3.11.2006 | 18:49
"Orðinn leiður á að leika vondu strákana"
ég er í baráttu minni við að verða betri maður að temja mér samgleði með öðru fólki. sú barátta gengur bara alveg ágætlega. þetta lærist eins og annað. ég er líka þeirrar skoðunar að starfsgrein mín, þ.e. listamennskan sé ekki keppnisgrein og að í henni gildi, reyndar eins og í öllu öðru og ekki bara í minni starfsgrein, að það að upphefja sig á kostnað annarra er leiðindar óþarfi.
nú er það svo að mér finnst margt mjög vont í listaheiminum, í myndlist, leikhúsi, kvikmyndum og tónlist. þannig virkar nú bara smekkurinn sem við öll höfum og blessunarlega ólíkan. ef ég hins vegar á eftir að slysast til að nota þennan smekk minn til að stækka mig og mín störf á kostnað kollega minna vona ég að einhver af mínu góða fólki pikki í öxlina á mér.
ég las í blaði í dag, í viðtali við mjög ágætan leikstjóra og listamann, leiðindarskot á myndina mína sem nú er í bíó. orðrétt segir hann, um velgengni verka sinna: "...ég held að fólk vilji tengja sig við efnið og það er alla vega mjög vænleg leið. Fólk vill líka sjá eitthvað krassandi, ekki bara eitthvað fólk í blokkaríbúð að tala saman."
undirstrikað er semsagt lýsing á minni mynd, sem fékk einmitt flestar tilnefningar til eddu verðlaunanna þetta árið.
nú veit ég ekki hvað mér finnst um mynd þessa ágæta leikstjóra, en hún er einmitt líka í bíó um þessar mundir. ég hef ekki heyrt annað en gott og hlakka mjög mikið til að sjá hana.
Athugasemdir
Til hamingju Vesturportari fyrir alla tilnefningarnar sem Börn fengu.
Heiðar (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 20:31
Þessi einstaklingur er greinilega að kafna í eigin áliti og þegar farinn að líta niður til annarra og það svona snemma á ferlinum. Ekki góð lukka það!
Egill Ibsen (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.