merkilega ómerkilega

mér þykir svolítið vænt um þessa síðu mína, sem nú hefur fylgt mér, með nýlegri breytingu í næstum ár. þegar ég byrjaði að blogga skrifaði ég um allt og ekki neitt en upp á síðkastið finnst mér síðan hafa þróast meir og meir í vettvang fyrir efni sem mér finnst merkilegt að setja inn og ég stend sjálfan mig oftar að því að hugsa: nei, ég er ekkert að skrifa, ég hef ekkert að segja! það er ekki gott. ómerkilegu hlutirnir eru nefnilega oftar en ekki miklu skemmtilegri en þeir merkilegu. 

ég er lasinn. helgin fór í ansi heiftarlegan slappleika og slen og svo skemmtilegt að þetta var einmitt pabbahelgi. þetta fór þó betur en á horfðist enda er ég hér í hafnarfirði umkringdur fjölskyldunni minni, móður og systkinum og allir hjálpast að. og fyrst ég er lagður af stað með þetta langar mig að segja að ég er ævinlega þakklátur fyrir fjölskylduna mína. það er ekki sjálfgefið að eiga í sama fólkinu fjölskyldu og jafngóða vini og raun ber vitni.

já, og svo er fólkið sem ég leigi hjá, par með 10 mánaða grísling, að skilja. húsið verður sett á sölu og ég þarf að fara að hugsa mér til hreyfings. verst maður getur ekki bara keypt húsið en ásett verð er 55 milljónir! af hverju gat ekki bréfið frá afríska vini mínum verið alvöru? eða ég bara að vinna betur borgaða vinnu en ekki þetta bévítans listarugl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband