10.4.2007 | 09:54
eftir páska
ókey. páskar búnir, sem er sosum alveg í lagi. loksins búið að opna bankann minn aftur svo ég get stormað þangað og beðið um eitt stykki greiðslumat því nú skal keypt íbúð! leit yfir fasteignaauglýsingar í fréttablaðinu í dag og gott ef þar voru eru ekki 3-4 sem vert er að skoða. þetta hljóta að teljast merkilegar fréttir úr lífi mínu.
hvað liggur mér annað á hjarta... hmmm...
ætti ég að tala um pólitík? nei. nenni því ómögulega.
ætti ég að tala um hugleiðingar mínar um hvert innlend dagskrárgerð á RÚV stefnir, hugleiðingar sem spruttu út frá dagskránni á páskadagskvöld? nenni því ekki heldur.
ætti ég að tala um hvernig ég, eins og alltaf, fylgi straumnum á endanum, og hef nú startað mæspeis síðu? nei nei, það þarf enginn að komast að því, best að halda því leyndu um stund.
ætti ég að tala um flugger málningu? hmmm...
ætti ég kannski bara að láta staðar numið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 16:07
gleðilega páska
ætlaði að skrifa næst að afloknum páskum. læt þetta þó flakka:
á þessum fallega páskadegi ætla ég að endursegja sögu sem ég heyrði í útvarpinu í morgun. hún er korní en ber með sér mikilvægan boðskap sem aldrei verður of oft ítrekaður.
tveir englar sátu á skýi og héldu á veiðistöngum, girnið leiddi niður frá staðnum þar sem þeir sátu alla leið til okkar mannanna. annar þeirra hafði ekki undan og dró endalaust inn aflann sinn á meðan hinn boraði í nefið og varð varla var. aðspurðir um hvað þeir höfðust að, sagði sá sem mikið hafði að gera að hann væri að veiða óskir mannanna. hinn aðgerðarlausi sagðist aftur á móti að sitt verk væri að hala inn þakklætið.
málshátturinn minn þetta árið: sinn brest láir hver öðrum mest. og svo ég vitni í leikverkið sem ég er að æfa um þessar mundir: "þetta er satt!"
von um gleðilega páska.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 17:12
það er ein stelpa...
lífið er ljúft.
lífið er gott.
lífið er ansi hreint dásamlegt.
læt frá mér heyra að páskum loknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 15:53
að segja hluti
svo var kosið og stækkun hafnað. gaman að því.
ætlar enginn að konfrontera toppana hjá alcan með þetta "ef ekki verður stækkað erum við bara farin!" bull, sem var auðvitað ekkert nema hræðsluáróður, eingöngu sleginn fram til að reyna að hafa áhrif á úrslit?
álverið er auðvitað ekki að fara neitt. nú skilst mér að þeir séu meira að segja að skoða möguleika á aukinni framleiðslu án þess að stækka verksmiðjuna.
nei það er náttulega með alcan liða eins og fólk sem ber ábyrgð á hlutum í þessu blessaða landi. það er allt í lagi að tala með rassinum, ekki síst fyrir kosningar. það er enginn sem að týnir það upp og treður því ofan í mann aftur.
en alla vega... stækkun hafnað. skál fyrir því!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 22:57
ferm
nú er ég alveg harður gaur sko, en ég verð að viðurkenna að það var eins og eitthvað festist í hálsinum á mér þarna í kirkjunni þegar drengurinn kom gangandi að altarinu með félögum sínum. líklega bara einhver skítur, maður er náttulega hættur að reykja, lungun að hreinsast og það allt.
tómasinn minn litli er að verða fullorðinn. það er víst bara þannig.
ótrúlegt hvernig ég eldist ekkert að sama skapi. hlakka til þegar við verðum jafnaldrar. það verður stuð.
páskar bráðum. ég fer hvergi. og er þokkalega sáttur við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2007 | 00:05
prinsip
sko. mér finnst maðurinn hér á myndinni, sem heitir kristján, bara allgott skáld. einu sinni, til dæmis, var ég viðstaddur einhvers konar ljóða ædol keppni í tjarnarbíói, viðburður sem tengdist menningarnótt í reykjavík, soldið fyndið bara, og þar stóð kall sig með stakri prýði og býsna skemmtilegt á hann að hlusta. gott ef hann vann ekki.
en núna stendur umræddur kristján, annað árið í röð, í einhverju stappi út af júróvísjón! og ég spyr: hvað er það?? helst hefur maður á tilfinningunni að manninn langi alveg ómótstæðilega mikið út til að vera viðstaddur sjálfa aðalkeppnina. ok, það er sjálfsagt heilmikið stuð. hann lítur kannski á það sem tækifæri, frekari vinnu í dægurlagatextagerð. og aftur spyr ég: hvað er það??
sjálfur talar hann um prinsip. þetta sé prinsipmál. en ég get ekki annað en sagt: þetta er júróvísjón, for kræing át lát!!
og svo, á hinn bóginn, má sosum segja: hver er ég að dæma sanna söngvakeppnisaðdáendur, sanna textasmiði, sanna prinsippmenn?
mér væri nær að hnoða saman, þó ekki væri nema skítsæmilegum söngtexta um ástina, örlögin, lífið, ellegar halda bara k j.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2007 | 13:42
lag dagsins
lag dagsins er án efa wake up með arcade fire. hef lítið sem ekkert hlustað á nýja diskinn. það kemur seinna...
Children wake up,
hold your mistake up,
before they turn the summer into dust.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 09:43
fyrirlestur í sölumennsku
vá, ég sá í fyrsta sinn í gær sjónvarpsmarkaðinn nýja (eða er hann kannski búinn að vera lengi í gangi?), hið svokallaða vörutorg. þetta er náttulega tótallí frábært dæmi, ég var bara búinn að gleyma hvað svona er skemmtilegt sjónvarpsefni. fyrsta hugsunin hjá manni er alltaf: ég þarf að fá mér svona. plötuspilari? með innbyggðu útvarpi og hátölurum? og lúkkar svona skemmtilega, þú veist, ekkert digital kjaftæði heldur svona gamaldags útlit og bara skífa sem maður snýr til að finna rás. mösthef! og matvinnsluvélin sem tekur nákvæmlega ekkert pláss en getur gert nákvæmlega allt! þokkalega girnilegir próteindrykkir sem hægt er að hræra saman í þessari græju. og verðið alveg ótrúlegt. mösthef!
tótallí frábært!
ég eyddi smá tíma í að stúdera kynninn. ég er að spá í að senda honum línu, því að mínu mati er sitthvað sem betur má fara hjá honum. má kannski segja að það hafi verið hann sem kom í veg fyrir að ég tók upp tólið og eyddi öllum peningunum sem ég á ekki. læt niðurstöður mínar fylgja hér því hver veit nema fleiri geti nýtt sér þær í leik og starfi.
í fyrsta lagi: snyrtilegur, dökk jakkaföt (traust), hárið nokkuð perfekt þannig séð og svo... hringur á litla fingri? ekki málið. aðstandendur torgsins eru greinilega á öðru máli, endalaus klósöpp á hringinn bera því vitni. en ég segi: burt með hringinn. hringur á litla fingri er ekki alveg traust. og sölumaður þarf fyrst og fremst að vera traustur. til að fullkomna blekkinguna. giftingahringur, hvort sem hann er feik eða ekki, það er traust. í öðru lagi: rétt málfar er traust. rangt málfar, ekki alveg jafn traust. gaurinn gerði sig helst til of oft sekan um að tala vitlaust, mest bar á því að hann sleppti smáorðum og notaði of mikið af aukaorðum. aukaorð eru semsagt alltso ekki þannig séð mjög traust. endurtekning á frösum getur hugsanlega gert gagn, en síendurtekin endurtekning er alls ekki traust. þetta atriði er auðvelt að leysa. ákveða bara fyrirfram hvað maður ætlar að segja, skrifa það á blað og staðsetja blaðið við kameru. það er ekki eins og fréttaþulir séu endilega jafn gáfaðir og traustir og þeir líta út fyrir að vera, seiseinei. í þriðja lagi: þegar maður er með álitsgjafa í stúdíóinu (og ójá, þar birtast álitsgjafar sem eru bara flottir) þá er ekki traust að horfa beint í kameruna og kinka kolli meðan álitsgjafinn gefur álit sitt. eins og maður viti nákvæmlega hvert svarið er. maður verður að láta eins og það komi manni skemmtilega á óvart. svona: "mig grunaði reyndar mjög sterklega að þetta væri pottþétt græja og svo kemur þessi náungi sem veit allt og hann staðfestir þennan grun minn! hvað segirðu, reynir græjan á alla vöðva líkamans? frábært!" annars er þetta of æft, og æft er í þessu tilliti ekki traust.
ef ofangreindar athugasemdir verða teknar til greina er ég ekki í vafa um að salan á eftir að aukast margfalt. ég efast reyndar ekki um að hún er umtalsverð nú þegar. það er svo mikið af fólki, held ég, sem veit bara ekki hvað það á að gera við alla þessa peninga.
við þau ykkar sem eruð á þessari stundu farin að efast um geðheilsu mína vil ég segja: þær efasemdir eiga fullan rétt á sér. ég er náttulega ekki venjulegur. hef reyndar aldrei verið, en þessi færsla blottar mig kannski endanlega.
já og bæ ðe vei: britney spears fór til tannlæknis í gær. var víst með svo heiftarlega tannrótarbólgu. þetta var Í ALVÖRU í fréttum áðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 18:25
skeinuskúbb
það er gaman að skúbba. ok, þetta er kannski ekki skúbb. samt. ég veit soldið sem ekki er orðið opinbert. opinberast á morgun. frekar lélegt skúbb það? skúbb SAMT.
ísafold kemur út á morgun. jón viðar, frægasti leikhúsgagnrýnandi íslands, skrifar um ÁST í blaðinu. hann ku vera nokkuð kátur, svo ekki sé meira sagt.
hah.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 12:22
skraf
ég er líklega búinn að missa bílfarið vestur á tónlistarhátíðina góðu.
í algjöru flippi kíkti ég við hjá flugfélagi íslands og tékkaði á flugfargjaldi. verðið kom lítið á óvart.
ferðin fram og til baka sirka 25.000 kall!
þetta er ekkert nema fyndið.
eða, jú. fáranlegt líka.
kannski maður skelli bara þumlinum upp í loft og húkki sér far.
gæti búið ævintýri í því. vaða bara út í óvissuna.
svo les kannski einhver þetta og það er pláss í bílnum.
og svo
er líka kannski bara góð ástæða til að halda sig í bænum.
þaldénú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)