skúbb

ferlega gaman að eyða tíma og fyrirhöfn í að blogga eitthvað áhugavert (sjá færslu hér að neðan) og svo er það bara í fréttablaðinu morguninn eftir, sem ég býst fastlega við að fólk lesi áður en það álpast hingað inn til mín. þetta dregur þokkalega úr skemmtana- og fréttagildi síðunnar minnar.

eins og mér sé ekki sama.

ég hef sosum ekki mikið nýtt að segja enda skammt liðið á annars fallegan dag. jú hér er reyndar eitt skúbb sem fréttablaðið hefur ekki haft fregnir af, ekki ennþá að minnsta kosti. ég hafði ansi góðar hægðir í morgun. þær voru í mýkri kantinum og kröfðust ekki mikils átaks, sem er alltaf mjög þakklátt. 

vonandi verður dagurinn ykkar gleðilegur elskurnar mínar. sjálfur á ég góðan dag í vændum, enda vísindalega sannað að fínar hægðir í byrjun dags eru hollar bæði líkama og sál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sé þig alveg fyrir mér að rembast, eru menn ekki með sjónvarp og blöðin á settinu?

Egill Ibsen (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband