14.11.2006 | 23:57
rassgotinn sjálfur
fyndið hvernig ólíklegustu orð taka sér bólfestu í hversdagslegu tali. skjátlast mér, eða var það ekki svo, fyrir ekki löngu síðan að orðið "anal" þótti frekar dónalegt, og langt frá því eitthvað sem fólk brúkaði bara sísona, í spjalli um daginn og veginn? en nú ber sumsé svo við að allir í kringum mig eru sífellt að tala um hvernig allt og allir eru geðveikt mikið "anal"!
sjálfur er ég mjög áhrifagjarn og geri allt til að falla inn í hópinn. ef ég þekki mig rétt er stutt í að ég fari að nota anal í anal öðru anal hverju anal orði. enn sem komið er bregður mér þó alltaf örlítið, roðna og verð vandræðalegur þegar anal ber á góma.
ástæðan er líklega sú að ég er það sem margir myndu kjósa að kalla geðveikt anal gaur.
Athugasemdir
Heyrðu, heyrðu. Hér vitnar þú í sálfræði og sálfræðihugtök færslu eftir færslu. Eru þetta sérstökskilaboð til sálfræðinemans mín?! Eða er ég kannski bara svona anal? hahaha hóhóhó
Nei, en að öllu gríni slepptu þá vildi ég bara láta vita að ég les bloggið þitt stundum og hef gaman af. Haltu því vinsamlegast áfram að blogga
Kær kveðja, Berglind Hermannsdóttir.
Berglind Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 19:37
Ég hef grun um að þetta anal sé anaLgram og merki í rauninni að þú ágirnist stúlku að nafni Lana sem starfar sem strippari á Bohem og.... ææ blóm og kransar afþakkaðir ;)
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.