hér er ég

eldhús 038

það er svo skemmtilegt hvernig maður ímyndar sér. ég geri það í það minnsta. þegar ég til dæmis tala við einhvern í síma sem er á stað sem ég þekki ekki, þá ímynda ég mér sjálfkrafa umhverfið í kringum viðkomandi. svo verður það enn meira skemmtilegt ef maður fær tækifæri til að sjá þennan stað og getur borið hann saman við það sem maður hafði hugsað sér. 

þetta á ekki síður við um fólk sem maður ræðir við í síma og hefur aldrei séð áður og veit ekki hvernig lítur út. hefur bara rödd og talsmáta að byggja á. oftar en ekki er viðkomandi allt öðruvísi en maður hélt, en einstaka sinnum ratar maður á eitthvað rétt.

hér er mynd af vinnusvæðinu mínu heima fyrir. við þetta borð sit ég einmitt núna og blogga. ég veit að mörg ykkar hafið ímyndað ykkur að jafn mikill andans maður og ég sæti við stórt og massíft eikarborð, hlaðið þykkum bókum og pappírsbunkum. en nei, á þessu litla borði sem ég á ekki einu sinni og er með til láns og stendur í litla eldhúsinu mínu gerast hlutirnir. já... eða gerast ekki, þar er vissulega dagamunur á.

eldhús 050 ég læt hér líka fylgja nærmynd af styttunni í gluggakistunni, "háðfuglinum" sem ég kýs að kalla og er búinn til af syni mínum.

þessi augu fá mig alltaf til að búast við að hann opni gogginn og fari að tala við mig, segja mér einhverja sögu. það hefur ekki gerst ennþá en samt sem áður veitir fuglinn mér heilmikinn innblástur.

sumum finnst ekkert gaman að ímynda sér og vilja vita hvernig hlutirnir eru í raun og veru. ætli þessi færsla sé ekki meira fyrir svoleiðis fólk heldur en þá ímyndunarglöðu.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aetla samt ad imynda mer ad tu sert i nattbuxum og ad narta a dodlum a medan tu skrifar.. ef tu ert ekki i nattbuxum ta ertu allavega med opna buxnaklauf.. og tu ert alveg orugglega ekki ad gaeda ter a lifrapylsu - eda hvad?

Eva (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 10:22

2 identicon

hey, ég er að borða döðlur!

en ég ímyndaði mér að þú hefðir tekið með þér fína eldhúsborðið af öldugötunni sem þú festir svo snilldarlega upp, og fest það aftur snilldarlega upp og gætir þess vegna hvorki opnað skápa né skúffur...:)

siljarut (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband