9.1.2007 | 10:25
sannleikurinn
fyndið hvernig vegur sannleikans liggur. ég heyrði í útvarpi í gær að stjórnvöld í bandaríkjunum hefðu nú loks viðurkennt, sætt sig við, meðtekið þá staðreynd að ís norðarlega bráðnar óvenju hratt um þessar mundir og þykir ljóst að engu er meira um að kenna en breyttu loftslagi. á þetta hafa fjöldamörg náttúruverndarsamtök verið að benda þeim um allnokkurt skeið, ekki síst með tilliti til afkomu hvítabjarna á svæðinu. samtökin vilja koma birninum á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. og nú er semsagt möguleiki á að sannleikurinn verði að sannleika, þegar stjórnvöld hafa sagt sem svo að það er satt sem sagt er.
hversu mikið af staðreyndum skyldu liggja í loftinu hér hjá okkur, óstaðfestar af stjórnvöldum og því ekki alveg orðnar sannar ennþá?
ég þakka góð viðbrögð á framhaldssögunni. þetta er gaman. bið fólk um að sýna þolinmæði. það koma 2 nýir kaflar seinni partinn í dag eða í kvöld, allt eftir því hvað ég hef mikinn tíma frá annarri vinnu. en ég fullvissa ykkur um að þetta er að taka spennandi stefnu...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.