frunsa

einhvern tíma er allt fyrst, ég segi ekki annað. ég er kominn með þessa líka feitu frunsu á neðri vörina! hingað til hef ég stoltur státað af því að fá aldrei þennan fjára, hann bara á ekki séns, eða átti ekki séns, þar til nú. fullviss um þetta var ég heilmikið kossaglaður um helgina sem leið, kyssti fólk í bak og fyrir, bæði konur og menn, og skipti litlu hversu vel ég þekkti viðkomandi. það var bara svo mikil ást og vinátta í loftinu að ég sá mig knúinn til að kyssa. ákveðnir hlutar helgarinnar eru oggulítið í móðu, svo vel getur verið að einhverjir af þeim sem ég réðist á hafi varað mig við. ég hef líklega rekið upp hlátursroku sigrihrósandi, komið með ræðuna um að ég fái nú bara ALDREI svoleiðis, og þvínæst rekið frunsusteyptum munni rembingskoss. og semsagt, nú er ég kominn með eina slíka. 

þessi frunsa er örugglega heimsmeistari. hún er pottþétt í öllum fjölmiðlum í frunsulandi þessa stundina: klósöpp: "hér er hún góðir landsmenn, frunsan á víkingi!" og allar hinar frunsurnar klappa og hrópa. þær skála á pöbbunum og segja "djöfull sem hún er að standa sig vel. ekkert smá sem svona frunsur gera mann stoltan af því að vera frunsa." og litlu frunsurnar segja við frunsumömmu og frunsupabba: "ég ætla sko að vera eins og frunsan á víkingi þegar ég er orðin stór!" og frunsuforeldrarnir verða yfir sig glöð því það er jú gott þegar börnin manns eiga sér háleit markmið.

hún verður pottþétt kosin frunsa ársins í öllum símakosningum. ég verð bara að bíða rólegur eftir að hún hunskist aftur heim og taki við verðlaununum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ööö.. til hamingju.. hmm. eða...

Eva (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband