9.12.2007 | 13:59
hlakk
ég er farinn að hlakka heilmikið til að koma heim. ég hef alltaf haft gaman að desember. geðveikin sem honum er samferða á íslandi getur að sjálfsögðu verið nokkuð óhugnanleg. fjarvera mín síðustu mánuði auðveldar mér að horfa framhjá því. skammdegið, ljósin og samvera með fjölskyldunni vegur þungt upp á móti. sakar ekki hvað ég er heppinn með fjölskyldu, á fimm dásamleg systkini og móður sem seint verður ofhælt. og svo auðvitað púkarnir mínir. og vinirnir. já, það verður gaman og gott að koma heim. af ónefndum ástæðum seinkar heimkomu minni þó um nokkra daga, ég lendi í keflavík þann 20. desember.
mig langar að benda á blogg vinar míns þorleifs, sem er farinn að skrifa aftur eftir nokkurt hlé. skemmtileg síða, sem finna má í rúntinum hér til hliðar.
kafli 24. kemur ekki fyrr en á morgun. fer nú að draga til tíðinda og sögulok nálgast.
Athugasemdir
ég hlakka líka til að fara heim og er líka ánægð með að sleppa við geðveikina þar fyrir jólin hehe.
SM, 9.12.2007 kl. 15:18
Hér eru allir heilir á geði - bara jóló og dásamlegur desembermánuður með smá snjóföl meira að segja:)
Hlakka til að sjá þig elsku brói.
Júlía Hrönn (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:25
Hlakk? Hví ekki að nota hið fallega orð tilhlökkun?
Kveðja frá Torstrasse!
Dísa Berlínarbolls (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.