9.12.2006 | 19:18
slembilukka
sonur minn fékk skemmtilegt sms í dag. það var svona:
Czesc Marcinku gratulacje ci za to co uczyniles wszyscy cieszymy sie wytrwaj w tym zawsze patrz co mozesz miec a nie stracic zyczymy Cl tego c. Danusia w .Jacek i Sebastia n.Zostan z Panem Bogiem pa.
ég veit að það eru líkur, alls ekki miklar en þó mögulegar, að skilaboðin hafi farið í skakkt númer. en getur ekki verið að sonur minn hafi erft jafn mikið af heppni minni og hann fékk frá mér fegurðina? að með textanum sé verið að gratúlera hann af því að hann hafi unnið fullt af peningum í... tjah, þetta gæti hugsanlega verið einhvers konar alheims símahappdrætti... skipulagt í austur-evrópu einhvers staðar... kennt við einhvern sebastian kannski... konan hans hét danúsía... og þau tvö þekkt fyrir sinn magnaða búggí dans... voru í svona búggí pan hóp... þó ég átti mig ekki alveg á því hvað það kemur símahappdrætti við... og hver í fjáranum er þá þessi jacek? stjórnandi hópsins eða..? alla vega, eitthvað í þessa átt finnst mér vera líkleg skýring.
nú erum við feðgar alls ekki lepjandi dauðann úr skel, en við erum þokkalega til í búbótina sem þessum vinningi fylgir. annars er það af nígeríska vini mínum að frétta að það er ekkert að frétta. hann hlýtur að fara að hafa samband. þessir nígerar eru víst alveg pottþéttir í öllu svona.
sjitt hvað þetta verða geðveik jól. við erum að tala um kreisí dýrar gjafir frá mér.
Athugasemdir
ég skil satt að segja minna í þessu en áður. held mig við fyrri skýringu, en ok, þetta er pólskt lotterí. og stúlkurnar í panhópnum gyðjum líkastar... spurning hvort einhver þeirra fylgi sem bónusvinningur.
graðfoli?? ég myndi telja það móðgun við hina sönnu graðfola að kalla mig því nafni. en foli er ég vissulega. vissulega.
Víkingur / Víxill, 10.12.2006 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.