26.11.2006 | 10:15
lúðvíkshöfn
lúðvíkshöfn er sannkallað skítapleis. leitt en satt. hún er steypugrá og ljót og lítið sem ekkert að skoða eða gera sér til dundurs. rútubílstjórinn sem ók hópnum frá frankfurt þreyttist ekki á að vara okkur við, dvölin hér yrði ekki skemmtileg. hann var ekkert að ýkja. og þó. jújú, auðvitað er það undir manni sjálfum komið hve skemmtileg hún verður. en það eru samt engar ýkjur að þetta er bæði ljótur og leiðinlegur bær. þannig er það nú bara.
helsta stolt bæjarbúa er kringlan þeirra og hún er hjúmongus. þar er samt fátt sem kitlar budduna (kannski sem betur fer), meira að segja bókabúðirnar eru óspennandi því hér eru allar bækur á þýsku.
hey jú, ég er víst búinn að versla. haldiði ekki að hér sé h&m verslun. þær virðast fyrirfinnast alls staðar annars staðar en heima. og þar keypti ég smá.
við sýnum woyzeck annað kvöld (mánudag) og þriðjudagskvöld, og förum héðan á miðvikudag. fljúgum til osló og þaðan til stavanger.
hér er hvergi netkaffi að finna en hægt er að kaupa aðgang að netinu á hótelinu. ég myndi skella inn mynd með þessari færslu en hingað til hefur myndefnið mestmegnis verið fólk að drekka bjór. ég er enn að reyna að ná myndinni sem lýsir þessum bæ og ofangreindu ástandi hvað best. þegar hún kemur birti ég hana hér.
Athugasemdir
Mikið er ég nú feginn að vera ekki þarna með ykkur, þó að það sé alltaf gaman. Sjáumst hress í Norge, mössum þetta saman.
Hlynur bró (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 12:17
veit ekki ef thú talar thýsku...en hér er gód "critic" af "woyzek" :)
Steff (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 14:13
ooops...gleymdi mér linkin: http://www.theaterkanal.de/theater/deutschland/rheinlandpfalz/ludwigshafen/797/deutschlandpremiere-von-woyzeck-mit-musik-von-nick-cave/
Steff (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.