31.12.2006 | 14:23
nýárskveðja
elsku þórunn, auður, þormar, ísabella sól, eyja og rakel maría! nú er komið að því sem við fullorðna og gáfaða fólkið - við sem höldum þessu öllu gangandi, eða lifum alla vega í þeirri vissu að við gerum það - köllum áramót. fæðingarárið ykkar heldur nú heim til sín, þangað sem við köllum fortíð, kyssir okkur á kinnina, kveður og flýgur á brott og nýtt ár kemur í staðinn.
við verðum alltaf soldið kreisí á þessum tíma og sprengjum sprengjur og skjótum upp flugeldum fyrir fleiri hundruð milljónir. sem er að vissu leyti gott þar sem peningarnir renna í starfsemi hjálparsveita sem koma okkur til hjálpar þegar við förum okkur að voða eða eigum í vanda vegna hamfara, sem af einhverjum ástæðum virðast fara fjölgandi með tímanum. að sumu leyti er þetta því í lagi en að öðru leyti kannski ekki því vissulega má spyrja sig hvort ekki væri nær að eyða einhverju af þessum peningum í nytsamari hluti. það eru nefnilega til lítil börn eins og þið sem hafa það ekki eins gott og voru ekki eins heppin með start. ég ætla samt ekki að syngja þennan sálm frekar, því áramót eru hátíðleg stund og óþarfi að spilla góðum fagnaði. ég vona bara að þið verðið ekki of skelfd í kvöld þegar lætin byrja.
ég óska ykkur og foreldrum ykkar, öðrum börnum á öllum aldri og foreldrum þeirra gæfu og gleði á árinu sem brátt rennir í hlað og ber nafnið 2007 (sums staðar, í öðrum löndum bera ár dýranöfn sem er óneitanlega skemmtilegra og meira stuð, en þið verðið að sætta ykkur við að svona er þetta hjá okkur). megi framtíð ykkar allra verða sem björtust.
hér fyrir ofan er mynd af ofsalega flínkum kalli. þið eigið eftir að heyra um hann síðar. hann var mjög gáfaður, ekki aðeins af því hann vissi svo ótrúlega mikið og gat reiknað ósköpin öll af tölum, heldur ekki síður af því hann gerði sér grein fyrir því að í rauninni vissi hann ekki neitt.
tómas og stefanía arna biðja að heilsa.
ástarkveðja frá víkingi frænda.
Athugasemdir
Elsku börn! Ef þið sjáið þennan gaur <img SRC="http://www.actors-union.is/felagar/Vikingur.jpg" ALT="Víkingur Kristjánsson" BORDER=5 height=408 width=284> þ.e ef mynd byrtist.... þá kyssið hann frá mér ;) Gleðilegt nýtt ár Víkingur. Von-andi eigum við eftir að fá okkur kaffi á nýja árinu......
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 00:24
Elsku börn! Ef þið sjáið þennan gaur <img SRC="http://www.actors-union.is/felagar/Vikingur.jpg"> þ.e ef mynd byrtist.... þá kyssið hann frá mér ;) Gleðilegt nýtt ár Víkingur. Von-andi eigum við eftir að fá okkur kaffi á nýja árinu......
æææ (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 00:26
Kanski þetta takist í 3ja, já já 3ja sinn:
Semsagt kyssa þennan: http://www.actors-union.is/felagar/Vikingur.jpg
Ibseninn .... Hic! (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.