2.12.2006 | 13:56
stafangur IV
stafangur er víst með efnaðri bæjarfélögum noregs. olíuborpallar liggja hér skammt frá landi og dæla milljörðunum upp úr jörðu. í bænum starfa svo sérfræðingarnir, sem mæla, efnagreina og flokka svarta gullið, allir á svimandi háum launum og hafa efni á því sem hér er í boði í vöru og þjónustu. hér er allt rosalega dýrt. einhverjir í hópnum halda því reyndar fram að verð hér séu engu hærri en heima. og kannski er það rétt.
annað á þessi bær sameiginlegt með reykjavík. næturlífið hér er soldið á svipuðu kalíberi. röltum um miðbæinn í nótt og þetta var nákvæmlega eins og laugarvegur á góðu djammkvöldi. fljúgandi flöskur og öskrandi skrílslæti. ef eitthvað er þá er meira áberandi hér kröftug unglingadrykkja. krakkarnir alveg hressir.
og kannski eiga stafangur og reykjavík bráðum annað sameiginlegt, nefnilega reykingarbann á veitingastöðum og krám. ég hélt þetta yrði erfitt, verandi reykingarmaður alveg í þann veginn að hætta. en það er öðru nær. þetta er fínt. böggar mann ekkert, maður reykir minna og angar miklu minna af lyktinni sem fylgir þessum óþarfa.
sýning 2 í kvöld. það var ekki við öðru að búast. norðmenn fíla þetta rétt eins og aðrar þjóðir.
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2006 kl. 14:16
Ég uppgötvaði það í Las Vegas um daginn að Reykjavík er hreinlega ódýr. Meira að segja bjórinn er 200kr dýrari per glas þar en hér!! Enginn unglingadrykkja þar þó því unglingarnir fá sér miklu frekar jónu en bjór... svo er talað um eitthvert vesen í Reykjavík.
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.