amsterdam - lok

vertu sæl amsterdam.

þetta var skemmtilegt, og nokkuð ljóst að ég kem að hitta þig aftur. ætla ekki að segja hvenær. vinkona mín berlín er búin að bíða ansi lengi, hún hringdi oft til að byrja með eftir að ég kvaddi, bara svona að tékka, en loks gafst hún upp og ég hef ekki heyrt í henni um gott skeið. 

eitt sem mig langar að benda þér á gæskan, alls ekki illa meint eða neitt og þú mátt ekki verða fúl, því þrátt fyrir allt ertu frábær. en... þú ert örlítið dýr. spurning um að leysa það áður en ég kem aftur. það væri æði. 

ást,

víkingur. 

 


amsterdam VI

amsterdam 3taskan fyllt af súvenírs.

svo gott að finna eitthvað sem hentar öllum.

 

 

 

 

 

 

 

kem heim ekki á morgun heldur hinn. ætla að njóta tímans sem eftir er, en svo verður líka æðislegt að koma heim til þeirra sem þar bíða. 


amsterdam V

ok. amsterdam.

maður hefur nú ferðast eitt og annað, kannski ekki útum allt en hingað og þangað samt. og amsterdam gerir sig lítið fyrir og vippar sér í efsta sætið á lista yfir uppáhalds EN... hún situr þar ekki ein heldur við hliðina á þeirri dásamlegu borg berlín, sem trónað hefur á toppnum síðan ég fór þangað árið 2000 (og er auðvitað alltaf á leiðinni aftur). amsterdam minnir reyndar heilmikið á berlín. alls konar staðir, frábærir veitingastaðir á hverju götuhorni sem bjóða upp á matseld hvaðanæva að úr heiminum. ég er t.a.m. búinn að heimsækja besta ítalska restaurant sem ég hef prófað ever, og í gær fór ég á indónesískan stað sem var algjörlega magnaður, bæði matur og þjónusta. skemmtileg kaffihús og pöbbar, fyrir utan sjálfar "kaffisjoppurnar" sem eiga það sameiginlegt með internetkaffinu að bjóða helst upp á eitthvað allt annað en kaffi. ég hef reyndar ekki heimsótt slíkan stað ennþá. alveg satt.

berlín hefur þó leikhúslífið framyfir, en hér er woyzeck til sýnis svo það er kannski að glæðast. nei ég segi svona. 

andrúmsloftið er afslappað, eins og ég hef áður nefnt. soldið köben, samt meira kúl... einhvern veginn. þekktur er frasi þeirra dana að hafa það huggeligt (stafsetning ekki endilega rétt) og hollendingar eiga sér slíkan frasa. orðið þeirra er gezellig (borið fram heh-sel-ikk). tungumálið hér er náttulega fáranlegt en hollendingar mega eiga það að hér er ekki að finna tungumálahrokann sem maður getur auðveldlega rekið sig á í þýskalandi, og að mér skilst í frakklandi (hef ekki komið til frakklands). hollendingar tala bara ensku og finnst það ekkert tiltökumál. og hver er til að segja að þýska eða franska sé merkilegra tungumál en hollenskan? maður spyr sig. 

í kvöld er 3. sýning, á morgun sú 4. og síðasta. þar sem ekki er flug frá amsterdam á mánudag komum við ekki heim fyrr en á þriðjudag. 


amsterdam IV

amsterdam 3 001loksins áttuðu þær sig á því að það beið þeirra ekkert í moskvu, enda borgin skítug, ljót og leiðinleg. þær pökkuðu oní töskur, tóku næstu vél til amsterdam og opnuðu krá.

annað hvert laugardagskvöld afgreiða þær sjálfar á barnum, berbrjósta að sjálfsögðu.


amsterdam III

amsterdam 2 028bbesti vinur amsterdambúans.

amsterdam II

hollandeinmitt það sem maður er alltaf að reyna að undirstrika: 

 

you're never to old...


amsterdam I

það er satt sem sagt er um þessa borg. hún er frábær.

þetta fer allt eftir andrúmsloftinu. stemmingunni. tjillinu. amsterdam virkar vel á mann, og til þess þarf maður alls ekki að hafa stigið inn á eitt af hinum fjölmörgu "coffee shops" og fengið sér eina feita. hér er líka komið vor. alvöru vor þið vitið, svona vor sem kemur einhvern veginn aldrei á íslandi, svona vor sem við köllum ótrúlega vel heppnað sumar hjá okkur. gærdagurinn fór í rölt. við fengum frí allan daginn þar sem verið var að sýna óperu um HERKÚLES á sviðinu okkar.  við erum mjög vel staðsett, hótelið miðsvæðis og tveggja mínútna labb í leikhúsið. getur ekki verið betra.  

í dag rennum við klukkan 14.00 og fyrsta sýning er klukkan 20.15 í kvöld.

ég er soldið að taka hérlenda út, reyna af minni alkunnu glöggskyggni að átta mig á þessari þjóð. gott ef það kemur ekki skilgreining næstu daga. já og myndir ef ég er heppinn. ég er búinn að taka fullt af myndum. ætlaði reyndar að láta nokkrar fylgja með þessari fyrstu færslu af hollendskum vettvangi en tæknin er að stríða mér og myndirnar neita að koma inn.

það gengur bara betur næst.

þetta er víkingur kristjánsson í amsterdam.


it's an imac

imakkiég og barnsmóðir mín, og hennar maður, vorum soldið grand á því og gáfum tómasi tölvu í fermingargjöf. imac, eins og þessa hér til hliðar. týpan var uppseld fyrir daginn stóra en kom í hús í gær. skjárinn svo stór að það er á mörkunum að hann komist fyrir í stofunni.

ég er búinn að vera að leika mér aðeins í morgun, skoða gripinn, taka hann út. nota tækifærið meðan unglingurinn hrýtur. og heilagur skratti, ég segi ekki annað (viðeigandi orðalag eða hitt þó heldur). þetta er geðveik græja! 

ég þarf víst ekki lengur að hafa áhyggjur af því að litla tölvunefnan mín verði fyrir misnotkun í tíma og ótíma. spurning hvernig henni líður greyinu, núna þegar nýtt afkvæmi er komið inn á heimilið. henni getur varla liðið vel. ég meina, mig langar ekkert að eiga hana lengur... mig langar í svona eins og tómas á! 

nú skiptir máli að fresta flutningi í stærra og betra húsnæði eins lengi og hægt er. því þegar við flytjum fær tómas sérherbergi og makkinn verður náttulega þar, sem er auðvitað algjört rugl, svona fallegur gripur er ekkert annað en stofustáss!

flýg til amsterdam eldsnemma í fyrramálið. millilending í kjöben.

ferðasagan dokkjumenteruð sem mest ég má. stei tjúnd. 


tveir eins

krulla 2þetta finnst mér soldið fyndið. báðar þessar myndir eru á sömu blaðsíðunni í fréttablaðinu í dag.  

 

 

 

 

 

 

allt í einu er arnar jónsson farinn að leika gunnar kvaran í leikriti um einhverja hálsfesti sem einhver helena á.

krulla
gunnar kvaran. ótrúlegur maður.


flens

mér er farið að líða eins og persónu í sælir eru einfaldir e.gunnar gunnarsson. annar hver maður rúmliggjandi og allt í hönk. ok, ástandið kannski ekki jafn ískyggilegt og þegar spánska veikin herjaði, en mér finnst bara svo kúl að vísa í stórbókmenntir og þykjast víðlesinn (nb. ég er náttulega ekki búinn að lesa umrædda bók, man bara sirkabát um hvað hún er. hvað maður kemst langt á kjölfræðinni...)

ég stend enn heill heilsu. mæli með lýsi á hverjum morgni, tekur alls ekki meir en 10 sekúndur að innbyrða sem samsvarar einni matskeið - þótt jón atli segi okkur í auglýsingunni að það taki 15. svo er ég farinn að taka omega-3 olíuna líka. spurning hvar þetta endar. já, og svo er líka gott að banka þrisvar í spýtu. 

æfingar á hinu nýja verki hafa legið niðri eftir páska vegna veikinda. um er að ræða nýtt leikrit eftir björn hlyn vin minn, frumsýning áætluð í haust. 

ég sýni ást um næstu helgi og á mánudagsmorgun flýg ég til amsterdam, hvar ég mun dvelja í rúma viku og sýna með félögum mínum woyzeck. ég hef aldrei komið til amsterdam og hlakka til. borgin ku vera mjög falleg og skemmtileg. tek myndavélina með mér. hef fengið staðfest að á hótelinu sé þráðlaust net á herbergjum svo ég get skellt upplifun minni hér á síðuna.

og... já. ðets abát itt for ná. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband