19.11.2006 | 22:46
og sigurvegarinn er...
ég var að koma heim af edduverðlauna afhendingunni. ég er að reyna að ýta því frá mér af því að mér finnst það bjánalegt, þótt það sé kannski ósköp mannlegt, en ég er dálítið svekktur með hvernig þetta fór. ég óska aðstandendum mýrinnar til hamingju með sitt. en um leið verð ég að segja að mér fannst úrslitin ákaflega dæmigerð og soldið þreytt. svolítill spaugstofufílingur í gangi.
til dæmis hefði ég svo gjarnan viljað að ragnar minn bragason hefði hlotið verðlaun fyrir leikstjórn. með myndunum sínum tveimur fór hann ótroðnar slóðir og prófaði aðferðir sem enginn íslenskur leikstjóri hefur prófað áður, og það með þeim árangri sem raun ber vitni.
en svo er ég nú náttla ekki hlutlaus.
hvað um það, FORELDRAR verður frumsýnd 19. janúar. þeir sem séð hafa lokaútgáfu (ég er ekki búinn að sjá) segja að hún sé frábær. það er gaman.
Athugasemdir
horfði á þetta með öðru eyranu og heyrði Baltasar halda 2-3 of margar leiðinlegar ræður. er ekki búinn að sjá Mýrina og því ekki dómbær. Eddan hefur verið, er og verður alltaf fyrirsjáanleg í okkar litla samfélagi pólitíkur og peninga... roooop (afsakið). mætti halda að framsóknarflokkurinn sæi um að úthluta ?!?!?
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 23:28
Já sem betur fer steingleymdi ég að horfa á Edduna. Vil helst ekki viðurkenna það að ég er ekki enn búin að sjá börn :/ en ég er á leiðinni...Miðað við það sem ég hef heyrt um hana þá er ég voða hissa, sá nefninlega Mýrina og ég var nú bara frekar svekkt fannst hún alveg fín en ekkert meira en það.
Berglind (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.