6.12.2006 | 18:17
hommar
heyrði nýtt orð yfir samkynhneygða karlmenn í dag. það spratt af vörum eins af öldruðu samleikurum mínum. hann var einmitt að rifja upp þegar árni johnsen, sá merkilegi maður sem nú er aftur á leið inn á þing, lét skoðun sína á samkynhneygðu fólki í ljós með hnefahöggum á þjóðhátíð fyrir nokkru.
og orðið er: "lekkeringarmaður"!
mér finnst samt "sódó", með sterkri áherslu á sérhljóðana alltaf best. svo dásamlega mikil hneykslun í því.
Athugasemdir
"attaníossi" heyrði ég líka um daginn og fannst voða sniðugt:)
siljarut (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 17:12
já, mér finnst líka homm homm alltaf skemmtilegt. fyrir þá sem geta ekki með nokkru móti sagt hommi, verða að krútta þetta aðeins upp. "er hann ekki svona homm homm?" man ekki hvaðan þetta kom en er nokkuð viss um að það var miðaldra kona.
Kata (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.