sund og bless í bili

það er nú aldeilis gaman að vera í fríi. 

nú er stefnan tekin í sund, salarlaugina í kópavogi nánar tiltekið, en þau ykkar sem ekki hafið farið þangað en berið þrátt fyrir það gleði til sundlaugaferða ættuð absolút að drífa ykkur. besta vassgufa á höfuðborgarsvæðinu.

hmmm... ég er semsagt farinn að skrifa um sundferðir. 

ég tek ákvörðun hér með:

bloggsíða víxils er farin í frí. hef aftur skriftir í byrjun ágústmánaðar. fílefldur og fullur af alls kyns uppákomum.

hagið ykkur almennilega á meðan.

sjúmm... 


sumar breytingar

ég er að pæla tvennt.

annars vegar að dressa upp síðuna mína, breyta til. mála, hugsanlega að brjóta veggi, stækka einhver herbergi á kostnað annarra. jafnvel að losa mig við húsgögn og kaupa ný.

hins vegar að taka mér bloggsumarfrí.  opna svo hina nýju síðu með umræddum breytingum seinna í sumar eða jafnvel í haust.

þetta tvennt er ég að hugsa. ákvörðunartöku fresta ég mögulega í einhvern tíma.

eða ekki. 


eins satt og ég stend hér

það er búið að selja húsið sem ég bý í. fór á ansi fínan pening. 

vitiði hver keypti?

nágranninn! 


þrátt fyrir allt

ég get ekki ímyndað mér að ég sé sá eini sem huxar: stúpit stúpit stúpit... ólýsanlega stúpit!! þegar ég heyri minnst á "eldflaugavarnarkerfið" sem minn heittelskaði bush hefur verið að ræða um upp á síðkastið. og svo byrjar minn ástkæri putin í kjölfarið að tala um endurvakningu kalda stríðsins og ég veit ekki hvað og hvað og ég huxa: er ekki árið 2000 og fokkings 7?? eldflaugafokkingsvarnarkerfi?? til hvers í alveröldinni? hvaða hugsanlegum tilgangi á slíkt að þjóna?

þarf ekki bara að fara að taka þennan valdamesta mann jarðarinnar, þennan sesar hins nýja rómarveldis og rassskella hann á beran bossann opinberlega. nei... það myndi víst litlu breyta býst ég við. 

 

þrátt fyrir að ég noti ljót orð hér að ofan ber ekki svo að skilja að strákurinn sé þungur í skapi. síður en svo. ég er kominn heim og tók soldið af sólinni með mér. ekkert að þakka. og ég á tvær sýningar eftir af ÁST en að öðru leyti  kominn í sumarfrí þangað til í júlí og ætla að sinna börnum og búi. og ég er spriklandi hress og kátur. 

ÁST hættir fyrir fullu húsi. rúmlega 30 sýningar pakkfullar. þeir sem ekki hafa séð þurfa ekki að örvænta, við höldum áfram í haust. 

sól.


køben

nu er eg i kaupmannahofn. thad sem kemur mer kannski mest a ovart er hvad eg thekki vel til her, mer liggur vid ad segja ad midbaerinn se eins og handabakid a mer. thegar eg huxa ut i thad eru thau skipti sem eg hef verid her ordin ansi morg, tha og tha og tha og med thessum og thessum og thessum.

her er bongoblida. sol og saela. her eydi eg morgundeginum med spusunni og flyg svo heim seint annad kvold.

thetta er buin ad vera heldur en ekki ferd. 


spann I

ola! 

nu, eg er nattla i salamanca, og thad er ein falleg borg. vid synum i kvold og svo forum vid snemma i fyrramalid til barcelona. dveljum thar til 5. juni.

thegar eg segi "vid", meina eg nattla eg og vinir minir, en eg meina samt miklu frekar eg og harpan. stulkan su kom straknum skemmtilega a ovart og tilkynnti honum uti a leifsstod eldsnemma a thridjudagsmorgni ad hun aetti bokad far med honum. thad fannst honum alveg ofbodslega skemmtilegar frettir. og her erum vid sumse saman a spani.

var ad panta hotel i barce. thar er audvelt ad komast med sina eigin tolvu i netsamband og tha koma vonandi myndir. her i salamanca eru adstaedur til netidkunnar ollu frumstaedari, eg sit nu a thvottahusanetkaffi (!)

i bili. 


beirút

hverjum hefði dottið í hug að það að liggja hálfvankaður í sófanum, líkaminn hægt en örugglega að ná áttum eftir skyndiárásina sem hann varð fyrir í gærmorgun, hverjum hefði dottið í hug að þetta ástand gæti fært manni gjafir. 

sem raunin er.

tölvan opin, rás 2 í útvarpinu, þar er spilað lag með hljómsveit sem ég veit ekkert um, fletti flytjendunum upp, og heyr, þetta er algjört brill!!

mæli með postcards from italy.


alltaf hress

hvítasunnudegi eyddi ég í bælinu milli þess sem ég rauk framúr og á klósettið til að gubba eða... ja ég veit eiginlega ekki hvað hægt er að kalla það sem ég gerði með afturendanum. nóttin var þó tiltölulega átakalaus. vaknaði fyrir stuttu og svei mér ef ég er ekki ögn hressari.

fannst bara rétt að láta ykkur vita af þessu.

ég flýg til eþpanja snemma í fyrramálið. 


hmmm

börkur sigþórség vissi ekki að börkur sigþórs hefði söðlað um, lagt kameru á hilluna og snúið sér að blaðamennsku í bandaríkjunum.

strákurinn er alveg ótrúlegur. 


endurmenntun

saturnus

í gær var það svo stjörnufræði, ekki stjörnuspeki, heldur stjörnufræði. staðreyndirnar. staða hnattanna, stærð og þyngd, innri og ytri reikistjörnur, sólmyrkvi og tunglmyrkvi., smástirnabelti, halastjörnur, geimgrýti og geimsteinar.

vissuði til dæmis að hringirnir í kringum satúrnus eru að mestu gerðir úr misstórum ísögnum?

hluti af gærdegi og gærkvöldið fór semsagt í að aðstoða soninn, undirbúa hann fyrir prófið sem hann situr sveittur við að leysa í þessum rituðum orðum.

mér fannst magnað að rifja þetta upp. 

og eftir á hugsaði ég, sannfærðari en áður: guð er til! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband