lúðvíkshöfn II

þetta er nýtt fyrir mér. held þetta sé í fyrsta sinn sem ég skrifa hér undir áhrifum áfengis. skoðun mín á lúðvígshöfn hefur lítið sem ekkert breyst, nema að við fundum tælenskan karókíbar, sem líka er restaurant og býður upp á þann albesta tælenska mat sem ég hef smakkað. og þar styttir hópurinn sér stundir. ég hef ekki sungið mikið ennþá prívat og persónulega, enda á ég við mína krónísku raddveiklu að stríða og túrinn langt frá því að vera  búinn. svo ég held kjafti og raula í mesta lagi lágt með lionel richie og öllum hinum meisturunum sem félagar mínir syngja hástöfum í kerfinu. 

held ég hafi tekið myndina sem lýsir bænum vel en myndavélin tók upp á að verða batteríslaus svo góð ráð eru dýr og stavanger ævintýri alveg eftir. myndin sýnir reyk úr strompi, en hér er mikil mengun og loftið alltaf soldið eins og verið sé að brenna hjólbarða á næsta götuhorni. þýskaland ekki allt svartiskógur, svo mikið er víst.

sýndum woyzeck í kvöld og allt ætlaði um koll að keyra og við hlupum í uppklapp óeðlilega oft. en þetta var gaman og gekk vel og þýskir alveg að fíla þetta.

ekkert meir í bili. vonandi stuð heima og ég að missa af geðveikt miklu.

heima er best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband