ósk um aðstoð

er einhver til í að taka manninn í dominós útvarpsauglýsingunum og loka hann inni. höfundur auglýsinganna má alveg stytta honum stundir í klefanum.

takk. 


á döfinni

salamancaþað styttist í næstu leikferð.

þriðjudaginn 29. maí, salamanca á spáni. pródökt: woyzeck.

um borgina veit ég ekkert, en myndirnar sem gúggull færir mér lofa sannarlega góðu. það sérstaka er að leikhópur, sviðsmenn með sviðsmynd og allt heila klabbið, þvælist alla þessa leið til að sýna einu sinni! 

frá salamanca ætlum við nokkur úr hópnum að fara til barþelona. þangað hef ég aldrei komið en kunnugir segja að þar sé æði gaman. 

það er nákvæmlega ekkert að þessu. ég er lukkunar pamfíll.

 

ég las í stjörnuspá fyrir mánuðinn að hrúturinn ætti að nota maí í að rannsaka og undirbúa sig fyrir komandi verkefni. það er einmitt það sem ég er að gera þessa dagana. fylla brunninn. 

ótrúlega mögnuð þessi stjörnuspeki. 


elsku jón

púff.

semsagt, ísland í dag skúbbar í gærkveldi. jón sig ætlar að segja af sér, áreiðanlegar heimildir herma. 

viðbrögð jónsa við þessari umfjöllun eru eitthvað svo... æi. 

ekki tímabært að svo stöddu að segja af sér, til dæmis óþarfi að segja af sér ef ekkert yrði úr samstarfi samf og sjálf. framsóknarmenn alltaf til í tuskið sko. eitthvað í þá veru hefur hann víst látið frá sér í dag. og geir og ingibjörg alveg í massasleik sem ekkert er á leiðinni að slitna. 

elsku jón. 

þetta er eitthvað svo desperat. eitthvað svo sad. eitthvað svo... æi. 

mig langar mest til að klappa kalli á bakið og segja: svona svona... 


þá nú og þegar

ég var að aðstoða son minn við próflærdóm í kvöld. lásum í sameiningu námsefnið í landafræði. ekki laust við að manni fallist hendur að fá staðreyndirnar svona beint í æð. þið vitið, þessa hluti sem maður lærði sjálfur og á að þekkja en hefur leyft sér að gleyma, rétt eins og þeir skipti ekki máli:

Skógar eru ruddir á stórum svæðum til að fá beitiland fyrir nautgripi. Í Suður- og Mið-Ameríku eru reistir stórir búgarðar til nautgriparæktar. Regnskóginum er breytt í beitiland. Kjötið er flutt út til iðnríkjanna í norðri og útflutningstekjurnar renna til erlendra fyrirtækja og fámenns hóps innlendra manna. Regnskógur er einnig ruddur til að fá hráefni handa trjávöruiðnaðinum. Aftur eru það iðnríkin sem taka til sín hráefnið. Í Suðaustur-Asíu er mikil ásókn í alls konar eðalvið. Tekk og aðrar viðartegundir verða að húsgögnum í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu.

Horfinn regnskógur verður ekki endurheimtur í fyrirsjáanlegri framtíð...

þegar ég lærði landafræði, og það eru komin þó nokkuð mörg ár síðan, minnir mig að regnskógarnir hafi líka verið í hættu. sirkabát einn fótboltavöllur á sekúndu, eitthvað rámar mig í slíka statistík. ástandið hlýtur að vera ennþá svartara nú. eða hvað? hugtakið "global warming"  virðist æ meira áberandi. mig minnir líka að þá, eins og nú, hafi okkur saklausum nemendum verið bent á að þörf væri á úrræðum, og að það væri, með samstilltu átaki, möguleiki að snúa við blaðinu.

það væri fróðlegt að fá að skyggnast í landafræðinámsbækur barnabarnanna...    


kveðja

peter bergerí gær féll frá minn ástkæri peter berger.

hvíl í friði elsku vinur.

takk fyrir allt sem þú gafst mér.

megi rut öðlast styrk til að ganga í gegnum sorgina. hún, jirí og eva eiga samúð mína alla. 


minning um mann

um síðustu helgi fór ég í sund. þar sá ég mann sem mér fannst ég kannast við. hann var þarna með konu sinni og börnum. ég var strax nokkuð viss um að þetta væri gamall skólafélagi frá heimavistinni fyrir vestan. hann leit ekki á mig, virtist ekkert tengja, enda þekktumst við lítið sem ekkert þótt við værum saman í skóla. hann var að mig minnir tveimur bekkjum á eftir mér. 

rétt í þessu var fleira að rifjast upp fyrir mér. þessi strákur átti ekki sjö dagana sæla. hann þekkti fáa og hélt sig til hlés. en þrátt fyrir að gæta þess að abbast ekki upp á nokkurn mann og reyna að vera ósýnilegur losnaði hann ekki við aðkast frá samnemendum. hann hlaut viðurnefnið "lúsífer brælon".

ég ætla ekki að hvítþvo mig. þótt ég hafi aldrei startað árásum sem þessum, tók ég þátt í þeim. af því ég var hræddur og fannst betra að hanga í vinningsliðinu, burtséð frá því hvaða karaktera það hafði að geyma. um það er ég sekur.

ég man ekki rétta nafn þessa manns. ég óska honum alls góðs. megi honum farnast vel og eiga hamingjuríka ævi.   

 


uppgjör

svbrk (47)tökum lokið.

tótalí frábært ferli á enda.

frummari: langt þangað til. 

plein hamingja, veskú benedikt, nevada bob, barabímbarabúmm, allir sáttir, geim óver.  


svo fór

og þannig fór það svo...

á leið til vinnu seinni partinn í dag heyrði ég talað við forystumenn flokkanna. og ég sver það, það var að heyra á jóni sigurðssyni að það kæmi til greina að halda meirihlutasamstarfi áfram!! eftir allt sem hann lét útúr sér síðastliðna nótt, eftir það sem snúlla sagði um daginn, eftir það sem aðrir framsóknarmenn hafa látið í veðri vaka, nefnilega að það sé út í hött að halda áfram eftir þetta afhroð, og með ekki meira fylgi á bak við sig og raunin er, hljómaði jón eins og þetta væri raunhæfur möguleiki í stöðunni. "ríkisstjórnin heldur þrátt fyrir allt velli..." og eitthvað bledible. nú er ég ekki alveg viss, en er umræddur jón ekki einmitt einn af þeim sem féll af þingi?

hvað um það... nú hætti ég að tala um pólitík. sorrí fóks ef ég hef með skrifum mínum þess efnis verið að drepa ykkur lifandi. 

eldeldsnemma í fyrramálið fer ég vestur á snæfellsnes í tökur og kem ekki heim fyrr en seint á fimmtudag. það verður lítið um blogg á meðan, lítið í merkingunni ekkert.

svo mæti ég hress. vonandi með skemmtilegar myndir og svona.

hagið ykkur almennilega á meðan!  


kjós

geirigleymum ekki gott fólk!

gefum geir frí frá völdum á morgun.

kjósum fólk sem hægt er að treysta til að hugsa um hag ALLRA í landinu.

kjósum fólk sem vill byggja komandi framtíð á öðru en stóriðju. ísland og heimurinn allur ÞARF á grænni framtíð að halda!

kjósum fólk sem styður ekki fáránlegan, illa grundaðan stríðsrekstur án þess að bera það undir nokkurn mann.

kjósum NÝJA tíma! 

 

góða helgi. megi betra liðið vinna. 


júróvísjón

veit ekki hvað mér á að finnast um eftirfarandi undarlega misskilning:

dóttir mín við mig í dag: "pabbi. það var einn strákur í mínum bekk sem spurði mig hvort þú værir ekki eiríkur hauksson!"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband