geðheilsa dags

sumir í kringum mig eru ekki að meika þetta myrkur úti. desemberdagur á íslandi er soldið eins og þunglyndissjúklingur, hann er að rembast við að komast á lappir í fleiri klukkutíma, þegar það loks tekst hellir hann sér upp á feitan kaffibolla, kíkir í blöðin, dundar sér eitthvað í sirka klukkutíma og í þennan heila klukkutíma njótum við birtunnar af honum en svo fer hann að geispa, honum líst ekki á blikuna og ákveður að láta þetta bara eiga sig. skríður aftur uppí og fer að sofa. félagar hans kvöldið og nóttin taka völdin á ný en þau eru einmitt langt því frá að vera í sama gír og dagur. eru þvert á móti í miklu stuði, þetta er þeirra tími.

ég er líka í stuði. geðheilsa dags er ekkert að bögga mig, mér finnst skammdegið og myrkrið bara kósí, alla vega í jólalýstum desember. djamm í kvöld þokkalega.

mig langar að benda því fólki sem ekki hefur fylgst með vinum mínum í sigtinu á skjá einum á að það er ótal margt vitlausara en að dánlóda þáttunum ókeypis inn á tölvuna sína og horfa á það sem þessir snillingar hafa fram að færa. í þeirri litlausu flóru sem íslenskt sjónvarpsefni... uuuu, ég er ferlega illa að mér í garðyrkju, það á betur við að nota eitthvað annað til að segja það sem ég ætlaði að segja, sem er nokkurn veginn þetta: íslenskt sjónvarpsefni, það litla sem framleitt er, er svo týpískt og leiðinlegt. sigtið er frábær og stórfyndin tilraun til að breyta því. síðan hans frikka er hér til hliðar, þar sjáið þið hvernig þið nálgist þetta. tjekk it át.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband