6.11.2006 | 14:52
jól
þarf maður ekki að fara að kíkja í nýju IKEA? jólin byrja þar segja þeir. nú, eða í jólaland blómavals sem nú er endurbætt síðan í fyrra og hefur aldrei verið stærra og meira. heyrði ég í útvarpinu.
ég var í london fyrir mánuði síðan og þar sá maður auglýsingar um komandi jólavertíð. maður má víst bara teljast heppinn. nógu snemma finnst manni þetta fara af stað hér.
Athugasemdir
Gróðahyggju verslanir eins og t.d. IKEA eru búin að eyðileggja jólin...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2006 kl. 15:05
IKEA hefur bjargað mér oft, góðar vörur á góðu verði og hvað er að því.
Það er svo undir manni sjálfum komið hvernig maður tekur á jólunum, Rétta hugarfarið er allt sem þarf, smæla upp í haglélið og syngja jólasöngva, getur ekki verið betra.
Allavega ætla ég ekki að eyða jólunum í að hugas um IKEA.
Hér er ekkert jólalegt, rignir og rignir. Kv frá monson svæðinu í Noregi
Ingþór Sigurðarson (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.