23.8.2007 | 00:33
strætó
"Í vetur verður frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema. Nú geturðu lesið blöðin, sötrað kaffi, fundið ástina, eignast vini eða fengið góðar hugmyndir á leiðinni í skólann. Allt frítt." Úr auglýsingu á rvk.is/betri straeto.
hér á landi þarf massífa auglýsingaherferð til að hvetja námsmenn til að parkera einkabílunum og nota strætisvagna til að komast leiðar sinnar.
það þarf að ginna okkur í strætó. með ráðum og dáðum.
skyldu strætisvagnar höfuðborgarinnar aka fleirum en fólki af erlendu bergi, á sinn ákvörðunarstað komandi vetur?
þetta verður fróðlegt að sjá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 13:06
ljóð
einu sinni orti ég ljóð. ég rakst á það í skjölum áðan. og af engri sérstakri ástæðu verður þetta ljóð færsla dagsins.
hugur minn er hundur í bandi
hugur minn er hundur í bandi
áður vorum við báðir
bundnir í sitt hvoran endann
hvert sem hann fór þar fór ég
hann leiddi mig á vonda staði
dró mig í skuggasund
þá hélt ég að við værum
einn og sami hundurinn
nú veit ég að ég er maður
ég er laus úr ólinni
ég fer með hundinn minn í garðinn
leysi hann og leik við hann
við veltumst í grasinu
svömlum í vatninu
pissum á trén
stundum er hann ekki húsum hæfur
hundurinn minn
þá set ég hann út fyrir
tjóðra hann fastan og skil eftir einan
ýlfrið leggst á brjóst mitt
ég leggst út af og reyni að sofna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 23:28
berlín
hér með geri ég heyrinkunnugt að seinnipartinn í september flýg ég af landi brott og heiðra berlínarborg með nærveru minni. þar mun ég dvelja fram í miðjan desember.
öll nauðsynleg leyfi hafa verið veitt. mikilvægast þeirra var gó frá syni mínum, sem finnst þetta uppátæki mitt ekkert tiltökumál.
ef einhver hefur í hyggju að spyrja: "og hvað ætlarðu að gera þar?" bið ég viðkomandi að láta slíkt eiga sig. eins og er hef ég ekki svar á reiðum höndum. enda hendur mínar allt annað en reiðar, þær eru jafn ofboðslega glaðar og aðrir líkamspartar mínir, fullir tilhlökkunar og spennu.
ég læt mig dreyma um að ná að festa kaup á íbúð áður en ég fer út. í hafnarfirði að sjálfsögðu, þarf ekki að taka það fram. til dæmis væri ég aldeilis til í þá sem ég skoðaði í dag. heilagur skratti hvað hún væri tilvalin.
já.
um það bil þetta í fréttum helst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2007 | 21:25
takk fyrir
ég fór í leikhús í gærkveldi og verð hér að þakka aðstandendum sýningarinnar BUBBI KÓNGUR kærlega fyrir hressandi og stórkostlega skemmtun.
þarna var fólk sem getur ráðið miklu um komandi framtíð í íslenskri leiklist. þau hafa trompin. svo er bara að spila þeim rétt út.
þessi færsla er eingöngu til að segja takk. ég get ekki hvatt fólk til að sjá því aðeins var um eina sýningu að ræða. hins vegar get ég hæglega hvatt áhugasama, og sjálfan mig í leiðinni, til að sitja ekki alltaf heima.
mæta mar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 09:17
megas
ok. hvað er annað hægt að segja um þessa mynd en: KRÚTTIÐ ÞITT!
kannski ekki það fyrsta sem kemur í huga fólks þegar þetta höfuð og þessar herðar yfir íslenska tónlistarflóru eru annars vegar, svona yfirleitt. en kallinn er ekkert annað en fallegur á þessari mynd sem birtist í fréttablaðinu í dag.
og nýja platan hans selst vel. það er eðlilegt.
megas er stóri gimsteinninn okkar. þessi snillingur er staddur á staðnum sem flestir aðrir keppast við að komast á. nema að megas þurfti ekki að keppa neitt. hann hefur alltaf verið á þessum stað. hann fæddist svona. snillingur af guðs náð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2007 | 20:39
workshop
workshop n. vinnustofa, þar sem handverk er unnið
einhver íslenskur talsmaður sagði mér í kvöldfréttum að heræfingarnar sem nú standa yfir hér á landi séu nokkurs konar workshop í hernaði.
mér brá, af því orðið er talsvert notað í starfsgrein minni, þ.e. leiklist, þegar fólk kemur saman, t.d. á ákveðin námskeið, og hópurinn vinnur að einhverju verkefni, án þess þó að lokaresúltat sé endilega eitthvað sem verður að sýningu. oft rosalega skemmtileg vinna og lærdómsrík. workshop. og auðvitað veit ég að workshop fara fram í ýmsum starfsgreinum öðrum.
og svo virðist sem hernaður sé þar engin undantekning...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 20:54
í dag
ég og kýrin Drottning eyddum deginum saman undir heiðbláum himni.
grasið var grænna okkar megin.
og ég á rauðri treyju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 09:45
mótorhjól
kannski er þetta ekkert til að hlæja að. samt finnst mér þetta fyndið. eiginlega mjög fyndið. nýja trendið, nýja varan til að eyða peningunum, sem maður á eða á ekki, í.
mótorhjól.
ólíklegasta fólk er komið á mótorhjól. mótorhjól, eru af einhverjum undarlegum ástæðum, málið í dag. og við erum ekki að tala um neinar druslur. glænýtt úr kassanum, annars bara að sleppa því sko. og nýr galli. og hjálmur náttulega.
og svo bara að taka rúntinn með félögunum.
ég hef velt því fyrir mér hvað hinir gallhörðu hafa um þetta að segja. það er náttulega ekki verra að fá fleiri með sér í lið. hefja þessi glæsilegu farartæki til vegs og virðingar. en ætli þeir fagni öllum þeim nýju félögum sem eru mættir á sínum glænýju glansandi harley davidsonum niður á ingólfstorg til að tékka á stemmingunni?
snigill og kauphöllin í faðmlögum?
snigill og kauphöllin í sleik?
ha?
sjálfur átti ég 50 kúpeka súkku þegar ég var 15 ára. hún var ekki í toppstandi, meira svona að bila oftar en ekki, og ég auðvitað enginn maður í að gera við. þetta sagði hún móðir mín mér áður en að kaupunum varð. hún varaði mig við. en þegar maður er 15 á maður ekkert að hlusta á foreldra sína. ja, nema maður heiti tómas og sé víkingsson. þá á maður auðvitað að hlusta vel og vandlega á hvert orð. held reyndar að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að minn kaupi sér mótorhjól. veit ekki... hann er bara ekki alveg sú týpa.
en alla vega, súkkan endaði inni í skúr og síðan man ég bara ekki hvað varð um hana. og ég ákvað að ég á mótorhjóli væri ekki málið. líklega er ég ekki sú týpa heldur.
ég er kúl. en öðruvísi kúl en mótorhjólakúl. mér hefur nefnilega alltaf fundist mótorhjól soldið kúl, og þeir sem þeim ríða oft þokkalega kúl.
en núna, eins og staðan er, finnst mér mótorhjól ekkert sérstaklega kúl. mér finnst þetta bara soldið hlægilegt.
og á samt kannski ekkert að vera að hlæja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2007 | 23:49
hafnarfjörður
ég eyddi fallegum degi í heimabæ mínum, hafnarfirði. mér þykir líklegt að miðbær reykjavíkur hafi iðað af mannlífi í þessari brakandi blíðu.
svona var hins vegar umhorfs í miðbæ hafnarfjarðar.
soldið eins og júróvísjón 1986.
soldið eins og hér búi ekki lifandi sála.
ekki einu sinni pólverji á stjái.
kannski voru bara allir nema ég á gay pride.
svei mér ef það er ekki meiri stemming í sjálfri keflavík...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 18:06
jessin
í dag sagði ég upp leigusamningi um hellinn. eftir septembermánuð halla ég höfði mínu annars staðar. hvar? um það hef ég ekki hugmynd. ég er með plön sem vonandi verða að veruleika en áður en ég get sagt 100% að svo verði, þurfa þeir sem mestu ráða í þeirri ákvarðanatöku að gefa samþykki sitt.
loðnara getur þetta tæpast orðið.
læt fylgja hér mynd tekna frá útidyrunum hjá mér. já merkilegt nokk þá er hurð á hellinum. er þetta ekki nánast eins og settöpp í Síðasti bærinn í dalnum? vantar bara kistuna fljúgandi. tröllin eru til staðar. þau búa einmitt í hellinum.
annars leikur lífið við tröllkallinn þessa dagana. það er einhvern veginn allt að ganga upp og á þann veg sem mér hentar. endalaus jess í loftinu, kyssandi á mér kollinn.
svo er bara að sjá hvað ákvarðanatökuaðilar hafa um áðurnefndar fyrirætlanir að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)