22.12.2006 | 09:12
hler
hvað sem um jón baldvin hannibalsson má segja, þá er ég sammála honum um eftirfarandi: hlerunarmálið margumrædda og "afgreiðsla" þess í kerfinu er svo mikið bull og lýsir svo vel hvers lags bananalýðveldi við lifum í, að aumingjahrollurinn flæðir upp fyrir alla bakka. stundum, í íslenskri þjóðfélagsumræðu, leyfir einstaka manneskja sér að spyrja sem svo: hvernig yrði tekið á álíka málum í öðrum löndum? þessum spurningum er oft svarað og staðreyndirnar dregnar fram, en eins og algilt er um slíka umræðu hér á landi nær hún ekki lengra en á tungu þeirra sem hafa orð á þessu. hún þykir banal og er þögguð niður sem jaml og japl.
ég er ekkert sérstaklega hliðhollur samsæriskenningum. mér finnst samt undarlegt hvernig jafn alvarlegt mál og hleranir á símum stjórnmálamanna er látin í léttu rúmi liggja. forsvarsmenn sjálfstæðisflokksins glotta út í annað og gera lítið úr henni, eins og þetta sé bara allt saman soldið fyndið. og auðvitað vita þeir sínu viti. hlerunarmálið er old news. almenningur alveg hættur að pæla í því. ekki fallið heldur kyrfilega grafið í gleymskunnar dá. dofi. dofi. dofi dofi dofi.
syngdu með mér guðbergur: dofidofidofidofidofidofidofidofidofidofidofidofi...
jón baldvin hannibalsson heldur því fram að það hafi verið hleraður hjá honum síminn. sýslumaðurinn á akranesi, af öllum mönnum, er settur í að "rannsaka" málið. hann hefur nú gefið út yfirlýsingu um að ekkert sé hæft í þessu. jón baldvin er staddur í riga og fær ekki að heyra um þetta fyrr en fréttamaður hringir í hann og spyr hann álits. og hann segir, og enn er ég sammála: "þetta kemur mér ekkert á óvart. þetta er sýndarmennska og niðurstaðan gat ekki orðið önnur."
púff.
Athugasemdir
Og síminn var hleraður hjá honum þegar hann var ráðherra. Utanríkisráðherra ef ég man rétt. Eitt virðingamesta embætti þjóðarinnar. Ég er sammála þér minn kæri; [þetta er] bananalýðveldi sem við lifum í. Ég held að hausar hefðu fengið að fjúka í öllum öðrum löndum, nema kannski í fyrrum Sovét og svörtustu Afríku. Maður er nokk þreyttur á öllu þessu bulli og yfirgangi.
Heiðar Birnir, 22.12.2006 kl. 09:49
Ertu búinn að láta athuga símann hjá þér víkingur minn?!!!
ps. Er það ekki einmitt í fyrrum sovét og svörtustu afríku sem hausar myndu bókstaflega fjúka??:)
eva (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 11:22
Ég held að hausar þeirra sem stunduðu það að hlera síma hefðu einmitt ekki fengið að fjúka í fyrrum Sovét. Þar þótti þetta sjálfsagt. Eða?
Heiðar Birnir, 22.12.2006 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.