19.11.2006 | 16:11
veisla. vetur. edda.
hommabrúðkaupið í gærkveldi var hvorki meira né minna en algjörlega frábært! hófst á dásamlegri athöfn sem vætti hvarma vel flestra veislugesta og svo hófst taumlaus gleði og stuð. veislustjórarnir fóru á kostum. ofsalega mikið talað um það auðvitað. af fjölmörgum skemmtiatriðum (ótrúlegt en satt: það var ekkert leiðinlegt atriði í boði, ekki einu sinni 1 leiðinleg ræða) verð ég að segja að upp úr stendur undirspilslaus flutningur darra míns á tom waits. stóri strákurinn var ólýsanlega flottur.
á meðan á veislunni stóð kom vetur. með látum. hardkor.
í kvöld er eddan. börn er með flestar tilnefningar, 8 stykki. ég er satt að segja ekki að nenna á athöfnina, mér finnst hún svo leiðinleg. það er hins vegar ekki í boði að skrópa. samframleiðendur mínir á myndinni leggja ríka áherslu að hópurinn mæti allur og standi með sínu stöffi. þannig að... maður þarf að fara að tjasla sér saman og koma sér í gallann aftur.
Athugasemdir
en ad vera alvarlegur OG fyndinn.. a sama tima.. er tad ekki bara best?! Eg held tu getir nefnilega baedi :)
Eva (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 21:13
húmorinn minn er náttulega háalvarlegur, þannig sameina ég þetta. en ég er fyrst og fremst fyndinn. ofboðslega fyndinn
Víkingur / Víxill, 19.11.2006 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.