9.8.2007 | 18:01
keflavík
ég skil vel að fólk sé ekkert að þvælast suður til keflavíkur að nauðsynjalausu. aðdráttarafl staðarins ósköp lítið, svo ekki sé meira sagt. þar er náttulega líka alltaf rok og rigning.
en stundum þarf að fara til keflavíkur. og svo vill til að þar er rekið eitt stykki kaffihús á vegum kaffitárs, verulega sjarmerandi bara. staðsetningin er líka góð, því maður er eiginlega ekki kominn inn í keflavíkurbæ þegar maður beygir til hægri af reykjanesbraut og svo upp og frá bænum aftur.
ég mæli með þessum. það er að segja ef þið eigið nauðsynlega leið um og þurfið jafnvel að drepa tíma.
og vonandi les einhver keflvíkingur (sem er í sjálfu sér fallegt orð) þetta og verður alveg bandbrjálaður. það er svo gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 23:22
sófi
þetta er enginn hver annar sófi. þetta er sófi móður minnar. ég svaf í honum síðastliðna nótt. sonur minn rak mig að heiman fyrir dólgslæti...
nei, sannara er að ég flúði dólgslæti hans og félaga hans sem fékk að gista. hellirinn er bara ekki nógu stór fyrir einn fullorðinn strák og tvö unglingsgerpi og alla þá prumputáfýlu sem þeim fylgir. alltso unglingsgerpunum, ekki fullorðna stráknum. svo ég gaf pláss mitt eftir. og fór til mömmu. svaf í sófanum.
og þetta er enginn hver annar sófi, heldur sá allra allra þægilegasti sófi sem ég hef komist í tæri við. hann er svo þægilegur... að það er bara ekkert annað en dásamlegt að liggja í honum. svo sakar ekki að hann er í stofunni hjá mömmu.
mér finnst gaman að kalla hluti nöfnum. mig langar að skíra sófann darra, en ég veit ekki hvort góðvinur minn, sem heitir einmitt darri, kunni að meta það.
í staðinn kalla ég hann framvegis alfreð.
Bloggar | Breytt 9.8.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 23:53
listaverkamaður
í sumar hef ég sumsé verið að bóna gólf. bróðir minn er innsti koppur í búri hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í hvers kyns gólfþjónustu. parketlögnum, gólfbóni, pússeríi og alls konar og hann fékk mig í vinnu, enda brjálað að gera. allir að láta bóna gólfin sín. fátt jafn fallegt og nýbónaður dúkur. og ég bónaði bara og bónaði eins og vitlaus maður. sigurjóni digra hefði svelgst á hefði hann séð til mín. kaffið hans gusast útum allt. sem er náttulega alveg bannað þegar verið er að bóna.
hélt ég færi að bóna í dag. svo fór ekki. sem var fínt, því í staðinn sat ég við skriftir. vann í sögu sem ber vinnutitilinn: En þú Aníta?
ótrúlegt hvað maður er fjölhæfur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 14:39
innihúk II
M Í N U S M Í N U S M Í N U S M Í N U S M Í N U S M Í N U S!!!
algerlega og fullkomlega frábært!
skipti engu þótt þeir hafi þurft að hætta aðeins fyrr en þeir ætluðu þegar bjössi minn fór í gegnum skinnið á bassatrommunni (já hann trommar fastar en flestir).
þetta átti bara að enda þannig, enda allt að verða kreisí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2007 | 16:42
innihúk

ég fór á innipúkann í gærkveldi. sem var alveg einstaklega skemmtilegur konsert. ég á nýja uppáhaldshljómsveit. póstpönksveitin ÆLA er eitthvað sem tónlistarunnendur ættu að reyna hvað þeir geta að sjá á sviði.
algjörlega magnaðir andskotar!
á sviðinu voru líka FORGOTTEN LORES (ofsagaman), GHOSTDIGITAL (frábært) og JEFF WHO? (alls ekki mjög frábært).
mínusmenn stíga á stokk um 01 í nótt.
maður skal vaka. maður verður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 17:54
ég þá og nú
ég kem allgóður undan sumri, gott ef ekki bara soldið feitur og pattaralegur. "undan sumri" leyfi ég mér að segja því hvað sem tautar og raular þá er farið að skyggja á kvöldin og, já, þessu fer senn að ljúka. haustið býður óþreyjufullt eftir græna kallinum.
ég er nokkurn veginn enn á sama stað. einhleypur faðir í kjallaraíbúð í hafnarfirðinum. góður maður kallaði húsakynni mín helli. nafngiftin er alls ekki fjarri lagi. hér er yfirleitt dimmt, þrátt fyrir að sólin skíni og skíni úti fyrir. mér finnst gaman að kalla hluti nöfnum og hér eftir, eða þangað til ég flyt héðan út, sem vonandi verður fyrr en síðar, heitir íbúðin mín hellirinn.
ég hef brallað eitt og annað síðustu vikur og mánuði. fór í góða ferð vestur á firði með krökkunum mínum, bónaði gólf, fór austur á seyðisfjörð og tók í þriðja sinn þátt í þeim magnaða fagnaði LungA, mér til ómældrar ánægju, bónaði gólf, fór í frí vestur í húsafell með móður minni, bróður og börnum. síðustu tveimur dögum hef ég svo eytt suður á beisinu í keflavík, þar sem ég lék í stuttmynd eftir þann mikla snilling rúnar rúnarsson (tilnefndur til óskars fyrir Síðasti bærinn.) um hlutverk mitt þar ætla ég ekki að fjölyrða, ég er vondur maður og geri vonda hluti. alltso persónan mín í myndinni. ekki ég sjálfur auðvitað. alls ekki.
ég hélt að öppdeit á högum mínum tækju meira pláss, en svei mér ef ég hef ekki sagt það sem ég hef að segja. um það liðna. ef einhver spyr sig hvað þetta "bóna gólf" á að þýða, er til að svara að svarið kemur síðar. komandi framtíð mín er í lausu lofti. ég hef í kollinum ýmsar hugmyndir um hvernig ég hyggst eyða tímanum fram að jólum. þeir sem þetta lesa fá þó ekki að vita fyrr en ég hef tekið einhverjar ákvarðanir í þeim efnum.
ég ætla auk þess ekkert að vera að nefna þær hugmyndir sem ég hef um þetta blogg, nýja framhaldssögu, ýmis konar hjáleiðir, eitt og annað sem kemur þegar það kemur.
lífið er skemmtilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2007 | 00:12
alveg að koma
ég er alveg að koma. skríð inn um dyrnar með feitari færslu en þessa horrenglu alveg rétt bráðum.
ókey, útlitið er kannski ekki kreisí breyting, en breyting engu að síður.
kannski meira svona... tilbreyting.
og svo skrifa ég.
hér.
alls konar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 10:37
mí læk ze konkords
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.7.2007 | 20:57
sumarafþreying
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 14:13
innskot
jú mikið rétt. ég er í yfirlýstu fríi. skelli þó hér inn þessari mynd, af því það er sumar.
er nýlega kominn úr ferð vestur á firði með gríslingunum.
svona lítur himinn út í ísafjarðardjúpi klukkan 02 á fallegri sumarnótt.
alltof langur tími hafði liðið síðan ég fór vestur síðast. það verður styttra í að ég fari aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)