Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2008 | 14:09
nýtt svæði
ég er byrjaður að blogga á nýju svæði.
slóðin er vikingurkr.blogspot.com.
allir velkomnir.
hættur hér, formlega, núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 13:14
áramótakveðja
öllum þeim sem hingað hafa álpast á árinu 2007 óska ég velfarnaðar á árinu sem nú er gengið í garð. ég veit ekki um ykkur, en sjálfur er ég bjartsýnn og geng af stað inn í 2008 með bros á vör og gleði í hjarta og sinni.
þetta verður skemmtilegt!
annars hef ég það að segja að þetta er síðasta færslan á þessari bloggsíðu. ég er þó ekki hættur skrifum á netið, en ætla að skipta um svæði sem kemst vonandi í gagnið bráðlega. þeir sem áhuga hafa á að fylgja mér þangað bendi ég á að nýja slóðin verður auglýst hér þegar þar að kemur.
biss dann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 21:28
sögulok
það gleður mig að tilkynna að lokakaflarnir í sögu minni SÍÐUSTU DAGAR EIRÍKS VIGNIS eru nú komnir inn.
ég þakka þeim sem sýnt hafa þessu verkefni mínu áhuga og þolinmæði kærlega fyrir samferðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 11:39
gleðileg jól
fyrirgefðu kæri rúnar freyr minn og allir aðrir sem hafa beðið. kaflarnir koma ekki í dag. en þeir koma von bráðar. meira segi ég ekki.
vonandi átt þú rúnar minn, og allir aðrir, gleðileg jól. ég þakka þér og öllum öðrum fyrir lesturinn á árinu sem nú er að líða, og óska ykkur gæfuríkrar og bjartrar framtíðar.
bið að heilsa selmu og krökkunum, sem og öllum öðrum mökum og börnum.
ykkar,
víkingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2007 | 13:58
endasprettur
þessi vika er ekki búin að vera neitt annað en frábær!
jólagjafakaup eru nú í fullum gangi.
annað kvöld flýg ég heim.
það er uppi nýtt plan varðandi sögulok SÍÐUSTU DAGA EIRÍKS VIGNIS. eins og ég hef áður tilkynnt eru 3 kaflar eftir sem til stóð að birta núna í vikunni. þetta gerist ekki, sem skiptir líklega ekki miklu máli þar sem þeir sem á annað borð hafa fylgst með afdrifum eiríks hljóta núna að vera á kafi í jólaundirbúningi.
í staðinn birtast síðustu kaflarnir allir á aðfangadag jóla.
vonandi er enginn að fara yfirum í jólajóliríinu. eitt er víst að ég er langt frá því. þetta er bara gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 12:15
oppdeit
ja. eg er a lifi og sparkandi hress. thad er hins vegar i morg horn ad lita thessa sidustu daga i berlin og eg hef thvi litid komist a netid. sidustu kaflarnir i sogunni birtast um leid og faeri gefst.
ja, og eg hef frestad komu minni til 21. des, lendi tha um kvoldid a dasamlega islandi (egill minn, ef thu lest thetta adur en eg heyri i ther: eg er a leidinni ad heyra i ther).
laet thetta duga i bili.
alls konar sem tharf ad gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 16:35
gleði
þetta er síðasti laugardagurinn minn í berlín að sinni og því ekki úr vegi að gleðjast með því góða fólki sem ég hef kynnst hér úti, eða þekkt áður, eða þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. það er búið að plana, undirbúa, skipuleggja. ekkert er til fyrirstöðu.
í kvöld verður allt wunderkreisí berlínztæl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 13:04
27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 09:03
eldhús
gob squad er performans hópur sem samanstendur af bretum og þjóðverjum og hefur bækistöðvar hér í berlín. þau hafa brallað ýmislegt síðustu ár, og margt af því mjög áhugavert. ég hafði aðeins séð verk þeirra á dvd, þar til í gærkveldi að ég sá sýningu þeirra kitchen í volksbuhne.
já viggi, gob squad eru geggjuð. þetta útspil þeirra er skemmtilegt en hins vegar ekki geggjað. það hafði sín móment, ekki síst þegar þáttur áhorfenda varð meiri, þar liggur að mínu mati galdurinn sem í hópnum býr. en framan af fannst mér þetta of yfirborðskennt og frekar þunnt. allir að reyna geðveikt mikið að vera fyndnir.
dvöl mín hér úti hefur fengið mig mikið til að hugsa um hið hefðbundna leikhúsform, sem oft er svo viðbjóðslega leiðinlegt, og hvernig mögulega sé hægt að þenja það, láta reyna á það, pína það svolítið. alls ekki ólíklegt að ég geri einhverjar tilraunir í framtíðinni.
í kvöld fer ég í leikhús, á morgun held ég bæbæ partý, á sunnudaginn fer ég í leikhús og á mánudaginn fer ég í leikhús.
ég kynni til sögunnar nýjan aðila í rúnthringnum. símon birgis er aldeilis góður maður sem ég hef kynnst hér í berlín. linkur á hann er hér til hliðar.
kafli 27 í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)