antígón

antígón

nafnið á færslu dagsins er nýyrði, sem ég bjó til í gær. það er samsett úr sögninni að "góna" og enska orðinu "anti" sem þýðir skv. netorðabók andstæðingur (tiltekins málstaðar). nafnorðið antígón þýðir sumsé áhorf á eitthvað sem viðkomandi vill ekki þurfa að upplifa. þetta er náttulega bara vondur brandari, en getur tæplega orðið jafn vondur og sýningin sem ég varð vitni að í gærkveldi.

en nú byrja ég á byrjun.

ég fór í gær í ferð með vini mínum þorleifi og vinkonu hans söru (borið fram með gormæltu, hebresku r-i) til bæjar sem heitir schwerin og er í u.þ.b. 2 tíma akstursfjarlægð frá berlín. við leigðum okkur bíl, þorleifur sat undir stýri þar sem við svifum um hraðbrautir á ógnarhraða og ég horfði á hraðamælinn og var ekki vitund smeykur undarlegt nokk. ekkert antígón þar, svo ég sýni fram á notkunarmöguleika hins nýja orðs. þorleifur er að fara að leikstýra í leikhúsi schwerinbúa í vor og tilgangur ferðarinnar var að skoða leikrými og eiga fund með dramatúrgi og öðrum yfirmönnum hússins.

schwerin er ósköp fallegur bær. þar búa í kringum 180 þúsund manns. lítið er um ungt fólk á aldrinum 20-40, ástæðan er sú að þar er ekki háskóli og íbúar þurfa að leita til nágrannabyggðar, rostock til að komast til æðri mennta. hins vegar er ekki óalgengt að þeir snúi aftur sprenglærðir og taki við þeim embættum sem í boði eru og menntun þeirra býður upp á.

um kvöldið sáum við frumsýningu á antígónu. og skemmst frá að segja að það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn vondu leikhúsi. ég hef séð nokkrar grikkjakynningar hjá 2. bekk leiklistarskólans á íslandi og fullyrði að allar sem ein bjuggu þær yfir meira kvalíteti en þessi atvinnumannasýning. orð þorleifs, sem hann hvíslaði að mér undir lokasenunni milli böðulsins og antígónu segja allt sem segja þarf: "í guðs bænum drífðu þig og dreptu hana svo við getum farið heim!"

þannig er það nú.

þarf varla að nefna það en geri það samt: kafli 23 kemur í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÓMG

Það er eitthvað að síðunni hjá Eiríki, Búin að reyna í allan morgunn og dag og síðan keum bara ekki upp.
Vertu nú vænn lítill drengur og komdu þessu í lag svo við hjónakornin getur hladið áfram að lesa.

Góða hlegi dásamlegi :) 

Hulla (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband