7.12.2006 | 10:07
gott og vont
ákveðið tilefni, sem ég ætla ekki að nefna frekar því það er engum til góðs, hefur fengið mig til að hugsa um mikilvægi þess vonda. "vonda" í merkingunni lélegt. "lélegt" í merkingunni það sem manni finnst ekki góð list. jebbs, úbbúbbúbb, listamaðurinn er farinn að tala um list, og þau ykkar sem þolið ekki orðið verðið bara að sætta ykkur við það að ég sleppi því endrum og eins að tala um niðurgang, skítugar nærbuxur, karaókí eða aðra hluti sem tilheyra hinu "lága plani". þið tilheyrið líklega hópnum sem merkilegir "lista"menn kalla "bol" en ég kýs að kalla því undarlega nafni "venjulegt og eðlilegt fólk".
en semsagt, það er að mínu mati ákaflega hollt og gott að upplifa eitthvað sem manni finnst vont. kostir þess verða þeim mun meiri ef maður gefur sér tíma til að hugleiða hvað það er nákvæmlega sem manni finnst svona vont. það hjálpar manni nefnilega að skilgreina hvað það er sem manni finnst gott. og ef maður veit hvað manni finnst gott, þá þekkir maður sjálfan sig betur en ella. og ef maður er listamaður, veit maður frekar hvað maður vill gera í vinnu sinni og hvað ekki.
þessi ótrúlega speki á samt ekkert bara við um listamenn, sem þið venjulega fólkið kjósið oft að kalla "helvítis fífl" en ég kýs að kalla "skrýtið og skemmtilegt fólk". sum ykkar horfið mikið á sjónvarp (sumir meira en góðu hófi gegnir, án þess að mér komi það rassgat við) eða farið í bíó endalaust oft. þið hafið sterkar skoðanir á því sem er gott og vont þar. af hverju finnst ykkur það góða vera gott og það vonda vera vont? hvað með bækur og/eða tónlist? megi hver og einn svara fyrir sig.
ég er auðvitað ekkert að tala um að liggja í þessum hugsunum endalaust þannig að maður komi engu öðru í verk. þetta þarf ekki að taka nema nokkrar mínútur af þeim dýrmæta tíma sem hverju og einu okkar er gefinn.
og fyrst endemis vitleysa eins og þessi tekur ekki meiri tíma, hlýtur hún að mega lifa, þótt ekki sé nema sem vinsamleg tilmæli.
Athugasemdir
þú ert nú meira helvítis fíflið!
siljarut (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 17:14
vá hvað ég hefði verið til í lítinn broskall eftir þessa athugasemd, bara til að fullvissa mig um að þú sért að meina "helvítis fífl" en ekki helvítis fífl. talandi um að sofa ekki í nótt.
Víkingur / Víxill, 7.12.2006 kl. 21:29
haha...ætlaði nú ekki að valda svefnleysi. að sjálfsögðu átti þetta að vera "helvítis fífl"...og broskall
(get ekki haft það á samviskunni að þú grátir þig í svefn
)
ooog smá auka gullhamrar...:
ótrúlega gaman að heyra þína undurfögru rödd í skrudduauglýsingunum
skoh, fullt af brosköllum
siljarut (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.