaslóðir af því tilefni? jebb, aldrei fór ég suður hátíðin er í sigtinu. gladdi mig að lesa í blaði í morgun að þetta magnaða tónleikaband verður á staðnum. hef séð þau læf einu sinni og það var ekkert djók! auðvitað verður ýmislegt fleira áhugavert á dagskránni. í faðmi fjallanna fögru sem umlykja þann ágæta bæ, ísafjörð.
svo er bara að ganga skrefinu lengra í þessu máli. ekki bara tala, heldur framkvæma.
veit að brynhildur einarsdóttir vinkona mín og vestfjarðarplöggari númer 1, gæti ekki verið meira sammála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 23:28
dansi dansi
ég fór með örnu dóttur mína í fyrsta sinn á sýningu íslenska dansflokksins í kvöld. hún var ansi spennt, i fyrsta lagi yfir því að fara í leikhús, sem henni þykir alltaf gaman, og í öðru lagi af því hún hafði ekki hugmynd um hvað hún var að fara að sjá. ekki laust við að ég væri spenntur líka og fylgdist grannt með viðbrögðum hennar.
fyrra verkið fór mjög hægt af stað. dansararnir í einhverri óræðri þvögu fyrstu mínúturnar, sem bifaðist hægt upp og niður. sú stutta hafði litla þolinmæði í þess háttar og pikkaði aftur og aftur í mig og kom með komment eins og: "voða skemmtilegt eitthvað!" og "á þetta bara að vera svona, endalaust??" en svo fóru hlutir að gerast, músíkin varð taktfastari og hópurinn á sviðinu líflegri. og sú stutta sat grafkyrr og gapti.
hún gekk yfir sig glöð úr leikhúsinu, staðráðnari en nokkru sinni í að dansa allt sitt líf. ég leyfi henni það náttulega aldrei. hún á að verða verkfræðingur eða heilaskurðlæknir. forseta alheimsins kemur hugsanlega líka til greina.
sjálfur var ég líka ánægður með kvöldið, eins og yfirleitt þegar sýningar dansflokksins eru annars vegar. magnþrungin tónlist jóns leifs sem notast var við í seinna verkinu var hressileg sprengja í eyrun. þokkalegt páver.
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 10:15
bless aldrei
á þessum blauta, slyddugráa en þó fallega föstudagsmorgni hefur heimspekingurinn verið að hugleiða orðið aldrei. fyrst hugsaði hann: "aldrei að segja aldrei! hve þau orð eru sönn." og í kjölfarið stakk hann upp á því við sjálfan sig að útrýma orðinu fyrir fullt og allt úr málinu. það er samt ekki alveg sanngjarnt, eða hvað? aldrei hefur jú fullan rétt á sér þegar vísað er til fortíðar. handahófskennt dæmi: "ég hef aldrei komið til holmenkolmen." en þar með eru notkunarmöguleikar upptaldir. og reyndar... þegar maður pælir í því, er einfaldlega hægt að setja orðið ekki í staðinn, og henda orðinu aldrei í burtu. sísona. veskú, út með þig!
af því að ég held maður eigi ekki að segja aldrei. lífið býður ekki upp á notkun á þessu orði. til þess er þetta ferðalag of óútreiknanlegt, með öllum sínum óvæntu uppákomum og atburðum, hvort sem það eru tilviljanir eða ekki. allar þessar skrýtnu beygjur. leiðin svo sjaldan bein.
maður veit... ekki.
góða helgi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 10:26
mér þykir vænt um eldhúsið mitt
ekki eyddi ég gærkveldinu í að horfa á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðum á alþingi. ég var svo glaður yfir því að það var miðvikudagur og taldi mig muna rétt að þá væri EXTRAS á dagskrá. hef ekki séð einn þátt í nýju seríunni. komst svo að því að dagskrá kvöldsins var helguð ræðuhöldum þingmanna. ef einhver veit af hverju þau eru kennd við eldhús (mér þykir vænt um eldhúsið mitt), já eða eitthvað sem heitir eldhúsdagur (vaddiddivatt?) þigg ég þá vitneskju með þökkum. tilgangslausar upplýsingar eru gróflega vanmetnar. alltaf gott að geta slegið um sig í góðra vina hópi...
í morgunfréttum heyrði ég brotabrot úr helstu ræðum. og það er þetta með nýja stjórnarskrárfrumvarp þeirra knoll og tott. einhvern veginn hélt ég að þeir myndu sjá að sér. lögfræðingar, ekki bara einn heldur margir segja frumvarpið mjög óskýrt. það er hægt að túlka það á marga vegu, sem þykir ekki gott þegar um klausu í stjórnarskránni er að ræða. þetta eru ekki lögfræðingar á vegum stjórnarandstöðunnar, ugglaust x-a margir þeirra við D í vor, af gömlum vana. hvort einhverjir þeirra merki við B þori ég hins vegar ekki að hengja mig upp á.
en þrátt fyrir álit lögfræðinga, og þrátt fyrir að nokkrir stjórnarliðar hristi hausinn og segi réttara að bíða með þessa vitleysu (ergo:gleyma henni) þá halda geir og jón áfram og þykjast ætla að berja þetta í gegn. og, það sem mér finnst enn meira fyndið, ja... eða enn meira pirrandi kannski, er þegar þeir vísa í boð stjórnarandstöðunnar um að taka þátt í að búa til réttmæta stjórnarskrárbreytingu. og þegar þeir hneykslast á því að nú vilji andstaðan ekki vera með. EN... boðið snérist ekki um þetta frumvarp!! er þetta eitthvað flókið?? er það eitthvað annað en kjánalegt að þykjast misskilja það??
jæja. hættur. yfir í annað miklu skemmtilegra.
hér er mynd eftir tómas. eragon, bindi 2, er brátt á enda. sonur minn hefur svo gaman að því að ímynda sér hvernig helstu persónur hennar líta út. dundar sér við að teikna þær meðan ég les. þetta er semsagt roran, bróðir eragons.
já. og verður maður ekki að misnota aðstöðu sína aðeins og plögga smá.
bendi á gagnrýni á ÁST í mogganum í gær þar sem segir að um "ómótstæðilega" sýningu sé að ræða. ég hvet áhugasama að drífa sig ef þeir vilja komast fyrr en síðar. miðar renna víst út eins og heitar lummur.
sem er gaman.
chiao.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)