jæja

pabbi minn heitinn sagði jæja. hann var jæja maður. þegar slátrun stóð yfir á hænsnabúinu í sveitinni þar sem við bjuggum, kom fólk af næstu bæjum og hjálpaði til. mamma eldaði ofan í mannskapinn í hádeginu, gott ef það var ekki stundum kjúklingur á boðstólum. auðvitað kom svo kaffi eftir matinn, sem sötrað var yfir spjalli, alveg þar til pabbi sagði jæja. þá var kominn tími til að standa á fætur, rölta upp í hús og halda áfram.

nú er einmitt kominn tími á jæja. þótt svo einhverjir kvarti yfir því hvað nýafstaðnir hátíðisdagar lentu óheppilega lítið á virkum dögum, þá finnst mér persónulega komið gott af hangsinu og er til í að fara að standa upp og slátra hænsnum. 

mér líst feykivel á nýtt ár. ég er stemmdur fyrir því, eins og einhverjir segja. ég hef kosið mér að ævistarfi að búa til, skapa, fyrir aðra að njóta. hugmyndir mínar eru hænur sem ég útbý til neyslu, svo ég haldi aðeins lengra í þá átt. hænan og eggið og allt það. dauði, upphaf, hin eilífa hringrás. og list er ekkert annað en kjúklingur, franskar og kokkteilsósa. sem er einmitt herramannsmatur. hvað er til dæmis betra við þynnku?

ójá elskurnar. maltappelsínblandið er búið í könnunni og öxin er komin á loft.

passið ykkur bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband