29.12.2006 | 10:04
helber skáldskapur um fjölskyldu úti í sveit
þau eru búin að fara með borðbænina. en stemmingin við matarborðið er eitthvað þvinguð og skrýtin og dóttirin skilur ekki alveg hvað er í gangi og horfir spurnaraugum á foreldra sína. hún hélt að nú væri allt í lagi. fólkið á blaðinu kom í heimsókn, vinir pabba í vinnunni komu líka og það voru teknar myndir þar sem þau brostu öll breitt af allri vitleysunni sem búið er að segja. af hverju þá núna, þegar þau sitja saman fjölskyldan og borða og allir aðrir farnir, brosa foreldrar hennar ekki? af hverju er aftur allt orðið svona skrýtið? mamma er sorgmædd í framan. pabbi horfir til baka á dóttur sína og reynir að brosa til hennar en hún sér að þetta er ekki alvöru bros. loks rífur pabbi þögnina.
"ástin mín... þetta er alveg dásamlegt kjöt hjá þér."
ekkert svar.
"ástin mín... er ekki allt í lagi hjá okkur?"
enn ekkert svar.
"ástin mín... við verðum að standa saman. það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú."
loks opnar mamma munninn.
"standa saman? hversu lengi? þú sagðir að öldurnar myndu lægja með þessari blaðagrein. svo heyri ég bara úti í bæ að það sé hlegið enn hærra og meira af okkur en áður, og að fólk sé vissara en nokkru sinni fyrr um að við séum með allt niður um okkur... að þú sért með allt niður um þig. hversu lengi á ég að láta eins og ekkert sé? láta eins og það sé ekki tittlingurinn á þér sem dinglar þarna á myndinni og að það sé satt sem þú segir að þinn sé í raun miklu stærri þegar hann er það bara alls ekki. helst að þessi sé í stærra lagi. greinilegt að þú hefur verið í essinu þínu þegar þetta var tekið. ég bara get ekki..."
og hún brestur í grát og tárin falla ofan í sósuna yfir steikinni.
"þú veist vina mín hversu mikið er í húfi. allt sem ég hef gefið þér. allt okkar ríkidæmi hverfur eins og dögg fyrir sólu ef við ekki stöndum þétt saman. við þurfum bara að bíða aðeins lengur, í smástund í viðbót, þar til fólk gleymir. þú veist hvernig þetta virkar hér. eftir smástund í viðbót hafa allir gleymt öllu saman og við höldum áfram eins og ekkert hafi í skorist."
"ég veit bara ekki hvort ég get beðið stundinni lengur..." segir mamma og rýkur frá borðinu. hún hefur varla snert á kjötinu.
Athugasemdir
Amen!
Kveðja frá Þýskalandi.
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.