stavanger text number tre

æfing fram yfir miðnætti í gærkveldi. gekk svona lala en ég er ósköp rólegur yfir kvöldinu í kvöld. megnið af kastinu búið að sýna þessa sýningu ansi oft (enginn þó oftar en ég, gísli örn og árni pétur sem höfum verið í hverri einustu sýningu frá upphafi, ca 350 stykki) og er með hana í blóðinu. 

annars hafa allnokkrir innan hópsins haft annað í blóðinu síðustu daga, nefnilega alveg heiftarlega upp- og niðurgangspest. þannig lék óli fárveikur í woyzeck í þýskalandi, með fötuna tilbúna baksviðs ef á þyrfti að halda. læknar komu rétt fyrir sýningu og gáfu honum saltvatn í æð vegna vökvataps og eitthvert lyf sem hamlar gegn magaóværu. þetta slapp fyrir horn.

ég krossa bara fingur og vona að ég losni við þennan viðbjóð. annars þarf ég að fara að koma mér út í stafangursrigninguna að versla mér nærbuxur. vantar svoleiðis, en það er semsagt ekki af því að ég er búinn að skíta í allar hinar.

í kvöld hrekkur maskínan í gang og gefur í. ljós upp, minn inn á svið og fjörið byrjar, enn og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Ertu með einhverja fína brandara á Nossarana.  Núna vilja þeir fara að passa litla Ísland.   Ætli við verðum ekki hersetinn af Norðmönnum fyrir áramót.  Þetta er allt að undirlagi G. Hilmars Haarde, hinum Norska.

Heiðar Birnir, 1.12.2006 kl. 11:54

2 identicon

Madrid næsta haust...líst vel á það, þá verð ég kannski flutt aftur bara og þá getum við leikið okkur saman í Madrid

Berglind Hólm (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 12:51

3 identicon

Brake a leg í kvöld old chap.  Þú ert svona Gísli á uppsölum aðeins með einar nærbuxur í ferðinni, ég hefði átt að láta þig fá WC rúllurnar strax!  Ef þú kemur heim í gegnum Köben 4ja í hádeginu þá er ég að stýra þá.  Ég sé ískaldan jólamjöð í glösum eitthvert kvöldið í des í spákúlunni, enda er maður kominn í feðraorlof og þá á maður að spila Gólf, horfa á boltann og þamba bjór.

Egill Ibsen (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 13:26

4 Smámynd: Víkingur / Víxill

Heiðar: Gerði mitt besta Berglind: Jess jess jess. Egill: Jess jess jess!!!

Víkingur / Víxill, 2.12.2006 kl. 02:47

5 Smámynd: Víkingur / Víxill

það áttu líka að vera 3 upphrópunarmerki hjá þér Berglind

Víkingur / Víxill, 2.12.2006 kl. 02:48

6 identicon

Hellooo.  Ég hef verið að reyna að comment hér á Mac en það gegnur ekki.  Mogginn er greinilega á móti Mac.  Sem mjög gildur limur í bloggsamfélagi Moggans máttu alveg benda þeim á þetta plís

Hurrru, er eitt JESSið staðfesting á því að þú komir heim í gegnum Köben í hádeginu á mánudag?  Eða stendur þetta fyrir " Jólin Eru Svaka Stuð" ?

Egill Ibsen (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 12:13

7 Smámynd: Víkingur / Víxill

eins leiðinlegt og mér þykir það, þá flýg ég víst frá oslo á mánudag. hvenær í ósköpunum kemur að því að ég verði þess heiðurs aðnjótandi að sitja í vél undir þinni stjórn vinur minn? en jessin voru semsagt til að sýna hvað ég hlakka til að hitta þig og þínar í desember

Víkingur / Víxill, 2.12.2006 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband