3.12.2006 | 18:19
stafangur - lok
jæja. þá er sýningum lokið, sú síðasta var klukkan 13.00 í dag og eftir hana tókum við niður sviðið. nú er í gangi smá tjill, hver á sínu herbergi í afslöppun og svo ætlum við að hittast á eftir og fá okkur að borða. rútan pikkar okkur upp kl. 09.15 í fyrramálið og brunar með okkur á stafangurs flugvöll. millilending í osló og þaðan flogið heim.
þetta er búið að vera ágætis ferðalag, ekki síst dvölin hér í noregi, staðurinn fallegur, viðtökur góðar, að maður tali ekki um hótelið sem er afar næs.
það má segja að karaókí sé þema ferðarinnar. eins og ég hef áður sagt var talsvert sungið á karaókí staðnum í ludwigshafen. strax fyrsta kvöldið hófst leit að slíkum stað hér, við fundum einn en hann er aðeins opinn um helgar. þegar til stóð að syngja þar á föstudagskvöldið var búið að loka en í rúðunni var skilti þar sem auglýst var noregsmeistaramót í karaókí. ég held að einhverjir hafi hug á að freistast til að lauma sér inn í keppnina, sem verður í kvöld.
í lestinni heim á hótel eftir sýningu tók hópurinn að syngja, bara svona að gamni sínu, af því við erum svo geðveikt flippuð. skömmu síðar pikkaði norðmaður sem sat nálægt okkur í nærstaddan og sýndi okkur tölvuna sína. þar var hann hvorki meira né minna en með karaókí forrit, skellti söng á play og svo var sungið. í ljós kom að náunginn er það sem hann kallaði kj (sbr. dj) og hefur að aðaldjobbi að leyfa mistónvissum norðmönnum að syngja uppáhaldslögin sín.
þetta er víst massabissness hjá honum. vinnur 2 kvöld í viku og hefur það bara kósí þess á milli. hann var auðvitað ofsalega sáttur við undirtektir hópsins. "yes. karaoke really is a great fun," sagði hann stoltur með upphækkandi norska tóninum í röddinni.
á myndinni má sjá ella syngja af innlifun en hann er einmitt hugsanlegur kandídat fyrir keppnina í kvöld. svo erum við náttulega með ágústu evu sem syngur fáranlega vel.
gísli örn er líklega sá eini sem er hugsanlega löglegur keppandi þar sem hann státar af norskri kennitölu. ég veit samt ekki hvað ást hans á karaókísöng kemur honum langt. aldrei að vita. hann er kannski ekki sá lagvissasti í heimi. en maður sér sjaldan fólk syngja af jafnmikilli innlifun og gleði.
ísland á morgun. jólastúss og það allt. já og æfingar á söngleik. ég ætti kannski að taka lagið í kvöld, sem undirbúning á komandi vinnu. tjahh...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.