5 dagar í jól - mánuður í frumsýningu

ég væri til í að fórna einhverjum prósentum af skemmtilegheitum mínum og húmor (af nógu er að taka þar) ef ég fengi í staðinn þá náðargáfu að finnast gaman að þrífa húsakynni mín. ekki misskilja, ég get nú ekki kallast sóði, held ég. maður reynir nú, svona yfirleitt, að hafa tiltölulega snyrtilegt í kringum sig. en það krefst samt átaks, ekki síst ef maður hyggst taka ærlega til hendinni. þetta, "að taka ærlega til hendinni", fylgir jólunum. ég er einn af þeim sem hlaut þá visku með uppeldinu. allt á að vera spikk og span eða svo gott sem.

ég er kominn áleiðis. bý í lítilli íbúð sem einhver myndi nú hespa af að þrífa ærlega á tiltölulega skömmum tíma. ég tek þetta meira í skömmtum. þetta hefst á endanum. 

og af því það er engum hollt að einblína á sínar veiku hliðar, þá tek ég til við að skoða þær sem sterkari eru. til dæmis get ég leikið. og ég er búinn að framleiða 2 bíómyndir. í dag er einmitt mánuður í frumsýningu. þann 19. janúar verður kvikmyndin FORELDRAR frumsýnd. PR mál eru í fullum gangi, lokaniðurstaða að komast á endanlegt útlit plagatsins - ég get því ekki birt það hér af þessu tilefni en skelli því á síðuna um leið og það er tilbúið. í staðinn bendi ég á að hægt er sjá trailer af myndinni hér, nýr trailer er reyndar á leiðinni en þessi stendur alveg fyrir sínu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta! Verður myndin ekki örugglega til sýnis í london? 

Eva (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:30

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

myndin á auðvitað eftir að sigra heiminn. veit ekki hvenær hún verður í london en ég er að fara á kvikmyndahátíðir í rotterdam og gautaborg í lok janúar ef ég fæ frí frá vinnu  

Víkingur / Víxill, 19.12.2006 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband